Opið bréf til Sr. Bjarna Karlssonar Þóra Kristín Þórsdóttir forynja Kvennahreyfingarinnar skrifar 3. september 2018 11:00 Kæri Bjarni, Ég gladdist innilega þegar ég rak augun í að þú hefðir skrifað pistil með titlinum „Nauðgunarmenningin“. Það var svo frábært að þú skyldir að því er virtist ætla að nýta vald þitt sem mikilsmetinn karlkyns prestur í íslensku samfélagi og leggja baráttu okkar femínista lið. Svo reyndist ekki vera, en hver ákveður svo sem fyrir sig hvar hán stendur í baráttunni fyrir betri heimi. Hins vegar er mikilvægt fyrir alla viti borna umræðu að ræða forsendur og ályktanir sem dregnar eru af þeim svo á þeim grundvelli vil ég gera athugasemdir við pistilinn. Röklega samhengið sem þú setur upp í kjarna pistilsins er eftirfarandi: Kynferðislegt ofbeldi felur í sér að skömm sé flutt frá einum líkama til annars. Við viljum ekki skammarmiðuð samskipti. Þess vegna er ljótt af DV að fara í „skammarherferð“ gegn nafngreindum einstaklingum. Til að þetta röklega samhengi gangi upp þarf fyrst að gefa sér forsenduna, að ofbeldi feli í sér flutning á skömm og, nóta bene, að flutningur á skömm sé aðalatriðið í ofbeldi. Með því að gefa þér þetta geturðu sett saman kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og „skammarherferð“ DV og kallað þetta hvort tveggja dæmi um „skammarmiðuð samskipti“. Þannig verða líka hinir nafngreindu gerendur alveg jafn miklir þolendur og þolendur þeirra sjálfra. Orðræðuleg snilld en skaðleg með endemum. Eins og þú nefnir sjálfur er „kjarni #metoo-byltingarinnar sú vitneskja að kynbundið ofbeldi er menningarheilkenni“ en með því að greina eitthvað sem menningarlegt vandamál er hætta á að það gleymist að ofbeldi verður ekki til í tómarúmi: Það þarf gerendur sem ákveða að skaða útvalda þolendur.Er ekki komið nóg af fyrirgefningu? Í niðurlagi pistilsins minnir þú svo á hin kristnu gildi um iðrun, yfirbót og fyrirgefningu, sem við sem samfélag eigum að læra að kunna skil á. Hér áttu væntanlega við að samfélagið eigi að fyrirgefa gerendum en ekki þolendurnir sjálf, því eins og dr. Sólveig Anna Bóasdóttir hefur bent á er fyrirgefningin í kristni alltaf af hendi valdamikils aðila til valdalítils, t.d. Guðs/Jesú og manna. En fyrirgefning samfélagsins gagnvart gerendum er raunar ekki ný af nálinni né undantekning. Ofbeldisgerendur, í þeim tilfellum hið minnsta þar sem þolendur eru konur og börn, hafa verið í beinni áskrift að fyrirgefningu samfélagsins án nokkurrar iðrunar eða yfirbótar. Og stundum eru gerendur valdamiklir karlar með valdamikla vini, sem skrifa greinar þeim til varnar þegar brot þeirra eru rædd í fjölmiðlum á meðan þolendur eru afar sjaldan í þeirri stöðu. Og það hefur einmitt þótt gríðarlega ljótt að taka ekki þátt í þessari múgsefjun fyrirgefningarinnar, að velta því upp að jafnvel séu þolendur fleiri en vitað sé, að kostnaður geranda af ofbeldinu hafi hingað til ekki verið neinn eða hið minnsta í engu samræmi við kostnað þolanda. Hvað þá þegar sú krafa kemur upp að gerandi skuldi nú þolendum sínum þá tillitsemi að vera ekki áberandi í samfélaginu, það sé nú það minnsta, þolendur eigi jú rétt á því að geta t.d. kveikt á sjónvarpinu eða hlusta á messu á hátíðisdögum án þess að fá áfallastreitukast. Ofbeldi er menningarlegt vandamál og sem slíkt þarf að takast á við það á sem flestum sviðum samfélagsins (ekki síst með samtvinnun kynjafræði í sem flestar námsgreinar í skólakerfinu). Ofbeldi er mjög dýrt, ekki bara fyrir þau sem fyrir því verða heldur samfélagið í heild. Þess vegna skulda gerendur þolendum, samfélaginu og ekki síst sjálfum sér, það að takast á við gjörðir sínar. Við sem samfélag eigum að krefjast þess af gerendum að þeir leiti sér hjálpar, fari í gagngera sjálfsvinnu, til að þeir beiti ekki fleiri ofbeldi í einhverju formi og í tilfelli réttarkerfisins þarf að skylda þá til þess. Það á ekki að vera nóg að dæma nauðgara í fangelsi, það eitt og sér leysir engan vanda, heldur þurfa dómar fyrir ofbeldisbrot alltaf að innihalda skilyrði um geðrannsókn og langa sálfræðimeðferð. Hvað varðar skammarherferðina sem þú nefnir þá væri auðvitað betra ef gerendur stigu sjálfir fram, fullir iðrunar, með tillögur að yfirbótum, og við hin gætum þá tekið til þess afstöðu við hvaða aðstæður og að hve miklu leyti við treystum viðkomandi. Á meðan svo er ekki, og á meðan það er rétt svo að koma rifa á augu samfélagsins gagnvart sjúkleika menningarinnar sem þrífst hér, þá á ekki að reyna að loka þessari rifu með því að kalla umfjöllun um gerendur “skammarherferð”.Bestu kveðjur, Þóra Kristín Þórsdóttir, Forynja Kvennahreyfingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þóra