Ekki frekari aðgerðir í Idlib Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. september 2018 08:00 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Vísir/EPA Forsetar Rússlands og Tyrklands sammæltust í gær um að koma upp hernaðarlausu svæði í Idlib-héraði Sýrlands til þess að skilja stríðandi fylkingar uppreisnarmanna og stjórnarliða að. Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagði eftir að samkomulagi var náð að svæðið yrði á milli 15 og 25 kílómetra breitt. Hernaðarbann þar myndi taka gildi í síðasta lagi 15. október næstkomandi og þá þyrftu allir „öfgaþenkjandi uppreisnarmenn og hryðjuverkamenn“ að yfirgefa svæðið. Sergeí Sjoígú, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði svo að stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta myndi ekki ráðast í neinar frekari hernaðaraðgerðir gegn uppreisnarmönnum í Idlib. Interfax greindi frá ummælunum en þau féllu eftir samræður forsetanna tveggja. Orrustan um Idlib gæti markað endalok Sýrlandsstríðsins. Héraðið er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna og hryðjuverkasamtaka sem hafa reynt að steypa Assad af stóli undanfarin sjö ár. Margar fylkingar hafa viðveru á svæðinu og samkvæmt BBC er sú stærsta Hayat Tahrir al-Sham en hún hefur tengsl við al-Kaída. Assad-stjórnin hefur unnið að því að undirbúa árás á héraðið en Tyrkir höfðu undanfarið reynt að fá Rússa, helstu bandamenn Assads, til þess að koma í veg fyrir að af henni yrði. Sameinuðu þjóðirnar höfðu þrýst á friðsæla lausn og varað við mikilli mannúðarkrísu. Birtist í Fréttablaðinu Rússland Sýrland Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Forsetar Rússlands og Tyrklands sammæltust í gær um að koma upp hernaðarlausu svæði í Idlib-héraði Sýrlands til þess að skilja stríðandi fylkingar uppreisnarmanna og stjórnarliða að. Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagði eftir að samkomulagi var náð að svæðið yrði á milli 15 og 25 kílómetra breitt. Hernaðarbann þar myndi taka gildi í síðasta lagi 15. október næstkomandi og þá þyrftu allir „öfgaþenkjandi uppreisnarmenn og hryðjuverkamenn“ að yfirgefa svæðið. Sergeí Sjoígú, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði svo að stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta myndi ekki ráðast í neinar frekari hernaðaraðgerðir gegn uppreisnarmönnum í Idlib. Interfax greindi frá ummælunum en þau féllu eftir samræður forsetanna tveggja. Orrustan um Idlib gæti markað endalok Sýrlandsstríðsins. Héraðið er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna og hryðjuverkasamtaka sem hafa reynt að steypa Assad af stóli undanfarin sjö ár. Margar fylkingar hafa viðveru á svæðinu og samkvæmt BBC er sú stærsta Hayat Tahrir al-Sham en hún hefur tengsl við al-Kaída. Assad-stjórnin hefur unnið að því að undirbúa árás á héraðið en Tyrkir höfðu undanfarið reynt að fá Rússa, helstu bandamenn Assads, til þess að koma í veg fyrir að af henni yrði. Sameinuðu þjóðirnar höfðu þrýst á friðsæla lausn og varað við mikilli mannúðarkrísu.
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Sýrland Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira