Pepsimörkin: Annar rotaðist en hinn var svæfður á vellinum og báðir enduðu á sjúkrahúsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 12:00 Ásgeir Sigurgeirsson liggur sárkvalinn á vellinum. Mynd/S2 Sport KA-menn urðu fyrir miklum skakkaföllum í leik sínum á móti Íslandsmeisturum Vals í 19. umferð Pepsideildar karla. Tveir lykilleikmenn KA-liðsins fóru meiddir af velli í fyrri hálfleiknum. Fyrst meiddist Bjarni Mark Antonsson og fór af velli á 24. mínútu og svo meiddist Ásgeir Sigurgeirsson í lok hálfleiksins. Pepsimörkin skoðuðu þessi atvik nánar en Bjarni Mark var hreinlega skotin niður en Ásgeir meiddist á hné eftir brot Valsmanna. „Þetta er ljótt að sjá og hann fær hann beint í andlitið. Bjarni fær hann beint í hausinn og hann steinrotaðist. Þetta var smá stopp og sjokk fyrir alla leikmennina,“ sagði Þorvaldur Örlygsson um það þegar Birkir Már Sævarsson skaut niður Bjarna Mark Antonsson. Óheppnin hélt áfram að elta Norðanmenn í fyrri hálfleiknum. „Þarna sjáum við síðan annað brot þar sem Haukur Páll fer í Ásgeir. Mér fannst þetta ekki vera gróft brot en eftir því sem við heyrum þá lítur þetta ekki vel út. Þetta virkaði ekki mikið til að byrja með en við sáum strax að hann var sárþjáður,“ sagði Þorvaldur. Hörður Magnússon sagði að samkvæmt heimildum hans frá Akureyri væru stórar líkur á því að Ásgeir væri með slitið krossband. „Hann var svæfður á vellinum af því að hann var svo verkjaður. Þetta lítur mjög illa út og hrein ótrúleg óheppni. Ásgeir verður væntanlega frá í níu til tólf mánuði,“ sagði Hörður. „Bjarni Mark fékk heilahristing en er á góðum batavegi,“ sagði Hörður. Það má sjá alla umfjöllun Pepsimarkanna um þessi tvö leiðinlegu atvik hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
KA-menn urðu fyrir miklum skakkaföllum í leik sínum á móti Íslandsmeisturum Vals í 19. umferð Pepsideildar karla. Tveir lykilleikmenn KA-liðsins fóru meiddir af velli í fyrri hálfleiknum. Fyrst meiddist Bjarni Mark Antonsson og fór af velli á 24. mínútu og svo meiddist Ásgeir Sigurgeirsson í lok hálfleiksins. Pepsimörkin skoðuðu þessi atvik nánar en Bjarni Mark var hreinlega skotin niður en Ásgeir meiddist á hné eftir brot Valsmanna. „Þetta er ljótt að sjá og hann fær hann beint í andlitið. Bjarni fær hann beint í hausinn og hann steinrotaðist. Þetta var smá stopp og sjokk fyrir alla leikmennina,“ sagði Þorvaldur Örlygsson um það þegar Birkir Már Sævarsson skaut niður Bjarna Mark Antonsson. Óheppnin hélt áfram að elta Norðanmenn í fyrri hálfleiknum. „Þarna sjáum við síðan annað brot þar sem Haukur Páll fer í Ásgeir. Mér fannst þetta ekki vera gróft brot en eftir því sem við heyrum þá lítur þetta ekki vel út. Þetta virkaði ekki mikið til að byrja með en við sáum strax að hann var sárþjáður,“ sagði Þorvaldur. Hörður Magnússon sagði að samkvæmt heimildum hans frá Akureyri væru stórar líkur á því að Ásgeir væri með slitið krossband. „Hann var svæfður á vellinum af því að hann var svo verkjaður. Þetta lítur mjög illa út og hrein ótrúleg óheppni. Ásgeir verður væntanlega frá í níu til tólf mánuði,“ sagði Hörður. „Bjarni Mark fékk heilahristing en er á góðum batavegi,“ sagði Hörður. Það má sjá alla umfjöllun Pepsimarkanna um þessi tvö leiðinlegu atvik hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira