Stóð yfir ferðamanni á meðan hann kúkaði í garð á Laugarvatni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2018 10:20 Lágur steinveggur skilur að bílaplanið hjá versluninni á Laugarvatni og garð foreldra Sigríðar. Sigríður Jónsdóttir Þótt lægðir hafi truflað landsmenn víða þegar dagur rann í gær, sunnudag, voru það hægðir ferðamanns nokkurs sem vöktu athygli íbúa í húsi á Laugavatni. Þannig sátu hjón í eldhúsinu heima hjá sér þegar þau urðu vör við að ferðamaður kom inn í garðinn þeirra. Áður en yfir lauk hafði hann skitið í garðinn en hirti þó saurinn sinn, líklega vegna þess að húsbóndinn á heimilinu stóð yfir honum. Sigríður Jónsdóttir, dóttir hjónanna og íbúi á Laugarvatni, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook. Greinilegt er að henni er nóg boðið. „Ég hef áður komið inn a það hversu mikil yfirgengileg frekja og dónaskapur einkennir margann ferðamanninn. Ég hef oftar en ekki þurft að reka þá í burtu af landareigninni hjá mér þar sem þeir eru mígandi, skítandi, að grilla, stelast í veiði eða fljúgandi með dróna yfir húsinu mínu,“ segir Sigríður. Þeir vaði inn í girðingarnar hjá hrossunum, gefi þeim mat og reyni að setjast á bak án þess að vita hvort hrossið sé tamið eða ekki.Mikill fjöldi ferðamanna sækir Laugarvatn heim árlega enda liggur hinn Gullni hringur í gegnum bæinn þegar ekið er Lyngdalsheiðina frá Þingvöllum.visir/StefánÓk í burtu á Land Cruiser Sunnudagsmorgun hafi svo móðir hennar og faðir setið í eldhúsinu heima hjá sér á Laugarvatni. Þau búa við hliðina á versluninni í kjarnanum sem átti að opna nokkrum mínútum seinna. „Þá sjá þau að einn eldri maður á bilinu 65-70 ára klifrar yfir steinvegg sem skilur að garðinn þeirra og búðarplanið. Pabbi fór út og ákvað að fylgjast með þessum athöfnum. Drullupésinn girti niðrum sig og skeit í garðinn!“ Að sögn Sigríðar girti gesturinn óboðni sig á ný og hirti úrganginn. „Enda ekki þorað öðru þar sem pabbi stóð og tók myndir af honum... settist svo upp í glænýjan Land Cruiser og keyrði í burtu með samferðamönnum sínum.“Aðeins kassavana ferðamenn Sigríður segir ferðamenn á borð við þess óþolandi. „Og nú mæli ég með því að skilyrði fyrir að fá að koma til landsins verði að það sé vottað að aðilinn sé kassavaninn!“ Hún segist í það minnsta búin með allan skammt af þolinmæði fyrir þessari hegðun og spyr hvað hægt sé að gera. „Aldrei myndi maður voga sér að haga sér svona erlendis.“ Nokkur umræða hefur skapast um hægðir ferðamanna á vegg Sigríðar og fleiri íbúar á Laugavatni sem hafa orðið vitni að hægðum á almannafæri.Vill sekta ferðamennina Jón Þór Ragnarsson, faðir Sigríðar, segir þetta sem betur fer ekki daglegt brauð. Það hafi þó sannarlega komið fyrir áður enda hafi hann því sem næst stigið í mannaskít í garði sínum og þurft að tína upp bréf sem þar liggja. Hann bendir á að margir húsbílarnir sem ferðafólkið notar hafi engin klósett. Fólk leggi hér og þar á næturnar og þurfi þeir á klósettið læði fólk sér inn í næsta garð. Þessi tiltekni ferðamaður hafi vissulega tekið skítinn með sér. „Hann tók draslið með sér þegar hann sá að ég var að fylgjast með honum,“ segir Jón Þór sem var nokkuð ágengur, ekki par sáttur við óboðna gestinn og hans gjörðir. Hann hafi tekið myndir af bílnum og númeraplötum til að geta látið bílaleiguna vita. Aðspurður hvað hægt sé að gera telur Jón Þór að stjórnvöld ætti að meina ferðamönnum að leggja annars staðar en á merktum stæðum á næturna. Annars ætti að sekta þá. Það sé hans skoðun og hann telur að með því ætti þetta að breytast. Vandamálið sé þó ekki aðeins bundið við næturnar. Í þessu tiltekna tilfelli voru fimm mínútur í að verslunin á Laugarvatni, með salernisaðstöðu, yrði opnuð. Þá eru salerni á tjaldstæðinu sem sé opið allan sólarhringinn fyrir gesti. