Yfirlýsing frá Valsmönnum: „Áhyggjuefni að KSÍ hafi sýnt slíkt dómgreindarleysi“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. september 2018 17:43 Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, fær gula spjaldið í leik Vals og Stjörnunnar fyrr í sumar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Knattspyrnudeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Kristins Jakobssonar í fjölmiðlum í dag. Í yfirlýsingunni lýsa Valsmenn yfir áhyggjum af dómgreindarleysi KSÍ. Forsaga málsins eru ummæli Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í viðtali eftir leik KA og Vals í Pepsi deild karla í gær. „Það er púra víti. Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður. Hann er fæddur og uppalinn í Stjörnuheimilinu nánast og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur. Það gaf auga leið,“ sagði Ólafur í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. Einar Ingi Jóhannsson dæmdi leikinn sem endaði með 3-3 jafntefli.Vísir hafði í morgun samband við Kristinn Jakobsson, formann dómaranefndar KSÍ. Kristinn sagði ásakanir Ólafs alvarlegar og að framkvæmdarstjóri KSÍ myndi líklega skoða ummælin. Í yfirlýsingunni sem knattspyrnudeild Vals setti á Twitter í dag er sagt að Einar Ingi sé „yfirlýstur Stjörnumaður“ sem hafi leikið marga leiki í meistaraflokki Stjörnunnar og KFG, venslafélagi Stjörnunnar. „Það er í raun áhyggjuefni að KSÍ hafi sýnt slíkt dómgreindarleysi og sett Einar Inga á umræddan leik og þar með sett Einar Inga, Val og Stjörnuna í óþægilega stöðu, burt séð frá frammistöðu dómarans í leiknum. Það geta vart talist fagleg vinnubrögð og hefur rýrt trúverðuleika knattspyrnunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Stjarnan og Valur eru í harðri baráttu á toppi Pepsi deildarinnar, þegar þrjár umferðir eru eftir eru Valsmenn með eins stigs forystu á Stjörnuna. Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Vals: #valurfotbolti#valur#pepsideildin#pepsimörkin#fotboltinetrt#fotboltinet#433_ispic.twitter.com/ACojaSXoun — ValurFotbolti (@Valurfotbolti) September 3, 2018 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Formaður dómaranefndar KSÍ: Alvarlegar ásakanir hjá Ólafi Formaður dómararnefndar KSÍ, Kristinn Jakobsson, segir eðlilegt að framkvæmdastjóri KSÍ skoði umdeild ummæli Íslandsmeistara Vals frá því í gær. 3. september 2018 11:00 Pepsmörkin: Þjálfari Íslandsmeistaranna sakar dómara leiksins um óheiðarleika Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. 3. september 2018 10:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Knattspyrnudeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Kristins Jakobssonar í fjölmiðlum í dag. Í yfirlýsingunni lýsa Valsmenn yfir áhyggjum af dómgreindarleysi KSÍ. Forsaga málsins eru ummæli Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í viðtali eftir leik KA og Vals í Pepsi deild karla í gær. „Það er púra víti. Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður. Hann er fæddur og uppalinn í Stjörnuheimilinu nánast og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur. Það gaf auga leið,“ sagði Ólafur í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. Einar Ingi Jóhannsson dæmdi leikinn sem endaði með 3-3 jafntefli.Vísir hafði í morgun samband við Kristinn Jakobsson, formann dómaranefndar KSÍ. Kristinn sagði ásakanir Ólafs alvarlegar og að framkvæmdarstjóri KSÍ myndi líklega skoða ummælin. Í yfirlýsingunni sem knattspyrnudeild Vals setti á Twitter í dag er sagt að Einar Ingi sé „yfirlýstur Stjörnumaður“ sem hafi leikið marga leiki í meistaraflokki Stjörnunnar og KFG, venslafélagi Stjörnunnar. „Það er í raun áhyggjuefni að KSÍ hafi sýnt slíkt dómgreindarleysi og sett Einar Inga á umræddan leik og þar með sett Einar Inga, Val og Stjörnuna í óþægilega stöðu, burt séð frá frammistöðu dómarans í leiknum. Það geta vart talist fagleg vinnubrögð og hefur rýrt trúverðuleika knattspyrnunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Stjarnan og Valur eru í harðri baráttu á toppi Pepsi deildarinnar, þegar þrjár umferðir eru eftir eru Valsmenn með eins stigs forystu á Stjörnuna. Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Vals: #valurfotbolti#valur#pepsideildin#pepsimörkin#fotboltinetrt#fotboltinet#433_ispic.twitter.com/ACojaSXoun — ValurFotbolti (@Valurfotbolti) September 3, 2018
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Formaður dómaranefndar KSÍ: Alvarlegar ásakanir hjá Ólafi Formaður dómararnefndar KSÍ, Kristinn Jakobsson, segir eðlilegt að framkvæmdastjóri KSÍ skoði umdeild ummæli Íslandsmeistara Vals frá því í gær. 3. september 2018 11:00 Pepsmörkin: Þjálfari Íslandsmeistaranna sakar dómara leiksins um óheiðarleika Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. 3. september 2018 10:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Formaður dómaranefndar KSÍ: Alvarlegar ásakanir hjá Ólafi Formaður dómararnefndar KSÍ, Kristinn Jakobsson, segir eðlilegt að framkvæmdastjóri KSÍ skoði umdeild ummæli Íslandsmeistara Vals frá því í gær. 3. september 2018 11:00
Pepsmörkin: Þjálfari Íslandsmeistaranna sakar dómara leiksins um óheiðarleika Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. 3. september 2018 10:00