Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. september 2018 07:30 Borgarfulltrúar eru í dag 23. Grunnlaun þeirra eru 726.748 krónur auk margvíslegra aukagreiðslna. Fréttablaðið/Anton Brink Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161. Umdeild hækkun kjararáðs upp á ríflega 44 prósent til handa kjörnum fulltrúum í lok október 2016 skapaði miklar illdeilur í samfélaginu og var ákveðið í borgarstjórn að frysta launin. Í apríl í fyrra varð niðurstaðan að borgarfulltrúar myndu afþakka hækkun kjararáðs og binda laun sín í framtíðinni við þróun launavísitölu sem uppfærist í janúar og júlí ár hvert. Þegar kjararáð kvað upp hinn umdeilda úrskurð sinn sem hefði hækkað laun borgarfulltrúa verulega vegna tengingar launa þeirra við þingfarakaup, námu grunnlaun borgarfulltrúa 593.720 krónum á mánuði. Hefðu borgarfulltrúar þegið hækkun kjararáðs hefðu grunnlaun farið upp í 856.949 krónur, í stað 633.022 króna. Á móti kemur að borgarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 í vor. Grunnlaun borgarfulltrúa segja þó aðeins hluta kjarasögunnar því ofan á þau leggst starfskostnaður, og hinar ýmsu álagsgreiðslur sem numið geta hundruðum þúsunda á mánuði í einhverjum tilfella. Svo dæmi sé tekið fá borgarfulltrúar sem gegna formennsku í fagráði eða borgarstjórnarflokki greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, eða 181.000 krónur. Borgarfulltrúar sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum fá sömuleiðis 25 prósenta álag. Borgarfulltrúar sem sitja í borgarráði fá greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, formaður borgarráðs fær 40 prósenta álag. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, lýsti því yfir í sumar að hún myndi ekki þiggja álagsgreiðslurnar þótt hún gæti ekki afsalað sér þeim. Ekki liggur fyrir hvort fleiri borgarfulltrúar fylgi því fordæmi. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að laun kjörinna fulltrúa séu of há. 24. ágúst 2018 18:30 Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. 29. júlí 2018 19:00 Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Í árslok 2011 felldi kjararáð úr gildi launalækkanir sem fylgdu eftir efnahagshrunið. Ákvörðun um launaflokk og yfirvinnueiningar hvers embættis fyrir sig voru sendar hverjum og einum í pósti en ekki birtar. 7. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161. Umdeild hækkun kjararáðs upp á ríflega 44 prósent til handa kjörnum fulltrúum í lok október 2016 skapaði miklar illdeilur í samfélaginu og var ákveðið í borgarstjórn að frysta launin. Í apríl í fyrra varð niðurstaðan að borgarfulltrúar myndu afþakka hækkun kjararáðs og binda laun sín í framtíðinni við þróun launavísitölu sem uppfærist í janúar og júlí ár hvert. Þegar kjararáð kvað upp hinn umdeilda úrskurð sinn sem hefði hækkað laun borgarfulltrúa verulega vegna tengingar launa þeirra við þingfarakaup, námu grunnlaun borgarfulltrúa 593.720 krónum á mánuði. Hefðu borgarfulltrúar þegið hækkun kjararáðs hefðu grunnlaun farið upp í 856.949 krónur, í stað 633.022 króna. Á móti kemur að borgarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 í vor. Grunnlaun borgarfulltrúa segja þó aðeins hluta kjarasögunnar því ofan á þau leggst starfskostnaður, og hinar ýmsu álagsgreiðslur sem numið geta hundruðum þúsunda á mánuði í einhverjum tilfella. Svo dæmi sé tekið fá borgarfulltrúar sem gegna formennsku í fagráði eða borgarstjórnarflokki greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, eða 181.000 krónur. Borgarfulltrúar sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum fá sömuleiðis 25 prósenta álag. Borgarfulltrúar sem sitja í borgarráði fá greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, formaður borgarráðs fær 40 prósenta álag. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, lýsti því yfir í sumar að hún myndi ekki þiggja álagsgreiðslurnar þótt hún gæti ekki afsalað sér þeim. Ekki liggur fyrir hvort fleiri borgarfulltrúar fylgi því fordæmi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að laun kjörinna fulltrúa séu of há. 24. ágúst 2018 18:30 Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. 29. júlí 2018 19:00 Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Í árslok 2011 felldi kjararáð úr gildi launalækkanir sem fylgdu eftir efnahagshrunið. Ákvörðun um launaflokk og yfirvinnueiningar hvers embættis fyrir sig voru sendar hverjum og einum í pósti en ekki birtar. 7. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að laun kjörinna fulltrúa séu of há. 24. ágúst 2018 18:30
Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. 29. júlí 2018 19:00
Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Í árslok 2011 felldi kjararáð úr gildi launalækkanir sem fylgdu eftir efnahagshrunið. Ákvörðun um launaflokk og yfirvinnueiningar hvers embættis fyrir sig voru sendar hverjum og einum í pósti en ekki birtar. 7. ágúst 2018 08:00