Axel tekur sér frí frá körfubolta og ætlar að vinna í veikleikum sínum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. september 2018 14:00 Axel fagnar hér bikarmeistaratitlinum með Stólunum. fréttablaðið/hanna Fyrrum landsliðsmaðurinn Axel Kárason mun ekki taka slaginn með Tindastóli í Dominos-deild karla í vetur. Hann útilokar þó ekki að snúa aftur næsta vetur og segist ekki vera hættur. „Ég er ekki hættur. Þetta er bara smá pása hjá mér,“ segir Axel og gerir ekki ráð fyrir því að snúa aftur eftir jól og klára tímabilið. „Ég hef sagt forráðamönnum Tindastóls að gera ekki ráð fyrir mér í vetur. Ég vil ekki vera að gera þetta í einhverju hálfkáki. Ég vil ekki lofa því að koma aftur eftir áramót því það er ekkert víst að löngunin verði þá til staðar. Maður veit samt aldrei hvort andinn komi yfir mann. Það verður bara að koma í ljós.“Nóg að gera hjá dýralækninum Það er nóg að gera hjá Axel í Skagafirðinum þar sem hann er dýralæknir og einnig að vasast í pólítík. „Síðustu sjö ár hafa í raun verið eitt samfellt tímabil í körfubolta. Svo hef ég líka verið í öðru. Nú fæ ég tíma til þess að sinna öðru. Ég er til að mynda á leið í göngur í fyrsta skipti í tíu ár og er hreinlega vandræðalega spenntur fyrir því,“ segir Axel léttur. Axel er orðinn 35 ára gamall sem er enginn körfuboltaaldur í hans fjölskyldu. Faðir hans, Kári Marísson, spilaði sinn síðasta körfuboltaleik fyrir Tindastól þegar hann var fimmtugur.Vinnur í veikleikunum „Ég ætla að æfa vel í veikleikunum í vetur. Það er ekki alltaf tími til þess þegar tímabilið er í gangi. Ég ætla ekki að koma til baka lélegri en ég var. Ég mun fara á frjálsíþróttaæfingar og fæ svo pabba gamla í að skóla mig eitthvað til,“ segir Axel en hvaða veikleikar eru þetta sem hann þarf að vinna í? „Arnar Guðjónsson segir að ég geti ekki dripplað með vinstri. Það væri gaman að geta bætt því við vopnabúrið. Svo eru ýmsir líkamlegir þættir. Ég er til að mynda ekki þekktur fyrir sprengikraft og það verður lagað á frjálsíþróttaæfingunum. Þetta er ég líka að gera til að viðhalda áhuganum.“Engar deilur við Brynjar Þór Sögusagnir hafa verið í körfuboltaheiminum um að það hafi verið ósætti á milli hans og Brynjars Þórs Björnssonar sem var að koma til liðsins frá KR. Axel hafði heyrt þessa orðróma og gefur lítið fyrir þá. „Ég heyrði meira að segja á dögunum að okkur hefði lent saman inn á hótelherbergi í landsliðsferð. Sögurnar fara greinilega margar af stað en það er ekkert til í þessu,“ sagði Axel og tekur þessum sögusögnum greinilega ekki mjög alvarlega. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sjá meira
Fyrrum landsliðsmaðurinn Axel Kárason mun ekki taka slaginn með Tindastóli í Dominos-deild karla í vetur. Hann útilokar þó ekki að snúa aftur næsta vetur og segist ekki vera hættur. „Ég er ekki hættur. Þetta er bara smá pása hjá mér,“ segir Axel og gerir ekki ráð fyrir því að snúa aftur eftir jól og klára tímabilið. „Ég hef sagt forráðamönnum Tindastóls að gera ekki ráð fyrir mér í vetur. Ég vil ekki vera að gera þetta í einhverju hálfkáki. Ég vil ekki lofa því að koma aftur eftir áramót því það er ekkert víst að löngunin verði þá til staðar. Maður veit samt aldrei hvort andinn komi yfir mann. Það verður bara að koma í ljós.“Nóg að gera hjá dýralækninum Það er nóg að gera hjá Axel í Skagafirðinum þar sem hann er dýralæknir og einnig að vasast í pólítík. „Síðustu sjö ár hafa í raun verið eitt samfellt tímabil í körfubolta. Svo hef ég líka verið í öðru. Nú fæ ég tíma til þess að sinna öðru. Ég er til að mynda á leið í göngur í fyrsta skipti í tíu ár og er hreinlega vandræðalega spenntur fyrir því,“ segir Axel léttur. Axel er orðinn 35 ára gamall sem er enginn körfuboltaaldur í hans fjölskyldu. Faðir hans, Kári Marísson, spilaði sinn síðasta körfuboltaleik fyrir Tindastól þegar hann var fimmtugur.Vinnur í veikleikunum „Ég ætla að æfa vel í veikleikunum í vetur. Það er ekki alltaf tími til þess þegar tímabilið er í gangi. Ég ætla ekki að koma til baka lélegri en ég var. Ég mun fara á frjálsíþróttaæfingar og fæ svo pabba gamla í að skóla mig eitthvað til,“ segir Axel en hvaða veikleikar eru þetta sem hann þarf að vinna í? „Arnar Guðjónsson segir að ég geti ekki dripplað með vinstri. Það væri gaman að geta bætt því við vopnabúrið. Svo eru ýmsir líkamlegir þættir. Ég er til að mynda ekki þekktur fyrir sprengikraft og það verður lagað á frjálsíþróttaæfingunum. Þetta er ég líka að gera til að viðhalda áhuganum.“Engar deilur við Brynjar Þór Sögusagnir hafa verið í körfuboltaheiminum um að það hafi verið ósætti á milli hans og Brynjars Þórs Björnssonar sem var að koma til liðsins frá KR. Axel hafði heyrt þessa orðróma og gefur lítið fyrir þá. „Ég heyrði meira að segja á dögunum að okkur hefði lent saman inn á hótelherbergi í landsliðsferð. Sögurnar fara greinilega margar af stað en það er ekkert til í þessu,“ sagði Axel og tekur þessum sögusögnum greinilega ekki mjög alvarlega.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti