„Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. september 2018 22:00 Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári, en að sögn líffræðings eru þeir aðeins toppurinn á ísjakanum. Um er að ræða 70 sentímetra hrygnu sem veiddist á flugu í Hnausastreng í Vatnsdalsá í Austur-Húnavatnssýslu, einhverjum frægasta veiðistað landsins. Pétur Pétursson, leigutaki árinnar, segir ekki að fari á milli mála að um eldisfisk sé að ræða. Skemmdir á fisknum séu vísbending um það. Pétur segist nokkuð viss í sinni sök, hann hafi handfjatlað lax í rúmlega 40 ár – bæði sem leigutaki Vatnsdalsár og sem fiskkaupmaður. Niðurstaða hans sé skýr. „Svona skemmdir á villilaxi, þær eru ekki til.“ Pétur ætlar að leita til Hafrannsóknarstofnunar á morgun og senda laxinn í formlega greiningu. Hann óttast að ef grunur hans reynist réttur sé vandamálið ekki aðeins bundið við Vatnsdalsá „Þetta verður um allt land og menn verða að átta sig á því að það verður að stoppa þetta. Við höfum tíma núna til að stoppa þetta, en menn verða bara að taka ákvörðun um það. Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi.“Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá.Vísir/Egill AðalsteinssonFjórir eldisfiskar Í samtali við fréttastofu segir Leó Alexander Guðmundsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, að átælað sé að fjórir eldisfiskar hafi komið á stangir laxveiðimanna það sem af er ári. Til að mynda hafi eldislax komið á stöng í Staðará í Steingrímsfirði, en hún rennur út í Húnaflóa – rétt eins og Vatnsdalsá. Eldisfiskarnir fjórir gefi þó aðeins takmarkaða mynd af stöðu mála. Eldislaxinn hafi tilhneigingu til að ganga seinna upp í árnar en villti laxinn og því megi ætla að raunverulegur fjöldi eldisfiska í ám landsins komi ekki strax fram jafnvel ekki fyrr en að stangveiðitímabilinu lýkur. Þeir eldisfiskar sem veiðst hafi ánum séu því líklega aðeins toppurinn á ísjakanum. Fiskeldi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári, en að sögn líffræðings eru þeir aðeins toppurinn á ísjakanum. Um er að ræða 70 sentímetra hrygnu sem veiddist á flugu í Hnausastreng í Vatnsdalsá í Austur-Húnavatnssýslu, einhverjum frægasta veiðistað landsins. Pétur Pétursson, leigutaki árinnar, segir ekki að fari á milli mála að um eldisfisk sé að ræða. Skemmdir á fisknum séu vísbending um það. Pétur segist nokkuð viss í sinni sök, hann hafi handfjatlað lax í rúmlega 40 ár – bæði sem leigutaki Vatnsdalsár og sem fiskkaupmaður. Niðurstaða hans sé skýr. „Svona skemmdir á villilaxi, þær eru ekki til.“ Pétur ætlar að leita til Hafrannsóknarstofnunar á morgun og senda laxinn í formlega greiningu. Hann óttast að ef grunur hans reynist réttur sé vandamálið ekki aðeins bundið við Vatnsdalsá „Þetta verður um allt land og menn verða að átta sig á því að það verður að stoppa þetta. Við höfum tíma núna til að stoppa þetta, en menn verða bara að taka ákvörðun um það. Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi.“Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá.Vísir/Egill AðalsteinssonFjórir eldisfiskar Í samtali við fréttastofu segir Leó Alexander Guðmundsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, að átælað sé að fjórir eldisfiskar hafi komið á stangir laxveiðimanna það sem af er ári. Til að mynda hafi eldislax komið á stöng í Staðará í Steingrímsfirði, en hún rennur út í Húnaflóa – rétt eins og Vatnsdalsá. Eldisfiskarnir fjórir gefi þó aðeins takmarkaða mynd af stöðu mála. Eldislaxinn hafi tilhneigingu til að ganga seinna upp í árnar en villti laxinn og því megi ætla að raunverulegur fjöldi eldisfiska í ám landsins komi ekki strax fram jafnvel ekki fyrr en að stangveiðitímabilinu lýkur. Þeir eldisfiskar sem veiðst hafi ánum séu því líklega aðeins toppurinn á ísjakanum.
Fiskeldi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira