Giftingarhringur kominn aftur á fingur eigandans eftir sex ár í rotþró Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. september 2018 09:00 Það er ýmislegt sem gerist í veröldinni og margt svo ótrúlegt að það er vart hægt að trúa viðkomandi sögu. Þessi er þó dagsönn og hófst með þessum skilaboðum á íbúasíðu Hrunamannahrepps í vikunni. „Það er ýmislegt sem finnst í rotþróm sem hreinsibílinn okkar er að tæma, t.d þessi giftingarhringur. Þetta er karlmannshringur og inni í honum stendur nafnið Guðlaug María og svo er dagsetning. Ef einhver kannast við hringinn þá er um að gera að hafa samband við okkur með því að hafa samband við skrifstofu Hrunamannahrepps eða að senda okkur skilaboð hér á fésbókinni,“ skrifar Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti sveitarfélagsins.Myndin sem var birt af hringnum á íbúasíðu Hrunamannahrepps fyrir helgina.Mynd/HrunamannahreppurEftir að hafa séð tilkynninguna á síðu Hrunamanna ákvað Guðbjörg Helga Sigurdórsdóttir á Selfossi að senda þessi sömu skilaboð á allar konur að nafni Guðlaug María í þeirri von að einhver þeirra kannaðist við málið. Jú, viti menn, í Keflavík er kona með þessu nafni og þá fór boltinn að rúlla.Leitað og leitað að hringnum „Þannig er mál með vexti að að fyrir 6 árum fórum við Halldór Sigurðsson, maðurinn minn í sumarbústað með foreldrum mínum rétt fyrir utan Þjórsárdal. Halldór skrapp í veiði með syni okkar, Arnari Geir sem þá var 10 ára, og settu þeir í fiska í Frostastaðavatni. Þegar heim í bústað var komið hófst aðgerð á aflanum og fljótlega eftir að henni lauk uppgötvar Halldór að giftingarhringurinn hans var horfinn af fingri hans. Varð þá uppi fótur og fit og mikil leit hófst og var m.a. farið í gegnum allt fiskslorið, rusl og meira að segja var vatnslásinn í vaskinum losaður og skoðaður en allt kom fyrir ekki, hringurinn fannst hvergi,“ segir Guðlaug María Lewis í Keflavík þegar hún var beðin um að segja frá aðdraganda málsins. „Við það bættist að við vorum ekki hundrað prósent viss um að hringurinn hefði týnst þarna þar sem Halldór hafði skroppið á sjóstöng með mági sínum nokkrum dögum fyrr og við héldum að jafnvel hefði hringurinn getað dottið af þar, þar sem það var kalt og Halldór var í aðgerð á fiski.“ Til að gera langa sögu stutta þá hafði Guðlaug María samband við Halldóru oddvita Hrunamannahrepps sem bauðst til að koma með hringinn til Keflavíkur í gærkvöldi því hún var að fara í flug frá Leifsstöð.Guðlaug María og Halldór, ásamt Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps sem kom hringnum til þeirra í gærkvöldi á leið sinni í Leifsstöð.Mynd/Linda Sjöfn SigurðardóttirHringurinn í sápubaði „Við erum ótrúlega þakklát fyrir eftirtektarsemi mannanna á dælubílnum, fólkinu á hreppsskrifstofunni á Flúðum og Halldóru oddvita, sem sendi skilaboðin út í kosmosið. Þess má geta að einungis 3 klukkusundunir liðu frá því Facbook-færslan fór í loftið og þar til eigendurnir fundust. Okkur er sagt að hringurinn sé búinn að liggja í sápubaði frá því að hann fannst, þannig að við höfum engar áhyggjur,“ segir Guðlaug María alsæl með að vera búin að endurheimta hringinn eftir að hafa verið án hans í sex ár. Hrunamannahreppur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Það er ýmislegt sem gerist í veröldinni og margt svo ótrúlegt að það er vart hægt að trúa viðkomandi sögu. Þessi er þó dagsönn og hófst með þessum skilaboðum á íbúasíðu Hrunamannahrepps í vikunni. „Það er ýmislegt sem finnst í rotþróm sem hreinsibílinn okkar er að tæma, t.d þessi giftingarhringur. Þetta er karlmannshringur og inni í honum stendur nafnið Guðlaug María og svo er dagsetning. Ef einhver kannast við hringinn þá er um að gera að hafa samband við okkur með því að hafa samband við skrifstofu Hrunamannahrepps eða að senda okkur skilaboð hér á fésbókinni,“ skrifar Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti sveitarfélagsins.Myndin sem var birt af hringnum á íbúasíðu Hrunamannahrepps fyrir helgina.Mynd/HrunamannahreppurEftir að hafa séð tilkynninguna á síðu Hrunamanna ákvað Guðbjörg Helga Sigurdórsdóttir á Selfossi að senda þessi sömu skilaboð á allar konur að nafni Guðlaug María í þeirri von að einhver þeirra kannaðist við málið. Jú, viti menn, í Keflavík er kona með þessu nafni og þá fór boltinn að rúlla.Leitað og leitað að hringnum „Þannig er mál með vexti að að fyrir 6 árum fórum við Halldór Sigurðsson, maðurinn minn í sumarbústað með foreldrum mínum rétt fyrir utan Þjórsárdal. Halldór skrapp í veiði með syni okkar, Arnari Geir sem þá var 10 ára, og settu þeir í fiska í Frostastaðavatni. Þegar heim í bústað var komið hófst aðgerð á aflanum og fljótlega eftir að henni lauk uppgötvar Halldór að giftingarhringurinn hans var horfinn af fingri hans. Varð þá uppi fótur og fit og mikil leit hófst og var m.a. farið í gegnum allt fiskslorið, rusl og meira að segja var vatnslásinn í vaskinum losaður og skoðaður en allt kom fyrir ekki, hringurinn fannst hvergi,“ segir Guðlaug María Lewis í Keflavík þegar hún var beðin um að segja frá aðdraganda málsins. „Við það bættist að við vorum ekki hundrað prósent viss um að hringurinn hefði týnst þarna þar sem Halldór hafði skroppið á sjóstöng með mági sínum nokkrum dögum fyrr og við héldum að jafnvel hefði hringurinn getað dottið af þar, þar sem það var kalt og Halldór var í aðgerð á fiski.“ Til að gera langa sögu stutta þá hafði Guðlaug María samband við Halldóru oddvita Hrunamannahrepps sem bauðst til að koma með hringinn til Keflavíkur í gærkvöldi því hún var að fara í flug frá Leifsstöð.Guðlaug María og Halldór, ásamt Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps sem kom hringnum til þeirra í gærkvöldi á leið sinni í Leifsstöð.Mynd/Linda Sjöfn SigurðardóttirHringurinn í sápubaði „Við erum ótrúlega þakklát fyrir eftirtektarsemi mannanna á dælubílnum, fólkinu á hreppsskrifstofunni á Flúðum og Halldóru oddvita, sem sendi skilaboðin út í kosmosið. Þess má geta að einungis 3 klukkusundunir liðu frá því Facbook-færslan fór í loftið og þar til eigendurnir fundust. Okkur er sagt að hringurinn sé búinn að liggja í sápubaði frá því að hann fannst, þannig að við höfum engar áhyggjur,“ segir Guðlaug María alsæl með að vera búin að endurheimta hringinn eftir að hafa verið án hans í sex ár.
Hrunamannahreppur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira