Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 5. september 2018 06:00 Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri Wow Air. Fréttablaðið/Anton Brink Greinendur norska verðbréfafyrirtækisins Pareto Securities búast við því að WOW air skili tapi upp á 31 milljón dala, jafnvirði 3,3 milljarða króna miðað við núverandi gengi, eftir skatta á þessu ári. Þeir gera hins vegar ráð fyrir að viðsnúningur verði í rekstri flugfélagsins á næsta ári og að félagið hagnist þá um 17 milljónir dala. Til samanburðar tapaði WOW air 45 milljónum dala frá júlí 2017 til júní 2018. Sérfræðingar Pareto telja það „lykilforsendu“ fyrir bættri fjárhagsstöðu flugfélagsins að ný farrými þess, „Premium“ og „Comfy“, haldi áfram að skila jákvæðri framlegð og stuðla að betri sætanýtingu. Þeir segja ljóst að til framtíðar verði rekstrarafkoma félagsins að batna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greiningu Pareto sem unnin var í tilefni af yfirstandandi skuldabréfaútboði WOW air og Markaðurinn hefur undir höndum. Pareto hefur yfirumsjón með útboðinu en verðbréfafyrirtækið Arctica Finance er söluráðgjafi flugfélagsins.Nálægt 15 prósenta ákvörðun Samkvæmt skilmálum útboðsins, sem Markaðurinn hefur jafnframt undir höndum, hyggst WOW air til að byrja með gefa út þriggja ára skuldabréf fyrir 50 milljónir evra, sem jafngildir 6,3 milljörðum króna, en félaginu er hins vegar heimilt að stækka útgáfuna svo hún nemi í mesta lagi 100 milljónum evra. Fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboðinu fá kauprétt að hlutafé þegar félagið verður skráð á hlutabréfamarkað sem nemur helmingi af höfuðstól bréfanna. Þeir sem kjósa að nýta kaupréttinn, sem verður að fullu framseljanlegur og gildir til fimm ára, innan 24 mánaða frá útgáfu skuldabréfanna munu fá að eignast hlutabréfin á gengi sem verður 20 prósentum lægra en skráningargengi félagsins. Nýti fjárfestar kaupréttinn síðar – meira en 24 mánuðum eftir útgáfu skuldabréfanna – fá þeir 25 prósenta afslátt af skráningargenginu. Til þess að koma til móts við þarfir þeirra fjárfesta sem mega ekki eiga hlutabréf í félaginu, svo sem skuldabréfasjóða, er þeim gefinn sá kostur að skila félaginu 10 prósentum af skuldabréfum sínum og fá greitt í peningum á gengi sem skilar þeim sömu ávöxtun og ef þeir hefðu nýtt kauprétt að hlutabréfunum. Ef ekkert verður af fyrirhuguðu hlutafjárútboði fyrir gjalddaga skuldabréfanna munu eigendur bréfanna meðal annars geta skipt þeim í hlutabréf á gengi sem miðast við að virði félagsins sé 200 milljónir dala. Er það mat Pareto að hver sem atburðarásin verði ætti ávöxtun af fjárfestingu í skuldabréfum WOW air að nema nærri 15 prósentum. Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, sagði í samtali við Fréttablaðið síðasta föstudag að erlendir fjárfestar hefðu þegar skráð sig til þess að kaupa verulegan hluta skuldabréfaútboðsins. Vextir á bréfunum verða í kringum níu prósent en Skúli sagði kjörin „ásættanleg miðað við markaðsaðstæður“. Stjórnendur WOW air skuldbinda sig samkvæmt skilmálum útboðsins til þess að birta opinberlega árshlutareikninga félagsins fyrir hvern ársfjórðung ekki síðar en tveimur mánuðum eftir að fjórðungi lýkur.Verða að bæta afkomuna Í greiningu Pareto er bent á að WOW air starfi á afar hörðum samkeppnismarkaði, sér í lagi í flugi yfir Atlantshafið, og að lág flugfargjöld hafi síðustu árin leitt til minni tekna flugfélaga fyrir hvern floginn kílómetra. Þessi þróun, samfara hækkandi eldsneytiskostnaði, sem er jafnan næststærsti kostnaðarliður flugfélaga, hafi þrýst framlegð niður. Flugfélagið þurfi af þeim sökum nauðsynlega að bæta afkomu sína. Greinendur verðbréfafyrirtækisins taka fram að það hafi þegar sýnt sig að hin nýju farrými flugfélagsins – Premium og Comfy – skili umtalsvert hærri framlegð á hvern farþega borið saman við þá sem fljúga á grunnfargjöldum félagsins. Er