Axel tekur sér frí frá körfubolta og ætlar að vinna í veikleikum sínum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. september 2018 14:00 Axel fagnar hér bikarmeistaratitlinum með Stólunum. fréttablaðið/hanna Fyrrum landsliðsmaðurinn Axel Kárason mun ekki taka slaginn með Tindastóli í Dominos-deild karla í vetur. Hann útilokar þó ekki að snúa aftur næsta vetur og segist ekki vera hættur. „Ég er ekki hættur. Þetta er bara smá pása hjá mér,“ segir Axel og gerir ekki ráð fyrir því að snúa aftur eftir jól og klára tímabilið. „Ég hef sagt forráðamönnum Tindastóls að gera ekki ráð fyrir mér í vetur. Ég vil ekki vera að gera þetta í einhverju hálfkáki. Ég vil ekki lofa því að koma aftur eftir áramót því það er ekkert víst að löngunin verði þá til staðar. Maður veit samt aldrei hvort andinn komi yfir mann. Það verður bara að koma í ljós.“Nóg að gera hjá dýralækninum Það er nóg að gera hjá Axel í Skagafirðinum þar sem hann er dýralæknir og einnig að vasast í pólítík. „Síðustu sjö ár hafa í raun verið eitt samfellt tímabil í körfubolta. Svo hef ég líka verið í öðru. Nú fæ ég tíma til þess að sinna öðru. Ég er til að mynda á leið í göngur í fyrsta skipti í tíu ár og er hreinlega vandræðalega spenntur fyrir því,“ segir Axel léttur. Axel er orðinn 35 ára gamall sem er enginn körfuboltaaldur í hans fjölskyldu. Faðir hans, Kári Marísson, spilaði sinn síðasta körfuboltaleik fyrir Tindastól þegar hann var fimmtugur.Vinnur í veikleikunum „Ég ætla að æfa vel í veikleikunum í vetur. Það er ekki alltaf tími til þess þegar tímabilið er í gangi. Ég ætla ekki að koma til baka lélegri en ég var. Ég mun fara á frjálsíþróttaæfingar og fæ svo pabba gamla í að skóla mig eitthvað til,“ segir Axel en hvaða veikleikar eru þetta sem hann þarf að vinna í? „Arnar Guðjónsson segir að ég geti ekki dripplað með vinstri. Það væri gaman að geta bætt því við vopnabúrið. Svo eru ýmsir líkamlegir þættir. Ég er til að mynda ekki þekktur fyrir sprengikraft og það verður lagað á frjálsíþróttaæfingunum. Þetta er ég líka að gera til að viðhalda áhuganum.“Engar deilur við Brynjar Þór Sögusagnir hafa verið í körfuboltaheiminum um að það hafi verið ósætti á milli hans og Brynjars Þórs Björnssonar sem var að koma til liðsins frá KR. Axel hafði heyrt þessa orðróma og gefur lítið fyrir þá. „Ég heyrði meira að segja á dögunum að okkur hefði lent saman inn á hótelherbergi í landsliðsferð. Sögurnar fara greinilega margar af stað en það er ekkert til í þessu,“ sagði Axel og tekur þessum sögusögnum greinilega ekki mjög alvarlega. Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
Fyrrum landsliðsmaðurinn Axel Kárason mun ekki taka slaginn með Tindastóli í Dominos-deild karla í vetur. Hann útilokar þó ekki að snúa aftur næsta vetur og segist ekki vera hættur. „Ég er ekki hættur. Þetta er bara smá pása hjá mér,“ segir Axel og gerir ekki ráð fyrir því að snúa aftur eftir jól og klára tímabilið. „Ég hef sagt forráðamönnum Tindastóls að gera ekki ráð fyrir mér í vetur. Ég vil ekki vera að gera þetta í einhverju hálfkáki. Ég vil ekki lofa því að koma aftur eftir áramót því það er ekkert víst að löngunin verði þá til staðar. Maður veit samt aldrei hvort andinn komi yfir mann. Það verður bara að koma í ljós.“Nóg að gera hjá dýralækninum Það er nóg að gera hjá Axel í Skagafirðinum þar sem hann er dýralæknir og einnig að vasast í pólítík. „Síðustu sjö ár hafa í raun verið eitt samfellt tímabil í körfubolta. Svo hef ég líka verið í öðru. Nú fæ ég tíma til þess að sinna öðru. Ég er til að mynda á leið í göngur í fyrsta skipti í tíu ár og er hreinlega vandræðalega spenntur fyrir því,“ segir Axel léttur. Axel er orðinn 35 ára gamall sem er enginn körfuboltaaldur í hans fjölskyldu. Faðir hans, Kári Marísson, spilaði sinn síðasta körfuboltaleik fyrir Tindastól þegar hann var fimmtugur.Vinnur í veikleikunum „Ég ætla að æfa vel í veikleikunum í vetur. Það er ekki alltaf tími til þess þegar tímabilið er í gangi. Ég ætla ekki að koma til baka lélegri en ég var. Ég mun fara á frjálsíþróttaæfingar og fæ svo pabba gamla í að skóla mig eitthvað til,“ segir Axel en hvaða veikleikar eru þetta sem hann þarf að vinna í? „Arnar Guðjónsson segir að ég geti ekki dripplað með vinstri. Það væri gaman að geta bætt því við vopnabúrið. Svo eru ýmsir líkamlegir þættir. Ég er til að mynda ekki þekktur fyrir sprengikraft og það verður lagað á frjálsíþróttaæfingunum. Þetta er ég líka að gera til að viðhalda áhuganum.“Engar deilur við Brynjar Þór Sögusagnir hafa verið í körfuboltaheiminum um að það hafi verið ósætti á milli hans og Brynjars Þórs Björnssonar sem var að koma til liðsins frá KR. Axel hafði heyrt þessa orðróma og gefur lítið fyrir þá. „Ég heyrði meira að segja á dögunum að okkur hefði lent saman inn á hótelherbergi í landsliðsferð. Sögurnar fara greinilega margar af stað en það er ekkert til í þessu,“ sagði Axel og tekur þessum sögusögnum greinilega ekki mjög alvarlega.
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira