Allt er vænt sem vel er grænt Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. september 2018 07:15 Blikarnir fagna. vísir/daníel Breiðablik vann 17. Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki í gær þegar liðið vann 3-1 sigur á Selfossi á heimavelli í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna. Þegar ein umferð er eftir eru Blikar með fjögurra stiga forskot á fráfarandi Íslandsmeistara Þór/KA og er titillinn því í höfn. Eru Kópavogskonur því ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og fengu bikarinn afhentan í leikslok í gær í síðasta heimaleik tímabilsins. Blikar voru lengi af stað í gær og virtust taugarnar vera farnar að segja til sín, Selfyssingar sem höfðu að engu að keppa leiddu í hálfleik. Góð hálfleiksræða skilaði sínu og á upphafsmínútunum náðu Blikarnir forystunni og innsigluðu sigurinn á 73. mínútu þegar Alexandra Jóhannsdóttir skoraði annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Blika. „Tilfinningin var æðisleg, þetta var betri tilfinning en þegar við urðum bikarmeistarar. Ég var við það að tárast í sigurvímunni og trúði þessu varla sjálf,“ sagði Alexandra himinlifandi í leikslok. „Við vorum undir í hálfleik en sýndum í seinni hálfleik úr hverju við erum gerðar. Við ræddum það í hálfleik og vissum að við ættum nóg inni.“ Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti erfitt með að hemja sig í leikslok. „Tilfinningarnar, þegar leikurinn var flautaður af, báru mig ofurliði og ég brotnaði niður af gleði, þetta er minn fyrsti Íslandsmeistaratitill og ég var alveg í skýjunum,“ sagði Berglind. „Við erum búnar að vera besta liðið í sumar og eigum þetta skilið. Við ætluðum okkur strax báða titlana.“ Árið hefur verið sérstakt hjá Berglindi. Hún kom heim frá Ítalíu eftir fýluferð og fékk ekki að æfa með Blikum vegna samningsins á Ítalíu. Þurfti hún að æfa einsömul í aðdraganda móts. „Þetta hefur verið betra en ég þorði að láta mig dreyma um, ég fékk ekki að æfa með liðinu fyrr en í mars en ég fann aðrar leiðir. Það gekk allt upp og við unnum tvöfalt í fyrsta sinn í þrettán ár. Ég er eiginlega orðlaus yfir því hvað allt gekk upp,“ sagði Berglind. Tímabilinu er ekki lokið hjá henni, hún er í keppni um gullskóinn. „Ég fer ekkert í felur með það, ég ætla að taka gullskóinn. Það væri fullkominn endir á tímabilinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Breiðablik vann 17. Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki í gær þegar liðið vann 3-1 sigur á Selfossi á heimavelli í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna. Þegar ein umferð er eftir eru Blikar með fjögurra stiga forskot á fráfarandi Íslandsmeistara Þór/KA og er titillinn því í höfn. Eru Kópavogskonur því ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og fengu bikarinn afhentan í leikslok í gær í síðasta heimaleik tímabilsins. Blikar voru lengi af stað í gær og virtust taugarnar vera farnar að segja til sín, Selfyssingar sem höfðu að engu að keppa leiddu í hálfleik. Góð hálfleiksræða skilaði sínu og á upphafsmínútunum náðu Blikarnir forystunni og innsigluðu sigurinn á 73. mínútu þegar Alexandra Jóhannsdóttir skoraði annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Blika. „Tilfinningin var æðisleg, þetta var betri tilfinning en þegar við urðum bikarmeistarar. Ég var við það að tárast í sigurvímunni og trúði þessu varla sjálf,“ sagði Alexandra himinlifandi í leikslok. „Við vorum undir í hálfleik en sýndum í seinni hálfleik úr hverju við erum gerðar. Við ræddum það í hálfleik og vissum að við ættum nóg inni.“ Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti erfitt með að hemja sig í leikslok. „Tilfinningarnar, þegar leikurinn var flautaður af, báru mig ofurliði og ég brotnaði niður af gleði, þetta er minn fyrsti Íslandsmeistaratitill og ég var alveg í skýjunum,“ sagði Berglind. „Við erum búnar að vera besta liðið í sumar og eigum þetta skilið. Við ætluðum okkur strax báða titlana.“ Árið hefur verið sérstakt hjá Berglindi. Hún kom heim frá Ítalíu eftir fýluferð og fékk ekki að æfa með Blikum vegna samningsins á Ítalíu. Þurfti hún að æfa einsömul í aðdraganda móts. „Þetta hefur verið betra en ég þorði að láta mig dreyma um, ég fékk ekki að æfa með liðinu fyrr en í mars en ég fann aðrar leiðir. Það gekk allt upp og við unnum tvöfalt í fyrsta sinn í þrettán ár. Ég er eiginlega orðlaus yfir því hvað allt gekk upp,“ sagði Berglind. Tímabilinu er ekki lokið hjá henni, hún er í keppni um gullskóinn. „Ég fer ekkert í felur með það, ég ætla að taka gullskóinn. Það væri fullkominn endir á tímabilinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira