Fremstu stjórar Evrópu vilja losna við útivallamarkaregluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 08:00 Valsmenn standa hér svekktir eftir en skömmu áður höfðu þeir klúðrað dauðafæri í heimaleiknum á móti Sheriff Tiraspol. Vísir/Daníel Fremstu knattspyrnustjórar Evrópu hafa sett pressu á Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um að gera breytingar á reglunni um útivallarmörk og þeir vilja líka að öll félög sitji við sama borð þegar kemur að lokunartíma félagsskiptagluggans. Íslandsmeistarar Vals eru eitt af fórnarlömbum útivallarmarkareglunnar í haust en Valsliðið datt út úr Evrópudeildinni á móti Sheriff Tiraspol á færri mörkum skoruðu á útivelli. „Þjálfararnir halda því fram að skora mörk á útivelli sé ekki eins erfitt og það var einu sinni,“ sagði Giorgio Marchetti, aðstoðarframkvæmdastjóri UEFA, við BBC eftir fund þjálfaranna í Sviss. „Þeir vilja að við endurskoðum þessa reglu og það munum við líka gera,“ sagði Marchetti.Uefa is set to review the away-goals rule in continental competitions, after a number of coaches called for a change. More: https://t.co/EIhFqEZsNBpic.twitter.com/vSEyZjx35Y — BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2018Á þessum árlega fundi voru meðal annars Jose Mourinho (stjóri Manchester United), Unai Emery (stjóri Arsenal), Arsene Wenger, Massimiliano Allegri (stjóri Juventus), Julen Lopetegui (stjóri Real Madrid), Carlo Ancelotti (stjóri Napoli) og Thomas Tuchel (stjóri Paris St-Germain). Reglan um útivallarmörkin kom fyrst fram í Evrópukeppni bikarhafa árið 1965 en þá hafði verið gripið til þess ráðs að kasta upp krónu eða spila annan leik á hlutlausum velli á tímum þegar ferðalög voru mun erfiðari. Marchetti sagði að reglan hafi nú þau áhrif að heimaliðin taki enga áhættu og leggi ofurkapp á því að halda hreinu og fá ekki á sig þetta „hræðilega“ útivallarmark. Knattspyrnustjórarnir pressuðu líka á það að félagsskiptaglugginn myndi loka á sama tíma í Evrópu og í Englandi eða fyrir tímabilið. Enska úrvalsdeildin færði lokunartíma gluggans fram fyrir mótið í haust. Gluggarnir á Spáni, á Ítalíu, í Þýskalandi og í Frakklandi sem dæmi lokuðu ekki fyrr en í lok ágúst. „Þjálfararnir eru á því að það eiga að vera einn algildur gluggi og sá gluggi ætti að lokast áður en tímabilið hefst. Hugmyndin núna er að reyna að láta það verða að veruleika,“ sagði Marchetti. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira
Fremstu knattspyrnustjórar Evrópu hafa sett pressu á Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um að gera breytingar á reglunni um útivallarmörk og þeir vilja líka að öll félög sitji við sama borð þegar kemur að lokunartíma félagsskiptagluggans. Íslandsmeistarar Vals eru eitt af fórnarlömbum útivallarmarkareglunnar í haust en Valsliðið datt út úr Evrópudeildinni á móti Sheriff Tiraspol á færri mörkum skoruðu á útivelli. „Þjálfararnir halda því fram að skora mörk á útivelli sé ekki eins erfitt og það var einu sinni,“ sagði Giorgio Marchetti, aðstoðarframkvæmdastjóri UEFA, við BBC eftir fund þjálfaranna í Sviss. „Þeir vilja að við endurskoðum þessa reglu og það munum við líka gera,“ sagði Marchetti.Uefa is set to review the away-goals rule in continental competitions, after a number of coaches called for a change. More: https://t.co/EIhFqEZsNBpic.twitter.com/vSEyZjx35Y — BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2018Á þessum árlega fundi voru meðal annars Jose Mourinho (stjóri Manchester United), Unai Emery (stjóri Arsenal), Arsene Wenger, Massimiliano Allegri (stjóri Juventus), Julen Lopetegui (stjóri Real Madrid), Carlo Ancelotti (stjóri Napoli) og Thomas Tuchel (stjóri Paris St-Germain). Reglan um útivallarmörkin kom fyrst fram í Evrópukeppni bikarhafa árið 1965 en þá hafði verið gripið til þess ráðs að kasta upp krónu eða spila annan leik á hlutlausum velli á tímum þegar ferðalög voru mun erfiðari. Marchetti sagði að reglan hafi nú þau áhrif að heimaliðin taki enga áhættu og leggi ofurkapp á því að halda hreinu og fá ekki á sig þetta „hræðilega“ útivallarmark. Knattspyrnustjórarnir pressuðu líka á það að félagsskiptaglugginn myndi loka á sama tíma í Evrópu og í Englandi eða fyrir tímabilið. Enska úrvalsdeildin færði lokunartíma gluggans fram fyrir mótið í haust. Gluggarnir á Spáni, á Ítalíu, í Þýskalandi og í Frakklandi sem dæmi lokuðu ekki fyrr en í lok ágúst. „Þjálfararnir eru á því að það eiga að vera einn algildur gluggi og sá gluggi ætti að lokast áður en tímabilið hefst. Hugmyndin núna er að reyna að láta það verða að veruleika,“ sagði Marchetti.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira