Erlent

Nítján ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn neitaði sök í málinu.
Maðurinn neitaði sök í málinu. Vísir/Getty
Dómstóll í Hörðalandi í Noregi hefur dæmt karlmann á sextugsaldri í nítján ára fangelsi fyrir að hafa ítrekað brotið kynferðislega gegn dóttur sinni frá því hún var fimm ára þar til hún varð 22 ára.

Bergens Tidende greinir fá málinu en í dómnum kemur fram að maðurinn hafi ítrekað brotið gegn dóttur sinni frá 1999 til janúar 2017.

Þar segir að hann hafi að jafnaði brotið gegn dóttur nokkrum sinnum í viku, stundum oft á dag. Maðurinn hefur neitað sök, allt frá því að hann var handtekinn á vormánuðum á síðasta ári.

Hann var jafnframt dæmdur fyrir að hafa beitt fyrrverandi sambýliskonu og önnur börnum bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi og haft í hótunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×