„Það sem WOW er að gera er ekki neitt óvenjulegt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2018 19:15 Líkt og fram hefur komið tókst WOW air í dag að verða sér út um 7,7 milljarða króna til að styrkja rekstur félagins með skuldabréfaútboði. Bæði innlendir og erlendir fjárfestar tóku þátt í útboðinu en til stendur að skrá félagið á hlutabréfamarkað á næstu tólf til átján mánuðum. Af heildarstærð skuldabréfaflokksins, sem nemur 60 milljónum evra, hafa 50 milljónir þegar verið seldar og 10 milljónir evra verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. Forsvarsmenn WOW air vildu ekki veita viðtal í dag en í tilkynningu frá félaginu er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, að niðurstaðan sé félaginu mikil hvatning til að halda áfram góðu starfi og til efla enn frekar alþjóðlegt flug og ferðaþjónustu hér á landi. Þá þakkar hann öllum þeim sem tóku þátt í útboðinu. Eðlilegt skref Sveinn Þórarinsson, sem stýrir hlutabréfagreiningum hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir ekkert óvenjulegt við að WOW air hafi farið þessa leið. „Ef maður horfir bara á almennt, fyrirtæki sem eru að vaxa, þá er í rauninni það sem WOW er að gera er ekki neitt óvenjulegt. Það var auðvitað ljóst á einhverjum tímapunkti að WOW myndi þurfa að sækja sér fjármögnun, það er bara eðlilegur hluti af því að vera, hvort sem þú vilt kalla það startup eða lítið fyrirtæki sem er núna orðið stórt. Þannig að í rauninni þessi skref sem að félagið er að taka eru þekkt og ósköp venjuleg,“ segir Sveinn. Burt séð frá rekstrarhorfum íslensku flugfélaganna tveggja sé þó nokkuð ljóst að flugfargjöld komi til með að hækka. „Það er í rauninni tvennt sem togast á, það er annars vegar bara olíuverðshækkanir, þú þarft ekkert að vera snillingur til þess að sjá það að þau þurfa aðeins að hækka. Hversu mikið er svo annað mál og hvaða áhrif það hefur á eftirspurnina er svo annar handleggur,“ segir Sveinn. Á hlutabréfamarkað eftir 12-18 mánuði Það er Pareto Securities hefur umsjón með skuldabréfaútboðinu fyrir hönd WOW air ásamt Arctica Finance. Bréfin verða gefin út með rafrænum hætti í Værdipapirsentralen ASA í Noregi og verða í framhaldinu skráð í Nasdaq kauphöllinni í Stokkhólmi. Bréfin verða gefin út til þriggja ára og eru tryggð með veði í öllum hlutabréfum í WOW Air og dótturfélögum þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna. Þá hefur félagið ráðið Arion banka og Arctica Finance til að hefja undirbúning að skráningu hlutabréfa félagsins innan 12-18 mánaða, bæði hér á landi og erlendis. WOW Air Tengdar fréttir WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21 Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Sjá meira
Líkt og fram hefur komið tókst WOW air í dag að verða sér út um 7,7 milljarða króna til að styrkja rekstur félagins með skuldabréfaútboði. Bæði innlendir og erlendir fjárfestar tóku þátt í útboðinu en til stendur að skrá félagið á hlutabréfamarkað á næstu tólf til átján mánuðum. Af heildarstærð skuldabréfaflokksins, sem nemur 60 milljónum evra, hafa 50 milljónir þegar verið seldar og 10 milljónir evra verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. Forsvarsmenn WOW air vildu ekki veita viðtal í dag en í tilkynningu frá félaginu er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, að niðurstaðan sé félaginu mikil hvatning til að halda áfram góðu starfi og til efla enn frekar alþjóðlegt flug og ferðaþjónustu hér á landi. Þá þakkar hann öllum þeim sem tóku þátt í útboðinu. Eðlilegt skref Sveinn Þórarinsson, sem stýrir hlutabréfagreiningum hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir ekkert óvenjulegt við að WOW air hafi farið þessa leið. „Ef maður horfir bara á almennt, fyrirtæki sem eru að vaxa, þá er í rauninni það sem WOW er að gera er ekki neitt óvenjulegt. Það var auðvitað ljóst á einhverjum tímapunkti að WOW myndi þurfa að sækja sér fjármögnun, það er bara eðlilegur hluti af því að vera, hvort sem þú vilt kalla það startup eða lítið fyrirtæki sem er núna orðið stórt. Þannig að í rauninni þessi skref sem að félagið er að taka eru þekkt og ósköp venjuleg,“ segir Sveinn. Burt séð frá rekstrarhorfum íslensku flugfélaganna tveggja sé þó nokkuð ljóst að flugfargjöld komi til með að hækka. „Það er í rauninni tvennt sem togast á, það er annars vegar bara olíuverðshækkanir, þú þarft ekkert að vera snillingur til þess að sjá það að þau þurfa aðeins að hækka. Hversu mikið er svo annað mál og hvaða áhrif það hefur á eftirspurnina er svo annar handleggur,“ segir Sveinn. Á hlutabréfamarkað eftir 12-18 mánuði Það er Pareto Securities hefur umsjón með skuldabréfaútboðinu fyrir hönd WOW air ásamt Arctica Finance. Bréfin verða gefin út með rafrænum hætti í Værdipapirsentralen ASA í Noregi og verða í framhaldinu skráð í Nasdaq kauphöllinni í Stokkhólmi. Bréfin verða gefin út til þriggja ára og eru tryggð með veði í öllum hlutabréfum í WOW Air og dótturfélögum þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna. Þá hefur félagið ráðið Arion banka og Arctica Finance til að hefja undirbúning að skráningu hlutabréfa félagsins innan 12-18 mánaða, bæði hér á landi og erlendis.
WOW Air Tengdar fréttir WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21 Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Sjá meira
WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21