Innlent

Fyrst kvenna til að leiða norrænu ráðherranefndina

Atli Ísleifsson skrifar
Paula Lehtomäki var kjörin á finnska þingið árið 1999 og sat á þinginu í sextán ár.
Paula Lehtomäki var kjörin á finnska þingið árið 1999 og sat á þinginu í sextán ár. Mynd/Laura Kotila
Paula Lehtomäki frá Finnlandi hefur verið valin til að taka við embætti framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Lehtomäki tekur við embættinu af Norðmanninum Dagfinn Høybråten og tekur til starfa í mars 2019.

Í frétt á vef Norðurlandaráðs kemur fram að norrænu samstarfsráðherrarnir, undir forystu Margot Wallström frá Svíþjóð, hafi valið Paulu Lehtomäki en hún er nú ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti Finnlands. Hún er fyrsta konan til að gegna embættinu.

Haft er eftir Lehtomäki að hún hlakki til að takast á við nýjar áskoranir. „Mér finnst norrænt samstarf skipta vaxandi máli og ég hlakka mikið til að fá tækifæri til þess að vera í fullu starfi við að sinna því. Norðurlöndin er nánasta fjölskyldan í heimi þar sem framtíðin er óráðin, bæði fyrir mig persónulega og fyrir Finnland,“ segir Lehtomäki.

Paula Lehtomäki var kjörin á finnska þingið árið 1999 og sat á þinginu í sextán ár. Hún varð utanríkis- og þróunarmálaráðherra árið 2003 og gegndi embætti umhverfisráðherra árin 2007 til 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×