„Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. september 2018 22:00 Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári, en að sögn líffræðings eru þeir aðeins toppurinn á ísjakanum. Um er að ræða 70 sentímetra hrygnu sem veiddist á flugu í Hnausastreng í Vatnsdalsá í Austur-Húnavatnssýslu, einhverjum frægasta veiðistað landsins. Pétur Pétursson, leigutaki árinnar, segir ekki að fari á milli mála að um eldisfisk sé að ræða. Skemmdir á fisknum séu vísbending um það. Pétur segist nokkuð viss í sinni sök, hann hafi handfjatlað lax í rúmlega 40 ár – bæði sem leigutaki Vatnsdalsár og sem fiskkaupmaður. Niðurstaða hans sé skýr. „Svona skemmdir á villilaxi, þær eru ekki til.“ Pétur ætlar að leita til Hafrannsóknarstofnunar á morgun og senda laxinn í formlega greiningu. Hann óttast að ef grunur hans reynist réttur sé vandamálið ekki aðeins bundið við Vatnsdalsá „Þetta verður um allt land og menn verða að átta sig á því að það verður að stoppa þetta. Við höfum tíma núna til að stoppa þetta, en menn verða bara að taka ákvörðun um það. Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi.“Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá.Vísir/Egill AðalsteinssonFjórir eldisfiskar Í samtali við fréttastofu segir Leó Alexander Guðmundsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, að átælað sé að fjórir eldisfiskar hafi komið á stangir laxveiðimanna það sem af er ári. Til að mynda hafi eldislax komið á stöng í Staðará í Steingrímsfirði, en hún rennur út í Húnaflóa – rétt eins og Vatnsdalsá. Eldisfiskarnir fjórir gefi þó aðeins takmarkaða mynd af stöðu mála. Eldislaxinn hafi tilhneigingu til að ganga seinna upp í árnar en villti laxinn og því megi ætla að raunverulegur fjöldi eldisfiska í ám landsins komi ekki strax fram jafnvel ekki fyrr en að stangveiðitímabilinu lýkur. Þeir eldisfiskar sem veiðst hafi ánum séu því líklega aðeins toppurinn á ísjakanum. Fiskeldi Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Sjá meira
Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári, en að sögn líffræðings eru þeir aðeins toppurinn á ísjakanum. Um er að ræða 70 sentímetra hrygnu sem veiddist á flugu í Hnausastreng í Vatnsdalsá í Austur-Húnavatnssýslu, einhverjum frægasta veiðistað landsins. Pétur Pétursson, leigutaki árinnar, segir ekki að fari á milli mála að um eldisfisk sé að ræða. Skemmdir á fisknum séu vísbending um það. Pétur segist nokkuð viss í sinni sök, hann hafi handfjatlað lax í rúmlega 40 ár – bæði sem leigutaki Vatnsdalsár og sem fiskkaupmaður. Niðurstaða hans sé skýr. „Svona skemmdir á villilaxi, þær eru ekki til.“ Pétur ætlar að leita til Hafrannsóknarstofnunar á morgun og senda laxinn í formlega greiningu. Hann óttast að ef grunur hans reynist réttur sé vandamálið ekki aðeins bundið við Vatnsdalsá „Þetta verður um allt land og menn verða að átta sig á því að það verður að stoppa þetta. Við höfum tíma núna til að stoppa þetta, en menn verða bara að taka ákvörðun um það. Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi.“Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá.Vísir/Egill AðalsteinssonFjórir eldisfiskar Í samtali við fréttastofu segir Leó Alexander Guðmundsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, að átælað sé að fjórir eldisfiskar hafi komið á stangir laxveiðimanna það sem af er ári. Til að mynda hafi eldislax komið á stöng í Staðará í Steingrímsfirði, en hún rennur út í Húnaflóa – rétt eins og Vatnsdalsá. Eldisfiskarnir fjórir gefi þó aðeins takmarkaða mynd af stöðu mála. Eldislaxinn hafi tilhneigingu til að ganga seinna upp í árnar en villti laxinn og því megi ætla að raunverulegur fjöldi eldisfiska í ám landsins komi ekki strax fram jafnvel ekki fyrr en að stangveiðitímabilinu lýkur. Þeir eldisfiskar sem veiðst hafi ánum séu því líklega aðeins toppurinn á ísjakanum.
Fiskeldi Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Sjá meira