Axel tekur sér frí frá körfubolta og ætlar að vinna í veikleikum sínum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. september 2018 14:00 Axel fagnar hér bikarmeistaratitlinum með Stólunum. fréttablaðið/hanna Fyrrum landsliðsmaðurinn Axel Kárason mun ekki taka slaginn með Tindastóli í Dominos-deild karla í vetur. Hann útilokar þó ekki að snúa aftur næsta vetur og segist ekki vera hættur. „Ég er ekki hættur. Þetta er bara smá pása hjá mér,“ segir Axel og gerir ekki ráð fyrir því að snúa aftur eftir jól og klára tímabilið. „Ég hef sagt forráðamönnum Tindastóls að gera ekki ráð fyrir mér í vetur. Ég vil ekki vera að gera þetta í einhverju hálfkáki. Ég vil ekki lofa því að koma aftur eftir áramót því það er ekkert víst að löngunin verði þá til staðar. Maður veit samt aldrei hvort andinn komi yfir mann. Það verður bara að koma í ljós.“Nóg að gera hjá dýralækninum Það er nóg að gera hjá Axel í Skagafirðinum þar sem hann er dýralæknir og einnig að vasast í pólítík. „Síðustu sjö ár hafa í raun verið eitt samfellt tímabil í körfubolta. Svo hef ég líka verið í öðru. Nú fæ ég tíma til þess að sinna öðru. Ég er til að mynda á leið í göngur í fyrsta skipti í tíu ár og er hreinlega vandræðalega spenntur fyrir því,“ segir Axel léttur. Axel er orðinn 35 ára gamall sem er enginn körfuboltaaldur í hans fjölskyldu. Faðir hans, Kári Marísson, spilaði sinn síðasta körfuboltaleik fyrir Tindastól þegar hann var fimmtugur.Vinnur í veikleikunum „Ég ætla að æfa vel í veikleikunum í vetur. Það er ekki alltaf tími til þess þegar tímabilið er í gangi. Ég ætla ekki að koma til baka lélegri en ég var. Ég mun fara á frjálsíþróttaæfingar og fæ svo pabba gamla í að skóla mig eitthvað til,“ segir Axel en hvaða veikleikar eru þetta sem hann þarf að vinna í? „Arnar Guðjónsson segir að ég geti ekki dripplað með vinstri. Það væri gaman að geta bætt því við vopnabúrið. Svo eru ýmsir líkamlegir þættir. Ég er til að mynda ekki þekktur fyrir sprengikraft og það verður lagað á frjálsíþróttaæfingunum. Þetta er ég líka að gera til að viðhalda áhuganum.“Engar deilur við Brynjar Þór Sögusagnir hafa verið í körfuboltaheiminum um að það hafi verið ósætti á milli hans og Brynjars Þórs Björnssonar sem var að koma til liðsins frá KR. Axel hafði heyrt þessa orðróma og gefur lítið fyrir þá. „Ég heyrði meira að segja á dögunum að okkur hefði lent saman inn á hótelherbergi í landsliðsferð. Sögurnar fara greinilega margar af stað en það er ekkert til í þessu,“ sagði Axel og tekur þessum sögusögnum greinilega ekki mjög alvarlega. Dominos-deild karla Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Fyrrum landsliðsmaðurinn Axel Kárason mun ekki taka slaginn með Tindastóli í Dominos-deild karla í vetur. Hann útilokar þó ekki að snúa aftur næsta vetur og segist ekki vera hættur. „Ég er ekki hættur. Þetta er bara smá pása hjá mér,“ segir Axel og gerir ekki ráð fyrir því að snúa aftur eftir jól og klára tímabilið. „Ég hef sagt forráðamönnum Tindastóls að gera ekki ráð fyrir mér í vetur. Ég vil ekki vera að gera þetta í einhverju hálfkáki. Ég vil ekki lofa því að koma aftur eftir áramót því það er ekkert víst að löngunin verði þá til staðar. Maður veit samt aldrei hvort andinn komi yfir mann. Það verður bara að koma í ljós.“Nóg að gera hjá dýralækninum Það er nóg að gera hjá Axel í Skagafirðinum þar sem hann er dýralæknir og einnig að vasast í pólítík. „Síðustu sjö ár hafa í raun verið eitt samfellt tímabil í körfubolta. Svo hef ég líka verið í öðru. Nú fæ ég tíma til þess að sinna öðru. Ég er til að mynda á leið í göngur í fyrsta skipti í tíu ár og er hreinlega vandræðalega spenntur fyrir því,“ segir Axel léttur. Axel er orðinn 35 ára gamall sem er enginn körfuboltaaldur í hans fjölskyldu. Faðir hans, Kári Marísson, spilaði sinn síðasta körfuboltaleik fyrir Tindastól þegar hann var fimmtugur.Vinnur í veikleikunum „Ég ætla að æfa vel í veikleikunum í vetur. Það er ekki alltaf tími til þess þegar tímabilið er í gangi. Ég ætla ekki að koma til baka lélegri en ég var. Ég mun fara á frjálsíþróttaæfingar og fæ svo pabba gamla í að skóla mig eitthvað til,“ segir Axel en hvaða veikleikar eru þetta sem hann þarf að vinna í? „Arnar Guðjónsson segir að ég geti ekki dripplað með vinstri. Það væri gaman að geta bætt því við vopnabúrið. Svo eru ýmsir líkamlegir þættir. Ég er til að mynda ekki þekktur fyrir sprengikraft og það verður lagað á frjálsíþróttaæfingunum. Þetta er ég líka að gera til að viðhalda áhuganum.“Engar deilur við Brynjar Þór Sögusagnir hafa verið í körfuboltaheiminum um að það hafi verið ósætti á milli hans og Brynjars Þórs Björnssonar sem var að koma til liðsins frá KR. Axel hafði heyrt þessa orðróma og gefur lítið fyrir þá. „Ég heyrði meira að segja á dögunum að okkur hefði lent saman inn á hótelherbergi í landsliðsferð. Sögurnar fara greinilega margar af stað en það er ekkert til í þessu,“ sagði Axel og tekur þessum sögusögnum greinilega ekki mjög alvarlega.
Dominos-deild karla Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira