Stóru útgerðarfélögin högnuðust um 25 milljarða í fyrra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. september 2018 06:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Fréttablaðið/Stefán Hagnaður sjö af stærstu útgerðarfélögum landsins nam tæpum 25 milljörðum króna í fyrra. Munar þar mest um afkomu Samherja sem greindi í gær frá því að hagnaður síðasta ár hefði numið 14,4 milljörðum króna. Félagið mun greiða 1.270 milljónir króna í arð til hluthafa sinna. Rúmur helmingur af starfsemi Samherja er erlendis en í fyrra var félaginu skipt í tvennt, Samherja hf. og Samherja Holding ehf. Innlenda starfsemin heyrir undir fyrrnefnda félagið en hið síðarnefnda tók við erlendum eignum samstæðunnar. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og annar aðaleigenda ásamt Kristjáni Vilhelmssyni, segir í tilkynningu að þessi góða niðurstaða í fyrra sé ekki sjálfgefin við núverandi aðstæður. „Heldur afrakstur mikillar samvinnu starfsmanna Samherja sem og samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því,“ segir Þorsteinn í tilkynningu. Söluhagnaður eigna hafði mikið að segja í afkomu Samherja en hann nam fimm milljörðum króna. Hagnaður sjö af tíu stærstu útgerðum landsins, sem birt hafa afkomu sína eða skilað ársreikningi fyrir síðasta ár, nemur samanlagt 24,8 milljörðum króna samkvæmt lauslegri samantekt Fréttablaðsins. Arðgreiðslur þessara félaga til eigenda sinna nema milljörðum króna sömuleiðis. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Verkalýðsleiðtogar furða sig á vænum hagnaði Samherja Sólveig Anna Jónsdóttir hæðist að orðum um lítið svigrúm nú þegar fréttist af verulegum hagnaði Samherjasamstæðunnar. 3. september 2018 16:03 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hagnaður sjö af stærstu útgerðarfélögum landsins nam tæpum 25 milljörðum króna í fyrra. Munar þar mest um afkomu Samherja sem greindi í gær frá því að hagnaður síðasta ár hefði numið 14,4 milljörðum króna. Félagið mun greiða 1.270 milljónir króna í arð til hluthafa sinna. Rúmur helmingur af starfsemi Samherja er erlendis en í fyrra var félaginu skipt í tvennt, Samherja hf. og Samherja Holding ehf. Innlenda starfsemin heyrir undir fyrrnefnda félagið en hið síðarnefnda tók við erlendum eignum samstæðunnar. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og annar aðaleigenda ásamt Kristjáni Vilhelmssyni, segir í tilkynningu að þessi góða niðurstaða í fyrra sé ekki sjálfgefin við núverandi aðstæður. „Heldur afrakstur mikillar samvinnu starfsmanna Samherja sem og samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því,“ segir Þorsteinn í tilkynningu. Söluhagnaður eigna hafði mikið að segja í afkomu Samherja en hann nam fimm milljörðum króna. Hagnaður sjö af tíu stærstu útgerðum landsins, sem birt hafa afkomu sína eða skilað ársreikningi fyrir síðasta ár, nemur samanlagt 24,8 milljörðum króna samkvæmt lauslegri samantekt Fréttablaðsins. Arðgreiðslur þessara félaga til eigenda sinna nema milljörðum króna sömuleiðis.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Verkalýðsleiðtogar furða sig á vænum hagnaði Samherja Sólveig Anna Jónsdóttir hæðist að orðum um lítið svigrúm nú þegar fréttist af verulegum hagnaði Samherjasamstæðunnar. 3. september 2018 16:03 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Verkalýðsleiðtogar furða sig á vænum hagnaði Samherja Sólveig Anna Jónsdóttir hæðist að orðum um lítið svigrúm nú þegar fréttist af verulegum hagnaði Samherjasamstæðunnar. 3. september 2018 16:03