Enn hlutir á svæðinu sem gætu verið verðmæti í augum einhverra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. september 2018 19:45 Deilur eigenda við tryggingafélög hafa staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðinni við Miðhraun 4, þar sem stórbruni varð vor. Húsnæðið er nær allt ónýtt og hefur svæðið hefur verið í hirðuleysis svo mánuðum skiptir og mikil slysahætta fyrir þá sem þar fara um. Iðnaðar- og þjónustuhúsanæðið að Miðhrauni 4, sem áður hýsti meðal annars Icewear og Geymslur varð illa úti í eldsvoða í byrjun apríl og varð tjónið í brunanum það mikið að tryggingafélögin sem tryggðu í húsinu sendu frá sér afkomuviðvörun vegna brunans. Tæpir sex mánuðir eru síðan bruninn varð en rífa þurfti hluta hússins til að tryggja öryggi. Síðan það kláraðist hefur svæðið verið í nær algjöru hirðuleysi og engin merki um uppbyggingu. Eigendur hafa fengið svæðið til umráða frá tryggingafélögum en fréttastofan skoðaði aðstæður í dag. Framhlið hússins er merkt tryggingafélagi með varnaðarorðum og inngangurinn sem hýsti Geymslur kyrfilega læstur. Það þarf hins vegar ekki að ganga lengra en með hliðum þess til þess að komast inn fyrir. Girðingar í kringum húsnæðið annað hvort liggja niðri eða er óskipulega raðað. Ljóst má vera að óviðkomandi hafa gert sér ferðir um svæðið, bæði til þess að svala skemmdarfíkn og til þess að skoða í geymslur sem enn hafa að geyma muni sem fyrir einhverjum gætu verið verðmæti. Glerbrot eru um allt og enn má sjá vegsummerki um slökkvistarf frá því í apríl. Tveir eigendur eru að Miðhrauni 4 en stærsti hluti þess er í eigu Regins fasteignafélags. Að sögn framkvæmdastjóra atvinnuhúsnæða hjá félaginu er ástæða hirðuleysisins deilur eigenda hússins við hvort sitt tryggingafélagið.Páll Bjarnasonm framkvæmdastjóri hjá Reginn, fasteignafélagiVísir/Sigurjón„Það hefur verið uppi ágreiningur, hvernig standa ætti að málum á milli eigenda og tryggingafélaga, sem að núna er leystur. Það leystist ekki fyrr en síðustu mánaðamót og nú er húsið komið í pöntun. Það er væntanlegt hingað í lok nóvember og við gerum ráð fyrir að uppbyggingu verði lokið í maí, þannig að þetta er allt saman komið á beinu brautina,“ segir Páll Bjarnason, framkvæmdastjóri atvinnuhúsnæða hjá Reginn, fasteignafélagi. Því má vera ljóst að fljótlega má sjá hreyfingu á svæðinu. „Nú er ágreiningurinn leystur og við munum tryggja öryggi hérna og reyna halda svæðinu snyrtilegu,“ segir Páll.Ekkert mál er að komast inn á svæðið og miðað við umgengni hafa óprútnir aðila farið um svæðið og svalað skemmdarfíkn sinni.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Deilur eigenda við tryggingafélög hafa staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðinni við Miðhraun 4, þar sem stórbruni varð vor. Húsnæðið er nær allt ónýtt og hefur svæðið hefur verið í hirðuleysis svo mánuðum skiptir og mikil slysahætta fyrir þá sem þar fara um. Iðnaðar- og þjónustuhúsanæðið að Miðhrauni 4, sem áður hýsti meðal annars Icewear og Geymslur varð illa úti í eldsvoða í byrjun apríl og varð tjónið í brunanum það mikið að tryggingafélögin sem tryggðu í húsinu sendu frá sér afkomuviðvörun vegna brunans. Tæpir sex mánuðir eru síðan bruninn varð en rífa þurfti hluta hússins til að tryggja öryggi. Síðan það kláraðist hefur svæðið verið í nær algjöru hirðuleysi og engin merki um uppbyggingu. Eigendur hafa fengið svæðið til umráða frá tryggingafélögum en fréttastofan skoðaði aðstæður í dag. Framhlið hússins er merkt tryggingafélagi með varnaðarorðum og inngangurinn sem hýsti Geymslur kyrfilega læstur. Það þarf hins vegar ekki að ganga lengra en með hliðum þess til þess að komast inn fyrir. Girðingar í kringum húsnæðið annað hvort liggja niðri eða er óskipulega raðað. Ljóst má vera að óviðkomandi hafa gert sér ferðir um svæðið, bæði til þess að svala skemmdarfíkn og til þess að skoða í geymslur sem enn hafa að geyma muni sem fyrir einhverjum gætu verið verðmæti. Glerbrot eru um allt og enn má sjá vegsummerki um slökkvistarf frá því í apríl. Tveir eigendur eru að Miðhrauni 4 en stærsti hluti þess er í eigu Regins fasteignafélags. Að sögn framkvæmdastjóra atvinnuhúsnæða hjá félaginu er ástæða hirðuleysisins deilur eigenda hússins við hvort sitt tryggingafélagið.Páll Bjarnasonm framkvæmdastjóri hjá Reginn, fasteignafélagiVísir/Sigurjón„Það hefur verið uppi ágreiningur, hvernig standa ætti að málum á milli eigenda og tryggingafélaga, sem að núna er leystur. Það leystist ekki fyrr en síðustu mánaðamót og nú er húsið komið í pöntun. Það er væntanlegt hingað í lok nóvember og við gerum ráð fyrir að uppbyggingu verði lokið í maí, þannig að þetta er allt saman komið á beinu brautina,“ segir Páll Bjarnason, framkvæmdastjóri atvinnuhúsnæða hjá Reginn, fasteignafélagi. Því má vera ljóst að fljótlega má sjá hreyfingu á svæðinu. „Nú er ágreiningurinn leystur og við munum tryggja öryggi hérna og reyna halda svæðinu snyrtilegu,“ segir Páll.Ekkert mál er að komast inn á svæðið og miðað við umgengni hafa óprútnir aðila farið um svæðið og svalað skemmdarfíkn sinni.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52