Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. september 2018 07:30 Borgarfulltrúar eru í dag 23. Grunnlaun þeirra eru 726.748 krónur auk margvíslegra aukagreiðslna. Fréttablaðið/Anton Brink Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161. Umdeild hækkun kjararáðs upp á ríflega 44 prósent til handa kjörnum fulltrúum í lok október 2016 skapaði miklar illdeilur í samfélaginu og var ákveðið í borgarstjórn að frysta launin. Í apríl í fyrra varð niðurstaðan að borgarfulltrúar myndu afþakka hækkun kjararáðs og binda laun sín í framtíðinni við þróun launavísitölu sem uppfærist í janúar og júlí ár hvert. Þegar kjararáð kvað upp hinn umdeilda úrskurð sinn sem hefði hækkað laun borgarfulltrúa verulega vegna tengingar launa þeirra við þingfarakaup, námu grunnlaun borgarfulltrúa 593.720 krónum á mánuði. Hefðu borgarfulltrúar þegið hækkun kjararáðs hefðu grunnlaun farið upp í 856.949 krónur, í stað 633.022 króna. Á móti kemur að borgarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 í vor. Grunnlaun borgarfulltrúa segja þó aðeins hluta kjarasögunnar því ofan á þau leggst starfskostnaður, og hinar ýmsu álagsgreiðslur sem numið geta hundruðum þúsunda á mánuði í einhverjum tilfella. Svo dæmi sé tekið fá borgarfulltrúar sem gegna formennsku í fagráði eða borgarstjórnarflokki greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, eða 181.000 krónur. Borgarfulltrúar sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum fá sömuleiðis 25 prósenta álag. Borgarfulltrúar sem sitja í borgarráði fá greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, formaður borgarráðs fær 40 prósenta álag. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, lýsti því yfir í sumar að hún myndi ekki þiggja álagsgreiðslurnar þótt hún gæti ekki afsalað sér þeim. Ekki liggur fyrir hvort fleiri borgarfulltrúar fylgi því fordæmi. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að laun kjörinna fulltrúa séu of há. 24. ágúst 2018 18:30 Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. 29. júlí 2018 19:00 Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Í árslok 2011 felldi kjararáð úr gildi launalækkanir sem fylgdu eftir efnahagshrunið. Ákvörðun um launaflokk og yfirvinnueiningar hvers embættis fyrir sig voru sendar hverjum og einum í pósti en ekki birtar. 7. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161. Umdeild hækkun kjararáðs upp á ríflega 44 prósent til handa kjörnum fulltrúum í lok október 2016 skapaði miklar illdeilur í samfélaginu og var ákveðið í borgarstjórn að frysta launin. Í apríl í fyrra varð niðurstaðan að borgarfulltrúar myndu afþakka hækkun kjararáðs og binda laun sín í framtíðinni við þróun launavísitölu sem uppfærist í janúar og júlí ár hvert. Þegar kjararáð kvað upp hinn umdeilda úrskurð sinn sem hefði hækkað laun borgarfulltrúa verulega vegna tengingar launa þeirra við þingfarakaup, námu grunnlaun borgarfulltrúa 593.720 krónum á mánuði. Hefðu borgarfulltrúar þegið hækkun kjararáðs hefðu grunnlaun farið upp í 856.949 krónur, í stað 633.022 króna. Á móti kemur að borgarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 í vor. Grunnlaun borgarfulltrúa segja þó aðeins hluta kjarasögunnar því ofan á þau leggst starfskostnaður, og hinar ýmsu álagsgreiðslur sem numið geta hundruðum þúsunda á mánuði í einhverjum tilfella. Svo dæmi sé tekið fá borgarfulltrúar sem gegna formennsku í fagráði eða borgarstjórnarflokki greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, eða 181.000 krónur. Borgarfulltrúar sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum fá sömuleiðis 25 prósenta álag. Borgarfulltrúar sem sitja í borgarráði fá greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, formaður borgarráðs fær 40 prósenta álag. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, lýsti því yfir í sumar að hún myndi ekki þiggja álagsgreiðslurnar þótt hún gæti ekki afsalað sér þeim. Ekki liggur fyrir hvort fleiri borgarfulltrúar fylgi því fordæmi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að laun kjörinna fulltrúa séu of há. 24. ágúst 2018 18:30 Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. 29. júlí 2018 19:00 Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Í árslok 2011 felldi kjararáð úr gildi launalækkanir sem fylgdu eftir efnahagshrunið. Ákvörðun um launaflokk og yfirvinnueiningar hvers embættis fyrir sig voru sendar hverjum og einum í pósti en ekki birtar. 7. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að laun kjörinna fulltrúa séu of há. 24. ágúst 2018 18:30
Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. 29. júlí 2018 19:00
Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Í árslok 2011 felldi kjararáð úr gildi launalækkanir sem fylgdu eftir efnahagshrunið. Ákvörðun um launaflokk og yfirvinnueiningar hvers embættis fyrir sig voru sendar hverjum og einum í pósti en ekki birtar. 7. ágúst 2018 08:00