Enn hlutir á svæðinu sem gætu verið verðmæti í augum einhverra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. september 2018 19:45 Deilur eigenda við tryggingafélög hafa staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðinni við Miðhraun 4, þar sem stórbruni varð vor. Húsnæðið er nær allt ónýtt og hefur svæðið hefur verið í hirðuleysis svo mánuðum skiptir og mikil slysahætta fyrir þá sem þar fara um. Iðnaðar- og þjónustuhúsanæðið að Miðhrauni 4, sem áður hýsti meðal annars Icewear og Geymslur varð illa úti í eldsvoða í byrjun apríl og varð tjónið í brunanum það mikið að tryggingafélögin sem tryggðu í húsinu sendu frá sér afkomuviðvörun vegna brunans. Tæpir sex mánuðir eru síðan bruninn varð en rífa þurfti hluta hússins til að tryggja öryggi. Síðan það kláraðist hefur svæðið verið í nær algjöru hirðuleysi og engin merki um uppbyggingu. Eigendur hafa fengið svæðið til umráða frá tryggingafélögum en fréttastofan skoðaði aðstæður í dag. Framhlið hússins er merkt tryggingafélagi með varnaðarorðum og inngangurinn sem hýsti Geymslur kyrfilega læstur. Það þarf hins vegar ekki að ganga lengra en með hliðum þess til þess að komast inn fyrir. Girðingar í kringum húsnæðið annað hvort liggja niðri eða er óskipulega raðað. Ljóst má vera að óviðkomandi hafa gert sér ferðir um svæðið, bæði til þess að svala skemmdarfíkn og til þess að skoða í geymslur sem enn hafa að geyma muni sem fyrir einhverjum gætu verið verðmæti. Glerbrot eru um allt og enn má sjá vegsummerki um slökkvistarf frá því í apríl. Tveir eigendur eru að Miðhrauni 4 en stærsti hluti þess er í eigu Regins fasteignafélags. Að sögn framkvæmdastjóra atvinnuhúsnæða hjá félaginu er ástæða hirðuleysisins deilur eigenda hússins við hvort sitt tryggingafélagið.Páll Bjarnasonm framkvæmdastjóri hjá Reginn, fasteignafélagiVísir/Sigurjón„Það hefur verið uppi ágreiningur, hvernig standa ætti að málum á milli eigenda og tryggingafélaga, sem að núna er leystur. Það leystist ekki fyrr en síðustu mánaðamót og nú er húsið komið í pöntun. Það er væntanlegt hingað í lok nóvember og við gerum ráð fyrir að uppbyggingu verði lokið í maí, þannig að þetta er allt saman komið á beinu brautina,“ segir Páll Bjarnason, framkvæmdastjóri atvinnuhúsnæða hjá Reginn, fasteignafélagi. Því má vera ljóst að fljótlega má sjá hreyfingu á svæðinu. „Nú er ágreiningurinn leystur og við munum tryggja öryggi hérna og reyna halda svæðinu snyrtilegu,“ segir Páll.Ekkert mál er að komast inn á svæðið og miðað við umgengni hafa óprútnir aðila farið um svæðið og svalað skemmdarfíkn sinni.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Deilur eigenda við tryggingafélög hafa staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðinni við Miðhraun 4, þar sem stórbruni varð vor. Húsnæðið er nær allt ónýtt og hefur svæðið hefur verið í hirðuleysis svo mánuðum skiptir og mikil slysahætta fyrir þá sem þar fara um. Iðnaðar- og þjónustuhúsanæðið að Miðhrauni 4, sem áður hýsti meðal annars Icewear og Geymslur varð illa úti í eldsvoða í byrjun apríl og varð tjónið í brunanum það mikið að tryggingafélögin sem tryggðu í húsinu sendu frá sér afkomuviðvörun vegna brunans. Tæpir sex mánuðir eru síðan bruninn varð en rífa þurfti hluta hússins til að tryggja öryggi. Síðan það kláraðist hefur svæðið verið í nær algjöru hirðuleysi og engin merki um uppbyggingu. Eigendur hafa fengið svæðið til umráða frá tryggingafélögum en fréttastofan skoðaði aðstæður í dag. Framhlið hússins er merkt tryggingafélagi með varnaðarorðum og inngangurinn sem hýsti Geymslur kyrfilega læstur. Það þarf hins vegar ekki að ganga lengra en með hliðum þess til þess að komast inn fyrir. Girðingar í kringum húsnæðið annað hvort liggja niðri eða er óskipulega raðað. Ljóst má vera að óviðkomandi hafa gert sér ferðir um svæðið, bæði til þess að svala skemmdarfíkn og til þess að skoða í geymslur sem enn hafa að geyma muni sem fyrir einhverjum gætu verið verðmæti. Glerbrot eru um allt og enn má sjá vegsummerki um slökkvistarf frá því í apríl. Tveir eigendur eru að Miðhrauni 4 en stærsti hluti þess er í eigu Regins fasteignafélags. Að sögn framkvæmdastjóra atvinnuhúsnæða hjá félaginu er ástæða hirðuleysisins deilur eigenda hússins við hvort sitt tryggingafélagið.Páll Bjarnasonm framkvæmdastjóri hjá Reginn, fasteignafélagiVísir/Sigurjón„Það hefur verið uppi ágreiningur, hvernig standa ætti að málum á milli eigenda og tryggingafélaga, sem að núna er leystur. Það leystist ekki fyrr en síðustu mánaðamót og nú er húsið komið í pöntun. Það er væntanlegt hingað í lok nóvember og við gerum ráð fyrir að uppbyggingu verði lokið í maí, þannig að þetta er allt saman komið á beinu brautina,“ segir Páll Bjarnason, framkvæmdastjóri atvinnuhúsnæða hjá Reginn, fasteignafélagi. Því má vera ljóst að fljótlega má sjá hreyfingu á svæðinu. „Nú er ágreiningurinn leystur og við munum tryggja öryggi hérna og reyna halda svæðinu snyrtilegu,“ segir Páll.Ekkert mál er að komast inn á svæðið og miðað við umgengni hafa óprútnir aðila farið um svæðið og svalað skemmdarfíkn sinni.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52