Pence og Pompeo segjast ekki vera huldumaðurinn Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2018 12:35 Mike Pence og Mike Pompeo. Vísir/AP/EPA Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skrifað nafnlausa grein sem birt var í New York Times í gærkvöldi og það gerir Mike Pompeo, utanríkisráðherra, einnig. Umrædd grein var skrifuð af „háttsettum embættismanni“ sem vinnur fyrir Donald Trump, forseta, þar var Trump harðlega gagnrýndur og var því haldið fram að starfsmenn hans vinni á bak við tjöldin til að koma í veg fyrir að hann valdi Bandaríkjunum skaða. Fjölmargir hafa haldið því fram að Pence hafi skrifað greinina og byggir sú kenning á því að orðið „lodestar“ sé í henni. Pence hefur oft notað þetta sjaldgæfa orð í máli sínu.Sjá einnig: Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hansÍ yfirlýsingu frá skrifstofu Pence segir að hann merki þær greinar sem hann skrifi. Enn fremur segir starfsmaður hans á Twitter að bæði NYT og huldumaðurinn ættu að skammast sín fyrir greinina sem hann segir vera falska og heigulslega.The Vice President puts his name on his Op-Eds. The @nytimes should be ashamed and so should the person who wrote the false, illogical, and gutless op-ed. Our office is above such amateur acts. — Jarrod Agen (@VPComDir) September 6, 2018 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem staddur er í Indlandi gagnrýndi einnig birtingu greinarinnar og þvertók fyrir að hafa skrifað hana. Hann sagði sömuleiðis að ef greinin væri raunveruleg ætti sá sem skrifað hana ekki að vera svo undirförull og fara þessa leið með gagnrýni sína.Pompeo sagði að ef viðkomandi aðili sæi sér ekki fært að fylgja skipunum forsetans ætti hann að hætta í starfi sínu. „Þessi persóna ákvað, samkvæmt New York Times, þess í stað að vera áfram og grafa undan því sem Trump og ríkisstjórn hans eru að reyna að gera,“ sagði Pompeo og bætti við: „Og ég verð að segja ykkur, að ég er uggandi yfir viðleitni fjölmiðla til að grafa undan ríkisstjórninni.“Sjá einnig: Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn erDonald Trump hefur brugðist reiður við greininni og samkvæmt Washington Post er huldumannsins leitað innan veggja Hvíta hússins og ríkisstjórnarinnar, sem jafnvel væri hægt að kalla Heimildarmenn WP segja Trump líta á skrifin sem svik og jafnvel landráð og hann sé ævareiður. Fyrstu viðbrögð hans voru til dæmis að tísta orðinu landráð með engu öðru en spurningarmerki.TREASON?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skrifað nafnlausa grein sem birt var í New York Times í gærkvöldi og það gerir Mike Pompeo, utanríkisráðherra, einnig. Umrædd grein var skrifuð af „háttsettum embættismanni“ sem vinnur fyrir Donald Trump, forseta, þar var Trump harðlega gagnrýndur og var því haldið fram að starfsmenn hans vinni á bak við tjöldin til að koma í veg fyrir að hann valdi Bandaríkjunum skaða. Fjölmargir hafa haldið því fram að Pence hafi skrifað greinina og byggir sú kenning á því að orðið „lodestar“ sé í henni. Pence hefur oft notað þetta sjaldgæfa orð í máli sínu.Sjá einnig: Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hansÍ yfirlýsingu frá skrifstofu Pence segir að hann merki þær greinar sem hann skrifi. Enn fremur segir starfsmaður hans á Twitter að bæði NYT og huldumaðurinn ættu að skammast sín fyrir greinina sem hann segir vera falska og heigulslega.The Vice President puts his name on his Op-Eds. The @nytimes should be ashamed and so should the person who wrote the false, illogical, and gutless op-ed. Our office is above such amateur acts. — Jarrod Agen (@VPComDir) September 6, 2018 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem staddur er í Indlandi gagnrýndi einnig birtingu greinarinnar og þvertók fyrir að hafa skrifað hana. Hann sagði sömuleiðis að ef greinin væri raunveruleg ætti sá sem skrifað hana ekki að vera svo undirförull og fara þessa leið með gagnrýni sína.Pompeo sagði að ef viðkomandi aðili sæi sér ekki fært að fylgja skipunum forsetans ætti hann að hætta í starfi sínu. „Þessi persóna ákvað, samkvæmt New York Times, þess í stað að vera áfram og grafa undan því sem Trump og ríkisstjórn hans eru að reyna að gera,“ sagði Pompeo og bætti við: „Og ég verð að segja ykkur, að ég er uggandi yfir viðleitni fjölmiðla til að grafa undan ríkisstjórninni.“Sjá einnig: Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn erDonald Trump hefur brugðist reiður við greininni og samkvæmt Washington Post er huldumannsins leitað innan veggja Hvíta hússins og ríkisstjórnarinnar, sem jafnvel væri hægt að kalla Heimildarmenn WP segja Trump líta á skrifin sem svik og jafnvel landráð og hann sé ævareiður. Fyrstu viðbrögð hans voru til dæmis að tísta orðinu landráð með engu öðru en spurningarmerki.TREASON?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira