Enski boltinn

„Félagið og stuðningsmennirnir hafa beðið eftir Meistaradeildinni síðan í maí“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Robertson í góðra vina hópi í kvöld.
Robertson í góðra vina hópi í kvöld. vísir/getty
Andy Robertson lagði upp eitt mark Liverpool í dramatískum 3-2 sigri á PSG í Meistaradeildinni í kvöld. Robertson hrósar stuðningsmönnum Liverpool.

„Félagið og stuðningsmennirnir hafa beðið eftir Meistaradeildinni síðan í maí. Við byrjuðum vel en gerðum okkur þetta erfitt fyrir. Það er þó ekkert betra en sigurmark seint í leiknum,” sagði Robertson í leikslok.

„Mér fannst við stjórna leiknum. Þeir minnkuðu muninn rétt fyrir hálfleik en við stjórnuðum einnig síðari hálfleiknum áður en við gáfum skrýtna sendingu og þeir náðu að brjóta okkur niður.”

„Það var í eina skiptið sem þeir náðu að opna okkur. Á tímapunkti héldum við að þetta myndi enda með jafntefli en við fundum auka orku og tækifærin héldu áfram að koma.”

Liverpool byrjaði leikinn af svakalegum krafti og segir Robertson að það sé eitt af einkennum Liverpool á heimavelli.

„Við erum góðir í því að mæta í andlitið á fólki, sérstaklega á heimavelli þegar við vitum að stuðningsmennirnir eru með okkur. Þú heyrðir stuðningsmennina hérna í lokin. Þeir eru í allt öðrum klassa,” sagði Skotinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×