Kristín Þórsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Bjarni, Ég gladdist innilega þegar ég rak augun í að þú hefðir skrifað pistil með titlinum „Nauðgunarmenningin“. Það var svo frábært að þú skyldir að því er virtist ætla að nýta vald þitt sem mikilsmetinn karlkyns prestur í íslensku samfélagi og leggja baráttu okkar femínista lið. Svo reyndist ekki vera, en hver ákveður svo sem fyrir sig hvar hán stendur í baráttunni fyrir betri heimi. Hins vegar er mikilvægt fyrir alla viti borna umræðu að ræða forsendur og ályktanir sem dregnar eru af þeim svo á þeim grundvelli vil ég gera athugasemdir við pistilinn. Röklega samhengið sem þú setur upp í kjarna pistilsins er eftirfarandi: Kynferðislegt ofbeldi felur í sér að skömm sé flutt frá einum líkama til annars. Við viljum ekki skammarmiðuð samskipti. Þess vegna er ljótt af DV að fara í „skammarherferð“ gegn nafngreindum einstaklingum. Til að þetta röklega samhengi gangi upp þarf fyrst að gefa sér forsenduna, að ofbeldi feli í sér flutning á skömm og, nóta bene, að flutningur á skömm sé aðalatriðið í ofbeldi. Með því að gefa þér þetta geturðu sett saman kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og „skammarherferð“ DV og kallað þetta hvort tveggja dæmi um „skammarmiðuð samskipti“. Þannig verða líka hinir nafngreindu gerendur alveg jafn miklir þolendur og þolendur þeirra sjálfra. Orðræðuleg snilld en skaðleg með endemum. Eins og þú nefnir sjálfur er „kjarni #metoo-byltingarinnar sú vitneskja að kynbundið ofbeldi er menningarheilkenni“ en með því að greina eitthvað sem menningarlegt vandamál er hætta á að það gleymist að ofbeldi verður ekki til í tómarúmi: Það þarf gerendur sem ákveða að skaða útvalda þolendur.Er ekki komið nóg af fyrirgefningu? Í niðurlagi pistilsins minnir þú svo á hin kristnu gildi um iðrun, yfirbót og fyrirgefningu, sem við sem samfélag eigum að læra að kunna skil á. Hér áttu væntanlega við að samfélagið eigi að fyrirgefa gerendum en ekki þolendurnir sjálf, því eins og dr. Sólveig Anna Bóasdóttir hefur bent á er fyrirgefningin í kristni alltaf af hendi valdamikils aðila til valdalítils, t.d. Guðs/Jesú og manna. En fyrirgefning samfélagsins gagnvart gerendum er raunar ekki ný af nálinni né undantekning. Ofbeldisgerendur, í þeim tilfellum hið minnsta þar sem þolendur eru konur og börn, hafa verið í beinni áskrift að fyrirgefningu samfélagsins án nokkurrar iðrunar eða yfirbótar. Og stundum eru gerendur valdamiklir karlar með valdamikla vini, sem skrifa greinar þeim til varnar þegar brot þeirra eru rædd í fjölmiðlum á meðan þolendur eru afar sjaldan í þeirri stöðu. Og það hefur einmitt þótt gríðarlega ljótt að taka ekki þátt í þessari múgsefjun fyrirgefningarinnar, að velta því upp að jafnvel séu þolendur fleiri en vitað sé, að kostnaður geranda af ofbeldinu hafi hingað til ekki verið neinn eða hið minnsta í engu samræmi við kostnað þolanda. Hvað þá þegar sú krafa kemur upp að gerandi skuldi nú þolendum sínum þá tillitsemi að vera ekki áberandi í samfélaginu, það sé nú það minnsta, þolendur eigi jú rétt á því að geta t.d. kveikt á sjónvarpinu eða hlusta á messu á hátíðisdögum án þess að fá áfallastreitukast. Ofbeldi er menningarlegt vandamál og sem slíkt þarf að takast á við það á sem flestum sviðum samfélagsins (ekki síst með samtvinnun kynjafræði í sem flestar námsgreinar í skólakerfinu). Ofbeldi er mjög dýrt, ekki bara fyrir þau sem fyrir því verða heldur samfélagið í heild. Þess vegna skulda gerendur þolendum, samfélaginu og ekki síst sjálfum sér, það að takast á við gjörðir sínar. Við sem samfélag eigum að krefjast þess af gerendum að þeir leiti sér hjálpar, fari í gagngera sjálfsvinnu, til að þeir beiti ekki fleiri ofbeldi í einhverju formi og í tilfelli réttarkerfisins þarf að skylda þá til þess. Það á ekki að vera nóg að dæma nauðgara í fangelsi, það eitt og sér leysir engan vanda, heldur þurfa dómar fyrir ofbeldisbrot alltaf að innihalda skilyrði um geðrannsókn og langa sálfræðimeðferð. Hvað varðar skammarherferðina sem þú nefnir þá væri auðvitað betra ef gerendur stigu sjálfir fram, fullir iðrunar, með tillögur að yfirbótum, og við hin gætum þá tekið til þess afstöðu við hvaða aðstæður og að hve miklu leyti við treystum viðkomandi. Á meðan svo er ekki, og á meðan það er rétt svo að koma rifa á augu samfélagsins gagnvart sjúkleika menningarinnar sem þrífst hér, þá á ekki að reyna að loka þessari rifu með því að kalla umfjöllun um gerendur “skammarherferð”.Bestu kveðjur, Þóra Kristín Þórsdóttir, Forynja Kvennahreyfingarinnar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun