Trúir því að fólk fái frí til að fara á leikinn Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. september 2018 07:30 Laugardalsvöllur verður ekki jafn þéttsetinn í dag og á laugardaginn þegar tæplega tíu þúsund manns mættu á leik Íslands og Þýskalands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag á Laugardalsvelli afar mikilvægan leik við Tékkland í undankeppni HM. Með sigri á Ísland góða von um sæti í umspili um laust sæti á HM á næsta ári. Jafntefli gæti dugað en þá þyrftu önnur úrslit að vera hagstæð. Leiktíminn í dag er óvenjulegur fyrir leik í miðri viku en hann hefst kl. 15. Ástæðan er sú að spila þarf þá leiki á sama tíma sem geta haft áhrif á það hvaða lið komast beint á HM eða í umspilið. Einn þeirra fer fram í Kasakstan en tímamunur á Íslandi og Kasakstan er sex klukkustundir. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segir að þessum leiktíma hafi verið mótmælt en sambandið skilji rökin á bak við þetta. „Vonandi verður þetta lagað og verður ekki vandamál í framtíðinni.“ Hún segist ekki búast við miklu fjölmenni og þá verði ekki sett upp sérstakt stuðningsmannasvæði fyrir leikinn eins og undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ höfðu síðdegis í gær selst um tvö þúsund miðar á leikinn. „Við finnum það að fólk vill koma en getur það ekki til dæmis vegna vinnu. Markmið okkar er skýrt. Við ætlum að spila leikinn og fá þrjú stig. Annað skiptir minna máli.“Þorkell Máni PéturssonÞorkell Máni Pétursson sparkspekingur viðurkennir að leiktíminn sé mjög sérstakur. „Tímasetningin er samt frábær að því leyti að fólk getur hætt snemma í vinnunni á þriðjudegi. Ég held að þetta verði ekki vandamál. Allir sem munu vilja fá frí munu fá það. Annað kæmi mér verulega á óvart í jafn réttsýnu samfélagi og okkar.“ Hann bendir á að margir vinnustaðir hafi gefið frí þegar karlalandsliðið var að spila á HM í sumar. Varðandi sjálfan leikinn segir Þorkell Máni að það sé alltaf hætta á að leikurinn við Þjóðverja sitji í liðinu. „Ég hef samt trú á því að við siglum þessu heim. Við erum með það gott lið að við eigum að vinna leikinn en þetta verður erfitt.“ Eins og fram hefur komið var uppselt á leikinn við Þýskaland á laugardaginn. „Þótt það væri frábært að komast á HM held ég að stærsti sigurinn hafi klárlega verið fullur völlur á laugardaginn. Að hafa fengið um tíu þúsund manns á völlinn. Við munum alltaf eiga það.“ Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Sjáðu mörkin sem komu í veg fyrir HM fögnuð Íslendinga Þjóðverjar eru svo gott sem komnir á HM 2019 í Frakklandi eftir 0-2 sigur á Íslandi á Laugardalsvelli í dag. Svenja Huth gerði bæði mörk Þjóðverja. 1. september 2018 18:44 Þurfa að fara fjallabaksleiðina til Frakklands Eftir 0-2 tap fyrir Þýskalandi á Laugardalsvelli er möguleiki kvennalandsliðsins á að vinna sinn riðil í undankeppni HM, og komast þar með beint í lokakeppnina, úr sögunni. 3. september 2018 07:30 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag á Laugardalsvelli afar mikilvægan leik við Tékkland í undankeppni HM. Með sigri á Ísland góða von um sæti í umspili um laust sæti á HM á næsta ári. Jafntefli gæti dugað en þá þyrftu önnur úrslit að vera hagstæð. Leiktíminn í dag er óvenjulegur fyrir leik í miðri viku en hann hefst kl. 15. Ástæðan er sú að spila þarf þá leiki á sama tíma sem geta haft áhrif á það hvaða lið komast beint á HM eða í umspilið. Einn þeirra fer fram í Kasakstan en tímamunur á Íslandi og Kasakstan er sex klukkustundir. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segir að þessum leiktíma hafi verið mótmælt en sambandið skilji rökin á bak við þetta. „Vonandi verður þetta lagað og verður ekki vandamál í framtíðinni.“ Hún segist ekki búast við miklu fjölmenni og þá verði ekki sett upp sérstakt stuðningsmannasvæði fyrir leikinn eins og undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ höfðu síðdegis í gær selst um tvö þúsund miðar á leikinn. „Við finnum það að fólk vill koma en getur það ekki til dæmis vegna vinnu. Markmið okkar er skýrt. Við ætlum að spila leikinn og fá þrjú stig. Annað skiptir minna máli.“Þorkell Máni PéturssonÞorkell Máni Pétursson sparkspekingur viðurkennir að leiktíminn sé mjög sérstakur. „Tímasetningin er samt frábær að því leyti að fólk getur hætt snemma í vinnunni á þriðjudegi. Ég held að þetta verði ekki vandamál. Allir sem munu vilja fá frí munu fá það. Annað kæmi mér verulega á óvart í jafn réttsýnu samfélagi og okkar.“ Hann bendir á að margir vinnustaðir hafi gefið frí þegar karlalandsliðið var að spila á HM í sumar. Varðandi sjálfan leikinn segir Þorkell Máni að það sé alltaf hætta á að leikurinn við Þjóðverja sitji í liðinu. „Ég hef samt trú á því að við siglum þessu heim. Við erum með það gott lið að við eigum að vinna leikinn en þetta verður erfitt.“ Eins og fram hefur komið var uppselt á leikinn við Þýskaland á laugardaginn. „Þótt það væri frábært að komast á HM held ég að stærsti sigurinn hafi klárlega verið fullur völlur á laugardaginn. Að hafa fengið um tíu þúsund manns á völlinn. Við munum alltaf eiga það.“ Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Sjáðu mörkin sem komu í veg fyrir HM fögnuð Íslendinga Þjóðverjar eru svo gott sem komnir á HM 2019 í Frakklandi eftir 0-2 sigur á Íslandi á Laugardalsvelli í dag. Svenja Huth gerði bæði mörk Þjóðverja. 1. september 2018 18:44 Þurfa að fara fjallabaksleiðina til Frakklands Eftir 0-2 tap fyrir Þýskalandi á Laugardalsvelli er möguleiki kvennalandsliðsins á að vinna sinn riðil í undankeppni HM, og komast þar með beint í lokakeppnina, úr sögunni. 3. september 2018 07:30 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00
Sjáðu mörkin sem komu í veg fyrir HM fögnuð Íslendinga Þjóðverjar eru svo gott sem komnir á HM 2019 í Frakklandi eftir 0-2 sigur á Íslandi á Laugardalsvelli í dag. Svenja Huth gerði bæði mörk Þjóðverja. 1. september 2018 18:44
Þurfa að fara fjallabaksleiðina til Frakklands Eftir 0-2 tap fyrir Þýskalandi á Laugardalsvelli er möguleiki kvennalandsliðsins á að vinna sinn riðil í undankeppni HM, og komast þar með beint í lokakeppnina, úr sögunni. 3. september 2018 07:30