Erlent

Nemandi í sænskum skóla grunaður um að hafa nauðgað kennara sínum

Atli Ísleifsson skrifar
Nemandinn sem grunaður er um verknaðinn er í haldi lögreglu.
Nemandinn sem grunaður er um verknaðinn er í haldi lögreglu. Vísir/Getty
Nemandi í skóla í Smálöndunum í Svíþjóð er nú í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa nauðgað kennara sínum í húsnæði skólans síðdegis síðastliðinn föstudag.

Aftonbladet hefur eftir skólastjóra umrædds framhaldsskóla að málið hafi verið tilkynnt til lögreglu og nemandanum verið vikið úr skólanum. „Þetta er skelfilegur glæpur sem var framinn,“ segir skólastjórinn.

Starfsfólki skólans var greint frá málinu í morgun. Var þeim tjáð að starfsmanni skólans hafi orðið fyrir árás og tilkynnt málið til lögreglu. Nemandi við skólann sé grunaður um verknaðinn.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins á nemandinn að hafa ýtt kennaranum inn í skólastofu eða annað herbergi þar sem hann réðst á kennarann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×