það skilningur Pareto að í framtíðinni komi opnun nýrrar starfsstöðvar til greina af hálfu stjórnenda WOW air en að sú verði líklegast ekki raunin fyrr en félagið hafi tryggt sér aukið hlutafé. Telur Pareto að ef flugfélagið ákveði að opna nýja starfsstöð geti það gerst í Asíu. Slík opnun sé til þess fallin að jafna árstíðasveiflur í rekstrinum. Þá er það mat Pareto að áform WOW air um að leigja frá sér þrjár vélar af gerðinni A321 frá og með komandi vetri muni hafa jákvæð áhrif á rekstur félagsins. Er markmiðið með leigunni að draga úr kostnaði og bæta flotastýringu þess. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skúli tryggt sér milljarða króna Fjárfestar fá kauprétt að hlutafé í WOW air á 20 prósenta afslætti þegar félagið fer á markað. Nokkrir erlendir fjárfestar hafa skráð sig fyrir stórum hluta skuldabréfaútboðsins. Vextir á bréfunum í kringum 9 prósent. 31. ágúst 2018 06:00 Wow Air býst við 96% betri afkomu á síðari helmingi ársins Wow Air reiknar með því að afkoma félagsins batni um 96 prósent á síðari helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í uppfærðri fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútboðs sem nú stendur yfir. Icelandair er að spá 33 prósent lakari afkomu á sama tímabili. 31. ágúst 2018 17:30 WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Útgáfa breytanlegra skuldabréfa myndi gefa fjárfestum færi á að breyta bréfunum síðar í hlutafé. Pantanabókin opnuð í dag og gert ráð fyrir að útboðið muni klárast á næstu dögum. 29. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira
Greinendur norska verðbréfafyrirtækisins Pareto Securities búast við því að WOW air skili tapi upp á 31 milljón dala, jafnvirði 3,3 milljarða króna miðað við núverandi gengi, eftir skatta á þessu ári. Þeir gera hins vegar ráð fyrir að viðsnúningur verði í rekstri flugfélagsins á næsta ári og að félagið hagnist þá um 17 milljónir dala. Til samanburðar tapaði WOW air 45 milljónum dala frá júlí 2017 til júní 2018. Sérfræðingar Pareto telja það „lykilforsendu“ fyrir bættri fjárhagsstöðu flugfélagsins að ný farrými þess, „Premium“ og „Comfy“, haldi áfram að skila jákvæðri framlegð og stuðla að betri sætanýtingu. Þeir segja ljóst að til framtíðar verði rekstrarafkoma félagsins að batna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greiningu Pareto sem unnin var í tilefni af yfirstandandi skuldabréfaútboði WOW air og Markaðurinn hefur undir höndum. Pareto hefur yfirumsjón með útboðinu en verðbréfafyrirtækið Arctica Finance er söluráðgjafi flugfélagsins.Nálægt 15 prósenta ákvörðun Samkvæmt skilmálum útboðsins, sem Markaðurinn hefur jafnframt undir höndum, hyggst WOW air til að byrja með gefa út þriggja ára skuldabréf fyrir 50 milljónir evra, sem jafngildir 6,3 milljörðum króna, en félaginu er hins vegar heimilt að stækka útgáfuna svo hún nemi í mesta lagi 100 milljónum evra. Fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboðinu fá kauprétt að hlutafé þegar félagið verður skráð á hlutabréfamarkað sem nemur helmingi af höfuðstól bréfanna. Þeir sem kjósa að nýta kaupréttinn, sem verður að fullu framseljanlegur og gildir til fimm ára, innan 24 mánaða frá útgáfu skuldabréfanna munu fá að eignast hlutabréfin á gengi sem verður 20 prósentum lægra en skráningargengi félagsins. Nýti fjárfestar kaupréttinn síðar – meira en 24 mánuðum eftir útgáfu skuldabréfanna – fá þeir 25 prósenta afslátt af skráningargenginu. Til þess að koma til móts við þarfir þeirra fjárfesta sem mega ekki eiga hlutabréf í félaginu, svo sem skuldabréfasjóða, er þeim gefinn sá kostur að skila félaginu 10 prósentum af skuldabréfum sínum og fá greitt í peningum á gengi sem skilar þeim sömu ávöxtun og ef þeir hefðu nýtt kauprétt að hlutabréfunum. Ef ekkert verður af fyrirhuguðu hlutafjárútboði fyrir gjalddaga skuldabréfanna munu eigendur bréfanna meðal annars geta skipt þeim í hlutabréf á gengi sem miðast við að virði félagsins sé 200 milljónir dala. Er það mat Pareto að hver sem atburðarásin verði ætti ávöxtun af fjárfestingu í skuldabréfum WOW air að nema nærri 15 prósentum. Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, sagði í samtali við Fréttablaðið síðasta föstudag að erlendir fjárfestar hefðu þegar skráð sig til þess að kaupa verulegan hluta skuldabréfaútboðsins. Vextir á bréfunum verða í kringum níu prósent en Skúli sagði kjörin „ásættanleg miðað við markaðsaðstæður“. Stjórnendur WOW air skuldbinda sig samkvæmt skilmálum útboðsins til þess að birta opinberlega árshlutareikninga félagsins fyrir hvern ársfjórðung ekki síðar en tveimur mánuðum eftir að fjórðungi lýkur.Verða að bæta afkomuna Í greiningu Pareto er bent á að WOW air starfi á afar hörðum samkeppnismarkaði, sér í lagi í flugi yfir Atlantshafið, og að lág flugfargjöld hafi síðustu árin leitt til minni tekna flugfélaga fyrir hvern floginn kílómetra. Þessi þróun, samfara hækkandi eldsneytiskostnaði, sem er jafnan næststærsti kostnaðarliður flugfélaga, hafi þrýst framlegð niður. Flugfélagið þurfi af þeim sökum nauðsynlega að bæta afkomu sína. Greinendur verðbréfafyrirtækisins taka fram að það hafi þegar sýnt sig að hin nýju farrými flugfélagsins – Premium og Comfy – skili umtalsvert hærri framlegð á hvern farþega borið saman við þá sem fljúga á grunnfargjöldum félagsins. Er það skilningur Pareto að í framtíðinni komi opnun nýrrar starfsstöðvar til greina af hálfu stjórnenda WOW air en að sú verði líklegast ekki raunin fyrr en félagið hafi tryggt sér aukið hlutafé. Telur Pareto að ef flugfélagið ákveði að opna nýja starfsstöð geti það gerst í Asíu. Slík opnun sé til þess fallin að jafna árstíðasveiflur í rekstrinum. Þá er það mat Pareto að áform WOW air um að leigja frá sér þrjár vélar af gerðinni A321 frá og með komandi vetri muni hafa jákvæð áhrif á rekstur félagsins. Er markmiðið með leigunni að draga úr kostnaði og bæta flotastýringu þess.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skúli tryggt sér milljarða króna Fjárfestar fá kauprétt að hlutafé í WOW air á 20 prósenta afslætti þegar félagið fer á markað. Nokkrir erlendir fjárfestar hafa skráð sig fyrir stórum hluta skuldabréfaútboðsins. Vextir á bréfunum í kringum 9 prósent. 31. ágúst 2018 06:00 Wow Air býst við 96% betri afkomu á síðari helmingi ársins Wow Air reiknar með því að afkoma félagsins batni um 96 prósent á síðari helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í uppfærðri fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútboðs sem nú stendur yfir. Icelandair er að spá 33 prósent lakari afkomu á sama tímabili. 31. ágúst 2018 17:30 WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Útgáfa breytanlegra skuldabréfa myndi gefa fjárfestum færi á að breyta bréfunum síðar í hlutafé. Pantanabókin opnuð í dag og gert ráð fyrir að útboðið muni klárast á næstu dögum. 29. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira
Skúli tryggt sér milljarða króna Fjárfestar fá kauprétt að hlutafé í WOW air á 20 prósenta afslætti þegar félagið fer á markað. Nokkrir erlendir fjárfestar hafa skráð sig fyrir stórum hluta skuldabréfaútboðsins. Vextir á bréfunum í kringum 9 prósent. 31. ágúst 2018 06:00
Wow Air býst við 96% betri afkomu á síðari helmingi ársins Wow Air reiknar með því að afkoma félagsins batni um 96 prósent á síðari helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í uppfærðri fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútboðs sem nú stendur yfir. Icelandair er að spá 33 prósent lakari afkomu á sama tímabili. 31. ágúst 2018 17:30
WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Útgáfa breytanlegra skuldabréfa myndi gefa fjárfestum færi á að breyta bréfunum síðar í hlutafé. Pantanabókin opnuð í dag og gert ráð fyrir að útboðið muni klárast á næstu dögum. 29. ágúst 2018 06:00