Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. september 2018 20:30 Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. Mál Hugins og Völsungs hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur. Í gær var svo dæmt að leikurinn yrði spilaðu aftur við litla hrifningu Hugins og fleiri í knattspyrnuhreyfingunni. „Áfrýjunardómstóll KSÍ dæmir það að leikurinn skuli leikast að nýju og fyrri leikurinn sé ógildur vegna mistaka dómara á leikvellinum. Dómarinn fór út fyrir sitt starfssvið,” sagði Klara í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. En hvers vegna tók þetta svona langan tíma? „Fyrst fer þetta til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Það kemur þangað innan ákveðins frest sem eru fimm virkir dagar. Völsungur og Huginn fá svo andmælarétt og því er skilað.” „Síðan tekur aga- og úrskurðarnefndin tíma til að skila málinu af sér úrskurði. Því er svo hægt að áfrýja sem fer í ferli innan áfrýjunardómstólsins svo þetta eru tvö dómsstig. Þetta tekur sinn tíma.” Nú spyrja sig margir hvort að KSÍ sé að koma sér í ormagryfju með dómi eins og þessum en því er Klara ekki sammála. „Þetta er dómsniðurstaða. Það er erfitt um það að segja. Áfrýjunardómstóll KSÍ er æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar í dómum eins og þessum. Það er margt óljóst í þessu en nú munum við fara yfir það." Sögusagnir hafa verið um að Huginsmenn muni ekki mæta til leiks á miðvikudaginn. „Það verður að koma í ljós. Það er sem er verra mál núna er að veðurspáin er okkur ekki hliðholl en ég heyrði í Huginsmönnum í gær. Ég skil þeirra málsstað mjög vel.” „Ég skil líka rétt Völsungs. Þeir telja á sér brotið og hafa rétt til að kæra og áfrýja. Það er þeirra réttur í þessu kerfi sem við höfum sjálf samþykkt þannig að þetta verður að koma í ljós.” Ítarlega frétt Stöðvar 2 má sjá í sjónvarpsglugganum hér ofar í greininni. Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. Mál Hugins og Völsungs hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur. Í gær var svo dæmt að leikurinn yrði spilaðu aftur við litla hrifningu Hugins og fleiri í knattspyrnuhreyfingunni. „Áfrýjunardómstóll KSÍ dæmir það að leikurinn skuli leikast að nýju og fyrri leikurinn sé ógildur vegna mistaka dómara á leikvellinum. Dómarinn fór út fyrir sitt starfssvið,” sagði Klara í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. En hvers vegna tók þetta svona langan tíma? „Fyrst fer þetta til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Það kemur þangað innan ákveðins frest sem eru fimm virkir dagar. Völsungur og Huginn fá svo andmælarétt og því er skilað.” „Síðan tekur aga- og úrskurðarnefndin tíma til að skila málinu af sér úrskurði. Því er svo hægt að áfrýja sem fer í ferli innan áfrýjunardómstólsins svo þetta eru tvö dómsstig. Þetta tekur sinn tíma.” Nú spyrja sig margir hvort að KSÍ sé að koma sér í ormagryfju með dómi eins og þessum en því er Klara ekki sammála. „Þetta er dómsniðurstaða. Það er erfitt um það að segja. Áfrýjunardómstóll KSÍ er æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar í dómum eins og þessum. Það er margt óljóst í þessu en nú munum við fara yfir það." Sögusagnir hafa verið um að Huginsmenn muni ekki mæta til leiks á miðvikudaginn. „Það verður að koma í ljós. Það er sem er verra mál núna er að veðurspáin er okkur ekki hliðholl en ég heyrði í Huginsmönnum í gær. Ég skil þeirra málsstað mjög vel.” „Ég skil líka rétt Völsungs. Þeir telja á sér brotið og hafa rétt til að kæra og áfrýja. Það er þeirra réttur í þessu kerfi sem við höfum sjálf samþykkt þannig að þetta verður að koma í ljós.” Ítarlega frétt Stöðvar 2 má sjá í sjónvarpsglugganum hér ofar í greininni.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55
Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03
Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04
Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13