Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Helgi Vífill Júliusson skrifar 19. september 2018 06:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Fréttablaðið/Anton Brink Samkeppniseftirlitið segir í frummati að það kunni að brjóta samkeppnislög að Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi útgerðarinnar Brims, skuli hafa tekið við stjórnartaumum HB Granda. Stofnunin lítur það sömu augum að hann skuli hafa setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar á sama tíma og hann stýrði Brimi. Fyrirtækin stunda útflutning, um 98 prósent af íslensku sjávarfangi eru seld erlendis. Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum. Fram kemur í bréfi frá Samkeppniseftirlitinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að sú staða að aðaleigandi Brims sé forstjóri HB Granda kunni að leiða til brota á samkeppnislögum. Guðmundur tók við sem forstjóri HB Granda í júní eftir kaup á kjölfestu hlut í fyrirtækinu vor. Stofnunin rifjar upp að í Fréttablaðinu hafi komið fram að hann hafi áhuga á að auka samstarf á milli útgerðanna tveggja og að einkum sé horft til sölu- og markaðsmála í þeim efnum. Auk þess er sagt í bréfinu að sú staða að aðaleigandi Brims sitji í stjórn Vinnslustöðvarinnar, en hann átti þriðjungshlut í fyrirtækinu þar til í gær, kunni að leiða til samkeppnisbrota. Samkvæmt tilkynningu til Ríkisskattstjóra hefur Guðmundur ekki setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar frá 10. apríl þegar blásið var til aðalfundar. Bréfið sem Markaðurinn hefur undir höndum er dagsett 6. júlí. Samkeppniseftirlitið segir að það sé varhugavert í samkeppnislegu tilliti að sami aðili, sem eigi allt hlutafé í einu félagi, sé á sama tíma forstjóri félags á sama markaði og stjórnarmaður í því þriðja. Guðmundur vildi ekki tjá sig við Markaðinn þegar eftir því var leitað.Guðmundur er aðaleigandi Brims og HB Granda.Fréttablaðið/eyþórHvorki tilkynnt um kaup á Ögurvík né HB Granda Enn fremur telur Samkeppniseftirlitið að tilkynningarskyldur samruni kunni að hafa átt sér stað þegar Brim eignaðist hlut í HB Granda. Hann hafi ekki verið tilkynntur til Samkeppniseftirlitsins og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda. Sömuleiðis kunni tilkynningarskyldur samruni að hafa átt sér stað sumarið 2016 þegar Brim eignaðist Ögurvík. Sá mögulegi samruni, eins og eftirlitið orðar það, hafi ekki verið tilkynntur og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda.Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að það fái ekki betur séð en að HB Grandi, Brim, Vinnslustöðin og Ögurvík séu „keppinautar í skilningi samkeppnislaga“. Kallað var eftir viðbrögðum frá fyrrnefndum fyrirtækjum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, benti á í grein í Fréttablaðinu að 98 prósent af íslensku sjávarfangi séu seld á erlenda markaði.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Fréttablaðið/AntonAfla frekari upplýsinga Páll Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóri Samkeppniseftirlitsins, segir við Markaðinn að málinu sé ólokið. „Í framhaldi af framkomnum sjónarmiðum er Samkeppniseftirlitið að afla frekari upplýsinga. Niðurstaða í málinu liggur því ekki fyrir.“ Vakin er athygli á því í bréfinu að um samruna geti verið að ræða þrátt fyrir að fyrirtæki eignist ekki meirihluta í öðru fyrirtæki. Aðal atriðið sé að meta hvort kaupin leiði til yfirráða í öðru fyrirtæki. „Ef kaupandi kemst í þá stöðu að geta tekið mikilvægar ákvarðanir innan viðkomandi fyrirtækis getur það gefið skýrt til kynna að yfirráð í skilningi samkeppnislaga hafi myndast og þar með hafi samruni átt sér stað,“ segir Samkeppniseftirlitið. Framkvæmd samruna geti falist í því að sá sem hefur öðlast yfirráð yfir fyrirtæki sest í stjórn þess og knýi fram breytingar. „Af þessu leiðir óhjákvæmilega að það er a.m.k. mikil lagaleg áhætta fólgin í því ef fyrirtæki (eða eigandi þess) á fulltrúa í stjórn eða stjórnu Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða HB Grandi hf. hefur gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Seljandinn er útgerðarfélagið Brim. 7. september 2018 16:51 Hagnaður Brims 1,9 milljarðar Brim, útgerðarfélag bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, hagnaðist um 1.915 milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. 22. ágúst 2018 05:55 Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Samkeppniseftirlitið segir í frummati að það kunni að brjóta samkeppnislög að Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi útgerðarinnar Brims, skuli hafa tekið við stjórnartaumum HB Granda. Stofnunin lítur það sömu augum að hann skuli hafa setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar á sama tíma og hann stýrði Brimi. Fyrirtækin stunda útflutning, um 98 prósent af íslensku sjávarfangi eru seld erlendis. Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum. Fram kemur í bréfi frá Samkeppniseftirlitinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að sú staða að aðaleigandi Brims sé forstjóri HB Granda kunni að leiða til brota á samkeppnislögum. Guðmundur tók við sem forstjóri HB Granda í júní eftir kaup á kjölfestu hlut í fyrirtækinu vor. Stofnunin rifjar upp að í Fréttablaðinu hafi komið fram að hann hafi áhuga á að auka samstarf á milli útgerðanna tveggja og að einkum sé horft til sölu- og markaðsmála í þeim efnum. Auk þess er sagt í bréfinu að sú staða að aðaleigandi Brims sitji í stjórn Vinnslustöðvarinnar, en hann átti þriðjungshlut í fyrirtækinu þar til í gær, kunni að leiða til samkeppnisbrota. Samkvæmt tilkynningu til Ríkisskattstjóra hefur Guðmundur ekki setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar frá 10. apríl þegar blásið var til aðalfundar. Bréfið sem Markaðurinn hefur undir höndum er dagsett 6. júlí. Samkeppniseftirlitið segir að það sé varhugavert í samkeppnislegu tilliti að sami aðili, sem eigi allt hlutafé í einu félagi, sé á sama tíma forstjóri félags á sama markaði og stjórnarmaður í því þriðja. Guðmundur vildi ekki tjá sig við Markaðinn þegar eftir því var leitað.Guðmundur er aðaleigandi Brims og HB Granda.Fréttablaðið/eyþórHvorki tilkynnt um kaup á Ögurvík né HB Granda Enn fremur telur Samkeppniseftirlitið að tilkynningarskyldur samruni kunni að hafa átt sér stað þegar Brim eignaðist hlut í HB Granda. Hann hafi ekki verið tilkynntur til Samkeppniseftirlitsins og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda. Sömuleiðis kunni tilkynningarskyldur samruni að hafa átt sér stað sumarið 2016 þegar Brim eignaðist Ögurvík. Sá mögulegi samruni, eins og eftirlitið orðar það, hafi ekki verið tilkynntur og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda.Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að það fái ekki betur séð en að HB Grandi, Brim, Vinnslustöðin og Ögurvík séu „keppinautar í skilningi samkeppnislaga“. Kallað var eftir viðbrögðum frá fyrrnefndum fyrirtækjum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, benti á í grein í Fréttablaðinu að 98 prósent af íslensku sjávarfangi séu seld á erlenda markaði.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Fréttablaðið/AntonAfla frekari upplýsinga Páll Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóri Samkeppniseftirlitsins, segir við Markaðinn að málinu sé ólokið. „Í framhaldi af framkomnum sjónarmiðum er Samkeppniseftirlitið að afla frekari upplýsinga. Niðurstaða í málinu liggur því ekki fyrir.“ Vakin er athygli á því í bréfinu að um samruna geti verið að ræða þrátt fyrir að fyrirtæki eignist ekki meirihluta í öðru fyrirtæki. Aðal atriðið sé að meta hvort kaupin leiði til yfirráða í öðru fyrirtæki. „Ef kaupandi kemst í þá stöðu að geta tekið mikilvægar ákvarðanir innan viðkomandi fyrirtækis getur það gefið skýrt til kynna að yfirráð í skilningi samkeppnislaga hafi myndast og þar með hafi samruni átt sér stað,“ segir Samkeppniseftirlitið. Framkvæmd samruna geti falist í því að sá sem hefur öðlast yfirráð yfir fyrirtæki sest í stjórn þess og knýi fram breytingar. „Af þessu leiðir óhjákvæmilega að það er a.m.k. mikil lagaleg áhætta fólgin í því ef fyrirtæki (eða eigandi þess) á fulltrúa í stjórn eða stjórnu
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða HB Grandi hf. hefur gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Seljandinn er útgerðarfélagið Brim. 7. september 2018 16:51 Hagnaður Brims 1,9 milljarðar Brim, útgerðarfélag bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, hagnaðist um 1.915 milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. 22. ágúst 2018 05:55 Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða HB Grandi hf. hefur gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Seljandinn er útgerðarfélagið Brim. 7. september 2018 16:51
Hagnaður Brims 1,9 milljarðar Brim, útgerðarfélag bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, hagnaðist um 1.915 milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. 22. ágúst 2018 05:55
Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18