Tilefni til að rannsaka veikindakostnað starfsmanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. september 2018 12:48 Formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar segir tilefni til að rannsaka kostnað vegna veikinda starfsmanna borgarinnar. Hann segir langvarandi álag á vinnustað valda veikindum.Í kvöldfréttum á föstudaginn fjölluðum við um að kostnaður borgarinnar, vegna langtímaveikinda starfsmanna í leikskólum, grunnskólum og á frístundaheimilum, nemi rúmlega 350 milljónum króna á hálfu ári. Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar segir að vandinn eigi við um fleiri svið borgarinnar en skóla- og frístundasvið. „Við höfum heyrt þetta áður. Þetta hefur verið skoðað en kannski ekki nægilega djúpt. Við verðum vör við þetta, ekki bara á þessu sviði heldur á fleiri sviðum. Það má segja að kostnaðurinn komi að einhverju leyti betur fram á ákveðnum sviðum,“ segir Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins benti á kostnaðinn í vikunni. „Þó það standi ekki hverjar ástæðurnar séu þá er líklegt að þetta sé vegna álags sem fólk er að mæta. Það eru lág laun, mikið álag, mannekla,“ segir Sanna Magdalena. „Það má segja að það vanti rannsókn á þessu, orsök og afleiðingum. Það hefur gjarnan verið talað um að langvarandi álag á vinnustað valdi veikindum. Ég held að það sé þekkt sannindi,“ Segir Garðar. Þá segir hann að tilefni sé til að rannsaka mögulegar ástæður að baki veikinda starfsmanna. „Ég held að þessi frétt, þessar athugasemdir borgarfulltrúans gefi tilefni til þess að menn kafi ofan i þetta og skoði raunverulega ástæðurnar að baki þess að veikindi hafi aukist hjá borginni,“ segir Garðar. Borgarstjórn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hundruð milljóna í veikindakostnað skólastarfsfólks Kostnaður borgarinnar vegna langtímaveikinda starfsmanna á leikskólum, í grunnskólum og á frístundaheimilum er ríflega 350 milljónir króna á hálfu ári. 30. ágúst 2018 19:39 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar segir tilefni til að rannsaka kostnað vegna veikinda starfsmanna borgarinnar. Hann segir langvarandi álag á vinnustað valda veikindum.Í kvöldfréttum á föstudaginn fjölluðum við um að kostnaður borgarinnar, vegna langtímaveikinda starfsmanna í leikskólum, grunnskólum og á frístundaheimilum, nemi rúmlega 350 milljónum króna á hálfu ári. Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar segir að vandinn eigi við um fleiri svið borgarinnar en skóla- og frístundasvið. „Við höfum heyrt þetta áður. Þetta hefur verið skoðað en kannski ekki nægilega djúpt. Við verðum vör við þetta, ekki bara á þessu sviði heldur á fleiri sviðum. Það má segja að kostnaðurinn komi að einhverju leyti betur fram á ákveðnum sviðum,“ segir Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins benti á kostnaðinn í vikunni. „Þó það standi ekki hverjar ástæðurnar séu þá er líklegt að þetta sé vegna álags sem fólk er að mæta. Það eru lág laun, mikið álag, mannekla,“ segir Sanna Magdalena. „Það má segja að það vanti rannsókn á þessu, orsök og afleiðingum. Það hefur gjarnan verið talað um að langvarandi álag á vinnustað valdi veikindum. Ég held að það sé þekkt sannindi,“ Segir Garðar. Þá segir hann að tilefni sé til að rannsaka mögulegar ástæður að baki veikinda starfsmanna. „Ég held að þessi frétt, þessar athugasemdir borgarfulltrúans gefi tilefni til þess að menn kafi ofan i þetta og skoði raunverulega ástæðurnar að baki þess að veikindi hafi aukist hjá borginni,“ segir Garðar.
Borgarstjórn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hundruð milljóna í veikindakostnað skólastarfsfólks Kostnaður borgarinnar vegna langtímaveikinda starfsmanna á leikskólum, í grunnskólum og á frístundaheimilum er ríflega 350 milljónir króna á hálfu ári. 30. ágúst 2018 19:39 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Hundruð milljóna í veikindakostnað skólastarfsfólks Kostnaður borgarinnar vegna langtímaveikinda starfsmanna á leikskólum, í grunnskólum og á frístundaheimilum er ríflega 350 milljónir króna á hálfu ári. 30. ágúst 2018 19:39