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Þótt lægðir hafi truflað landsmenn víða þegar dagur rann í gær, sunnudag, voru það hægðir ferðamanns nokkurs sem vöktu athygli íbúa í húsi á Laugavatni. Þannig sátu hjón í eldhúsinu heima hjá sér þegar þau urðu vör við að ferðamaður kom inn í garðinn þeirra. Áður en yfir lauk hafði hann skitið í garðinn en hirti þó saurinn sinn, líklega vegna þess að húsbóndinn á heimilinu stóð yfir honum. Sigríður Jónsdóttir, dóttir hjónanna og íbúi á Laugarvatni, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook. Greinilegt er að henni er nóg boðið. „Ég hef áður komið inn a það hversu mikil yfirgengileg frekja og dónaskapur einkennir margann ferðamanninn. Ég hef oftar en ekki þurft að reka þá í burtu af landareigninni hjá mér þar sem þeir eru mígandi, skítandi, að grilla, stelast í veiði eða fljúgandi með dróna yfir húsinu mínu,“ segir Sigríður. Þeir vaði inn í girðingarnar hjá hrossunum, gefi þeim mat og reyni að setjast á bak án þess að vita hvort hrossið sé tamið eða ekki.Mikill fjöldi ferðamanna sækir Laugarvatn heim árlega enda liggur hinn Gullni hringur í gegnum bæinn þegar ekið er Lyngdalsheiðina frá Þingvöllum.visir/StefánÓk í burtu á Land Cruiser Sunnudagsmorgun hafi svo móðir hennar og faðir setið í eldhúsinu heima hjá sér á Laugarvatni. Þau búa við hliðina á versluninni í kjarnanum sem átti að opna nokkrum mínútum seinna. „Þá sjá þau að einn eldri maður á bilinu 65-70 ára klifrar yfir steinvegg sem skilur að garðinn þeirra og búðarplanið. Pabbi fór út og ákvað að fylgjast með þessum athöfnum. Drullupésinn girti niðrum sig og skeit í garðinn!“ Að sögn Sigríðar girti gesturinn óboðni sig á ný og hirti úrganginn. „Enda ekki þorað öðru þar sem pabbi stóð og tók myndir af honum... settist svo upp í glænýjan Land Cruiser og keyrði í burtu með samferðamönnum sínum.“Aðeins kassavana ferðamenn Sigríður segir ferðamenn á borð við þess óþolandi. „Og nú mæli ég með því að skilyrði fyrir að fá að koma til landsins verði að það sé vottað að aðilinn sé kassavaninn!“ Hún segist í það minnsta búin með allan skammt af þolinmæði fyrir þessari hegðun og spyr hvað hægt sé að gera. „Aldrei myndi maður voga sér að haga sér svona erlendis.“ Nokkur umræða hefur skapast um hægðir ferðamanna á vegg Sigríðar og fleiri íbúar á Laugavatni sem hafa orðið vitni að hægðum á almannafæri.Vill sekta ferðamennina Jón Þór Ragnarsson, faðir Sigríðar, segir þetta sem betur fer ekki daglegt brauð. Það hafi þó sannarlega komið fyrir áður enda hafi hann því sem næst stigið í mannaskít í garði sínum og þurft að tína upp bréf sem þar liggja. Hann bendir á að margir húsbílarnir sem ferðafólkið notar hafi engin klósett. Fólk leggi hér og þar á næturnar og þurfi þeir á klósettið læði fólk sér inn í næsta garð. Þessi tiltekni ferðamaður hafi vissulega tekið skítinn með sér. „Hann tók draslið með sér þegar hann sá að ég var að fylgjast með honum,“ segir Jón Þór sem var nokkuð ágengur, ekki par sáttur við óboðna gestinn og hans gjörðir. Hann hafi tekið myndir af bílnum og númeraplötum til að geta látið bílaleiguna vita. Aðspurður hvað hægt sé að gera telur Jón Þór að stjórnvöld ætti að meina ferðamönnum að leggja annars staðar en á merktum stæðum á næturna. Annars ætti að sekta þá. Það sé hans skoðun og hann telur að með því ætti þetta að breytast. Vandamálið sé þó ekki aðeins bundið við næturnar. Í þessu tiltekna tilfelli voru fimm mínútur í að verslunin á Laugarvatni, með salernisaðstöðu, yrði opnuð. Þá eru salerni á tjaldstæðinu sem sé opið allan sólarhringinn fyrir gesti.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira