Allt er vænt sem vel er grænt Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. september 2018 07:15 Blikarnir fagna. vísir/daníel Breiðablik vann 17. Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki í gær þegar liðið vann 3-1 sigur á Selfossi á heimavelli í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna. Þegar ein umferð er eftir eru Blikar með fjögurra stiga forskot á fráfarandi Íslandsmeistara Þór/KA og er titillinn því í höfn. Eru Kópavogskonur því ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og fengu bikarinn afhentan í leikslok í gær í síðasta heimaleik tímabilsins. Blikar voru lengi af stað í gær og virtust taugarnar vera farnar að segja til sín, Selfyssingar sem höfðu að engu að keppa leiddu í hálfleik. Góð hálfleiksræða skilaði sínu og á upphafsmínútunum náðu Blikarnir forystunni og innsigluðu sigurinn á 73. mínútu þegar Alexandra Jóhannsdóttir skoraði annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Blika. „Tilfinningin var æðisleg, þetta var betri tilfinning en þegar við urðum bikarmeistarar. Ég var við það að tárast í sigurvímunni og trúði þessu varla sjálf,“ sagði Alexandra himinlifandi í leikslok. „Við vorum undir í hálfleik en sýndum í seinni hálfleik úr hverju við erum gerðar. Við ræddum það í hálfleik og vissum að við ættum nóg inni.“ Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti erfitt með að hemja sig í leikslok. „Tilfinningarnar, þegar leikurinn var flautaður af, báru mig ofurliði og ég brotnaði niður af gleði, þetta er minn fyrsti Íslandsmeistaratitill og ég var alveg í skýjunum,“ sagði Berglind. „Við erum búnar að vera besta liðið í sumar og eigum þetta skilið. Við ætluðum okkur strax báða titlana.“ Árið hefur verið sérstakt hjá Berglindi. Hún kom heim frá Ítalíu eftir fýluferð og fékk ekki að æfa með Blikum vegna samningsins á Ítalíu. Þurfti hún að æfa einsömul í aðdraganda móts. „Þetta hefur verið betra en ég þorði að láta mig dreyma um, ég fékk ekki að æfa með liðinu fyrr en í mars en ég fann aðrar leiðir. Það gekk allt upp og við unnum tvöfalt í fyrsta sinn í þrettán ár. Ég er eiginlega orðlaus yfir því hvað allt gekk upp,“ sagði Berglind. Tímabilinu er ekki lokið hjá henni, hún er í keppni um gullskóinn. „Ég fer ekkert í felur með það, ég ætla að taka gullskóinn. Það væri fullkominn endir á tímabilinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Breiðablik vann 17. Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki í gær þegar liðið vann 3-1 sigur á Selfossi á heimavelli í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna. Þegar ein umferð er eftir eru Blikar með fjögurra stiga forskot á fráfarandi Íslandsmeistara Þór/KA og er titillinn því í höfn. Eru Kópavogskonur því ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og fengu bikarinn afhentan í leikslok í gær í síðasta heimaleik tímabilsins. Blikar voru lengi af stað í gær og virtust taugarnar vera farnar að segja til sín, Selfyssingar sem höfðu að engu að keppa leiddu í hálfleik. Góð hálfleiksræða skilaði sínu og á upphafsmínútunum náðu Blikarnir forystunni og innsigluðu sigurinn á 73. mínútu þegar Alexandra Jóhannsdóttir skoraði annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Blika. „Tilfinningin var æðisleg, þetta var betri tilfinning en þegar við urðum bikarmeistarar. Ég var við það að tárast í sigurvímunni og trúði þessu varla sjálf,“ sagði Alexandra himinlifandi í leikslok. „Við vorum undir í hálfleik en sýndum í seinni hálfleik úr hverju við erum gerðar. Við ræddum það í hálfleik og vissum að við ættum nóg inni.“ Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti erfitt með að hemja sig í leikslok. „Tilfinningarnar, þegar leikurinn var flautaður af, báru mig ofurliði og ég brotnaði niður af gleði, þetta er minn fyrsti Íslandsmeistaratitill og ég var alveg í skýjunum,“ sagði Berglind. „Við erum búnar að vera besta liðið í sumar og eigum þetta skilið. Við ætluðum okkur strax báða titlana.“ Árið hefur verið sérstakt hjá Berglindi. Hún kom heim frá Ítalíu eftir fýluferð og fékk ekki að æfa með Blikum vegna samningsins á Ítalíu. Þurfti hún að æfa einsömul í aðdraganda móts. „Þetta hefur verið betra en ég þorði að láta mig dreyma um, ég fékk ekki að æfa með liðinu fyrr en í mars en ég fann aðrar leiðir. Það gekk allt upp og við unnum tvöfalt í fyrsta sinn í þrettán ár. Ég er eiginlega orðlaus yfir því hvað allt gekk upp,“ sagði Berglind. Tímabilinu er ekki lokið hjá henni, hún er í keppni um gullskóinn. „Ég fer ekkert í felur með það, ég ætla að taka gullskóinn. Það væri fullkominn endir á tímabilinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira