Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller kortlögð í Landsrétti á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2018 14:21 Thomas Møller Olsen áfrýjaði dómnum sem hann hlaut fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur til Hæstaréttar. Málið verður hins vegar tekið fyrir í Landsrétti. Vísir/Anton Brink Undirbúningsþinghald í máli Thomasar Møller Olsen, sem var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og umfangsmikið fíkniefnasmygl, fer fram í Landsrétti á morgun. Björgvin Jónsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. Dagsetning aðalmeðferðar hefur þó ekki verið ákveðin.Sjá einnig: Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Björgvin segir að í Landsrétti á morgun verði m.a. kortlagt hvaða vitni úr héraðsdómi muni þurfa að koma fyrir við aðalmeðferðina og hvaða skýrslur verði teknar fyrir. Bæði saksóknara og verjanda verður gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þeim efnum. Fyrst var gert ráð fyrir að þinghaldið færi fram 11. september en Björgvin fór fram á frest þar sem undirbúningstími hafi verið of knappur.Thomas mætir ekki Þá hefur verið greint frá nýjum vendingum í máli Thomasar frá því að dómur yfir honum var kveðinn upp í héraði. Þar á meðal er matsskýrsla dómskvadds haffræðings um það hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó. Aðspurður gerir Björgvin þó ekki ráð fyrir að hann leggi fram gögn við undirbúningsþinghaldið á morgun en fram hefur komið að bæði sækjandi og verjandi hygðust leggja fram viðbótargögn í málinu. Björgvin segist ekki vita hvort gagnaframlagning muni fara fram af hálfu ákæruvaldsins. Thomas Møller Olsen verður ekki viðstaddur undirbúningsþinghaldið í Landsrétti á morgun, að sögn Björgvins. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í janúar árið 2017. Birna Brjánsdóttir Dómsmál Tengdar fréttir Bæði gömul og ný stór sakamál leidd til lykta með dómi á komandi misserum Mörg stór sakamál verða til umfjöllunar hjá dómstólum á næstu misserum. Eitt manndrápsmál bíður aðalmeðferðar í héraði, þrjú manndrápsmál bíða úrlausnar í Landsrétti, þar á meðal mál Thomasar Møller Olsen. 21. ágúst 2018 05:00 Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Þarna er bara verið að laga fyrri rannsóknarniðurstöður að þeirri útkomu sem þarf að fá út, segir verjandi Thomasar Møller. 12. júlí 2018 10:30 Líkami Birnu settur í Ölfusá við Óseyrarbrú Samkvæmt niðurstöðu matsskýrslu var líkama Birnu Brjánsdóttur komið fyrir lengra frá þeim stað en fyrr var talið. Verjandi Thomasar bað um matsgerðina vegna áfrýjunar. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Undirbúningsþinghald í máli Thomasar Møller Olsen, sem var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og umfangsmikið fíkniefnasmygl, fer fram í Landsrétti á morgun. Björgvin Jónsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. Dagsetning aðalmeðferðar hefur þó ekki verið ákveðin.Sjá einnig: Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Björgvin segir að í Landsrétti á morgun verði m.a. kortlagt hvaða vitni úr héraðsdómi muni þurfa að koma fyrir við aðalmeðferðina og hvaða skýrslur verði teknar fyrir. Bæði saksóknara og verjanda verður gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þeim efnum. Fyrst var gert ráð fyrir að þinghaldið færi fram 11. september en Björgvin fór fram á frest þar sem undirbúningstími hafi verið of knappur.Thomas mætir ekki Þá hefur verið greint frá nýjum vendingum í máli Thomasar frá því að dómur yfir honum var kveðinn upp í héraði. Þar á meðal er matsskýrsla dómskvadds haffræðings um það hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó. Aðspurður gerir Björgvin þó ekki ráð fyrir að hann leggi fram gögn við undirbúningsþinghaldið á morgun en fram hefur komið að bæði sækjandi og verjandi hygðust leggja fram viðbótargögn í málinu. Björgvin segist ekki vita hvort gagnaframlagning muni fara fram af hálfu ákæruvaldsins. Thomas Møller Olsen verður ekki viðstaddur undirbúningsþinghaldið í Landsrétti á morgun, að sögn Björgvins. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í janúar árið 2017.
Birna Brjánsdóttir Dómsmál Tengdar fréttir Bæði gömul og ný stór sakamál leidd til lykta með dómi á komandi misserum Mörg stór sakamál verða til umfjöllunar hjá dómstólum á næstu misserum. Eitt manndrápsmál bíður aðalmeðferðar í héraði, þrjú manndrápsmál bíða úrlausnar í Landsrétti, þar á meðal mál Thomasar Møller Olsen. 21. ágúst 2018 05:00 Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Þarna er bara verið að laga fyrri rannsóknarniðurstöður að þeirri útkomu sem þarf að fá út, segir verjandi Thomasar Møller. 12. júlí 2018 10:30 Líkami Birnu settur í Ölfusá við Óseyrarbrú Samkvæmt niðurstöðu matsskýrslu var líkama Birnu Brjánsdóttur komið fyrir lengra frá þeim stað en fyrr var talið. Verjandi Thomasar bað um matsgerðina vegna áfrýjunar. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Bæði gömul og ný stór sakamál leidd til lykta með dómi á komandi misserum Mörg stór sakamál verða til umfjöllunar hjá dómstólum á næstu misserum. Eitt manndrápsmál bíður aðalmeðferðar í héraði, þrjú manndrápsmál bíða úrlausnar í Landsrétti, þar á meðal mál Thomasar Møller Olsen. 21. ágúst 2018 05:00
Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Þarna er bara verið að laga fyrri rannsóknarniðurstöður að þeirri útkomu sem þarf að fá út, segir verjandi Thomasar Møller. 12. júlí 2018 10:30
Líkami Birnu settur í Ölfusá við Óseyrarbrú Samkvæmt niðurstöðu matsskýrslu var líkama Birnu Brjánsdóttur komið fyrir lengra frá þeim stað en fyrr var talið. Verjandi Thomasar bað um matsgerðina vegna áfrýjunar. 6. júlí 2018 06:00