Hannes í pistli um HM í FourFourTwo: „Dagurinn þar sem afi varði víti frá besta fótboltamanni heims“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 12:00 Hannes Þór Halldórsson eftir leikinn á móti Argentínu. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, átti eftirminnilega heimsmeistarakeppni þar sem hann meðal annars varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Fótboltablaðið FourFourTwo fékk Hannes til að segja frá reynslu sinni af HM í Rússlandi í nýjasta tölublaði þess. Hannes fær undirfyrirsögnina: Icelandic goalkeeper (The hand of Cod) eða íslenski markvörðurinn (hendi þorsksins). Þar eru blaðamenn FourFourTwo væntanlega með einhverja vísun í Hendi guðs markið hans Diego Maradona fyrir Argentínu á móti Englandi á HM í Mexíkó 1986. Hannes segir frá að spila á HM hafi verið svona stund þar sem hann þurfti að klípa sjálfan sig til að trúa því að þetta væri að gerast. Hannes var líka spurður af því margoft fyrir heimsmeistarakeppnina hvernig það yrði að upplifa það að vera á HM og reyna að verja vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Ég hló af þessu en svo gerðist það. Það var ótrúlegt. Ég vissi að þetta var stór stund því ef hann myndi skora þá yrði það mjög erfitt fyrir okkur að jafna aftur metin,“ skrifaði Hannes. „Ég hefði heppnina með mér og náði að verja en ég get ekki sagt frá því hvernig mér leið á þeirri stundu. Ég man bara eftir yndislegri tilfinningu sem kom yfir mig á eftir og ég fékk líka þúsundir skilaboða eftir leikinn,“ skrifaði Hannes „Ef ég þurfti að taka eitthvað atvik til að segja barnarbörnunum frá þá væri það þetta. Dagurinn þar sem afi varði víti frá besta fótboltamanni heims,“ skrifaði Hannes.Hannes Þór Halldórsson ver víti frá Lionel Messi.Vísir/GettyHannes segist hafa elskað það að spila á HM en að tapið á móti Nígeríu hafi verið mikil vonbrigði. Þegar á reyndi var Ísland samt svo nálægt því að komast upp úr riðlinum. „Um tíma í lokaleiknum var eins og hlutirnir ætluðu að falla með okkur. Það var jafnt hjá Argentínu og í um tíu mínútur þurftum við bara að skora eitt mark til að komast áfram. Ef það hefði gerst þá hefði ég ekki getað beðið um meira á þessu HM,“ skrifaði Hannes. „Því miður var það Króatía sem skoraði en ekki við. Það voru blendnar tilfinningar þegar við yfirgáfum mótið. Við vorum vonsviknir að hafa ekki náð markmiðum okkar en vorum um leið stoltir að hafa gefið allt okkar í þetta,“ skrifaði Hannes. Hannes skrifaði líka um mótttökur liðsins heima á Íslandi og möguleikann á því að fá skrúðgöngu eins og þegar þeir komu heim af EM tveimur árum fyrr. Það var ákveðið að flauta af skrúðgönguna og liðið fékk enga formlega móttöku. „Ég held að það hefði verið bara óþægilegt fyrir okkur. Það var ekki mikið um að vera á flugvellinum þegar við lentum og alls ekkert í líkingu við 2016. Samt sem áður var þetta ótrúlegt ævintýri og við ætlum líka að koma aftur. Við munum passa upp á það,“ skrifaði Hannes. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, átti eftirminnilega heimsmeistarakeppni þar sem hann meðal annars varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Fótboltablaðið FourFourTwo fékk Hannes til að segja frá reynslu sinni af HM í Rússlandi í nýjasta tölublaði þess. Hannes fær undirfyrirsögnina: Icelandic goalkeeper (The hand of Cod) eða íslenski markvörðurinn (hendi þorsksins). Þar eru blaðamenn FourFourTwo væntanlega með einhverja vísun í Hendi guðs markið hans Diego Maradona fyrir Argentínu á móti Englandi á HM í Mexíkó 1986. Hannes segir frá að spila á HM hafi verið svona stund þar sem hann þurfti að klípa sjálfan sig til að trúa því að þetta væri að gerast. Hannes var líka spurður af því margoft fyrir heimsmeistarakeppnina hvernig það yrði að upplifa það að vera á HM og reyna að verja vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Ég hló af þessu en svo gerðist það. Það var ótrúlegt. Ég vissi að þetta var stór stund því ef hann myndi skora þá yrði það mjög erfitt fyrir okkur að jafna aftur metin,“ skrifaði Hannes. „Ég hefði heppnina með mér og náði að verja en ég get ekki sagt frá því hvernig mér leið á þeirri stundu. Ég man bara eftir yndislegri tilfinningu sem kom yfir mig á eftir og ég fékk líka þúsundir skilaboða eftir leikinn,“ skrifaði Hannes „Ef ég þurfti að taka eitthvað atvik til að segja barnarbörnunum frá þá væri það þetta. Dagurinn þar sem afi varði víti frá besta fótboltamanni heims,“ skrifaði Hannes.Hannes Þór Halldórsson ver víti frá Lionel Messi.Vísir/GettyHannes segist hafa elskað það að spila á HM en að tapið á móti Nígeríu hafi verið mikil vonbrigði. Þegar á reyndi var Ísland samt svo nálægt því að komast upp úr riðlinum. „Um tíma í lokaleiknum var eins og hlutirnir ætluðu að falla með okkur. Það var jafnt hjá Argentínu og í um tíu mínútur þurftum við bara að skora eitt mark til að komast áfram. Ef það hefði gerst þá hefði ég ekki getað beðið um meira á þessu HM,“ skrifaði Hannes. „Því miður var það Króatía sem skoraði en ekki við. Það voru blendnar tilfinningar þegar við yfirgáfum mótið. Við vorum vonsviknir að hafa ekki náð markmiðum okkar en vorum um leið stoltir að hafa gefið allt okkar í þetta,“ skrifaði Hannes. Hannes skrifaði líka um mótttökur liðsins heima á Íslandi og möguleikann á því að fá skrúðgöngu eins og þegar þeir komu heim af EM tveimur árum fyrr. Það var ákveðið að flauta af skrúðgönguna og liðið fékk enga formlega móttöku. „Ég held að það hefði verið bara óþægilegt fyrir okkur. Það var ekki mikið um að vera á flugvellinum þegar við lentum og alls ekkert í líkingu við 2016. Samt sem áður var þetta ótrúlegt ævintýri og við ætlum líka að koma aftur. Við munum passa upp á það,“ skrifaði Hannes.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira