Ísland ætlar að halda áfram aðhaldi í mannréttindaráðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2018 19:54 Ísland tekur sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir viku. Utanríkisráðherra segir að sérstaklega verði gagnrýnt að í ráðinu sitji þjóðir þar sem staða mannréttinda sé bág eins og í Saudi Arabíu, Venezúela og Filippseyjum. Þá verði áfram verði lögð áhersla á jafnréttismál og málefni barna og hinsegins fólks. Fyrsti fundur fastanefndar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna verður haldinn í Genf þann tíunda september og stendur í þrjár vikur en Ísland var kjörið í ráðið í júlí. Fjörutíu og sjö ríki eiga sæti í ráðinu, þar af tilheyra sjö hópi Vestur-Evrópu. Utanríkisráðherra kynnti áherslur Íslands í utanríkismálanefnd í dag og segir að þær verði á sömu nótum og verið hefur en sérstaklega verði lögð áhersla á umbætur í sjálfu ráðinu. „Við höfum gagnrýnt það að þau lönd sem eru í ráðinu eru langt frá því að vera til fyrirmyndar þegar kemur að mannréttindamálum. Þá er ég að vísa sérstaklega til Sádí-Arabíu, Venesúela og Filippseyja,“ segur Guðþaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Gagnrýnin talin hafa jákvæð áhrif Hann segir að þessari gagnrýni hafi ekki verið tekið sérlega vel af viðkomandi löndum en aðrir hafi tekið henni fagnandi. „Alþjóðleg mannréttindasamtök, til dæmis Human Rights Watch, telja að frumkvæði okkar gagnvart málefnum Filippseyja eða stjórnvöldum Filippseyja hafi haft mjög jákvæð áhrif. Þeir hafi þá haldið aftur af sér út af þeirri gagnrýni sem við erum með og því frumkvæði sem við höfum haft í mannréttindaráðinu,“ segir Guðlaugur Þór. Hann bendir á að utanríkisráðherra Filipeyja hafi boðið sér að koma og skoða aðstæður mannréttinda í landinu eftir gagnrýni sína á ástandið þar. „Ég taldi nú vænlegra að alþjóðleg samtök myndu gera það og þar sem þeir hafa ekki breytt um stefnu í grundvallaratriðum þá héldum við áfram gagnrýni okkar. Hann notaði nú tækifærið og vandaði mér ekki kveðjurnar á fundi í New York eins og margir sáu á alnetinu,“ segir ráðherrann. Fastanefnd Íslands á sæti í ráðinu í eitt og hálft ár eða út kjörtímabilið. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Ísland tekur sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir viku. Utanríkisráðherra segir að sérstaklega verði gagnrýnt að í ráðinu sitji þjóðir þar sem staða mannréttinda sé bág eins og í Saudi Arabíu, Venezúela og Filippseyjum. Þá verði áfram verði lögð áhersla á jafnréttismál og málefni barna og hinsegins fólks. Fyrsti fundur fastanefndar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna verður haldinn í Genf þann tíunda september og stendur í þrjár vikur en Ísland var kjörið í ráðið í júlí. Fjörutíu og sjö ríki eiga sæti í ráðinu, þar af tilheyra sjö hópi Vestur-Evrópu. Utanríkisráðherra kynnti áherslur Íslands í utanríkismálanefnd í dag og segir að þær verði á sömu nótum og verið hefur en sérstaklega verði lögð áhersla á umbætur í sjálfu ráðinu. „Við höfum gagnrýnt það að þau lönd sem eru í ráðinu eru langt frá því að vera til fyrirmyndar þegar kemur að mannréttindamálum. Þá er ég að vísa sérstaklega til Sádí-Arabíu, Venesúela og Filippseyja,“ segur Guðþaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Gagnrýnin talin hafa jákvæð áhrif Hann segir að þessari gagnrýni hafi ekki verið tekið sérlega vel af viðkomandi löndum en aðrir hafi tekið henni fagnandi. „Alþjóðleg mannréttindasamtök, til dæmis Human Rights Watch, telja að frumkvæði okkar gagnvart málefnum Filippseyja eða stjórnvöldum Filippseyja hafi haft mjög jákvæð áhrif. Þeir hafi þá haldið aftur af sér út af þeirri gagnrýni sem við erum með og því frumkvæði sem við höfum haft í mannréttindaráðinu,“ segir Guðlaugur Þór. Hann bendir á að utanríkisráðherra Filipeyja hafi boðið sér að koma og skoða aðstæður mannréttinda í landinu eftir gagnrýni sína á ástandið þar. „Ég taldi nú vænlegra að alþjóðleg samtök myndu gera það og þar sem þeir hafa ekki breytt um stefnu í grundvallaratriðum þá héldum við áfram gagnrýni okkar. Hann notaði nú tækifærið og vandaði mér ekki kveðjurnar á fundi í New York eins og margir sáu á alnetinu,“ segir ráðherrann. Fastanefnd Íslands á sæti í ráðinu í eitt og hálft ár eða út kjörtímabilið.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira