Missti auga eftir að golfkúla skaust í andlit hans Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2018 20:14 Frá Keilisvellinum, ekki fjarri þeim stað þar sem slysið átti sér stað. Kylfingurinn á myndinni, sem ekki tengist fréttinni, er einmitt að slá kúlu sína úr hrauninu. visir/jakob bjarnar Kylfingur missti augað eftir að hafa fengið golfkúlu í sig. Atvikið átti sér stað á Keilisvellinum í Hafnarfirði á opnu móti sem haldið var þar fyrir tæpum hálfum mánuði. Kylfingurinn sem um ræðir er karlmaður á sextugsaldri, þaulvanur golfari með um 11 í forgjöf. Hið skelfilega óhapp átti sér stað á 5. braut, á þeim hluta vallarins sem kallast Hraunið – nafn með rentu. Kylfingurinn, sem þá þegar var kominn með gott skorkort, sló kúluna út í hraun í upphafshögginu og freistaði þess að ná henni inná flöt í öðru höggi. En, um er að ræða fremur langa par fjögur holu.Fullt högg með sexjárni Kylfingurinn sló fullt högg með sexjárni, öflug kylfa en ekki vildi betur til en kúlan fór í stein sem var í rétt rúmlega 1 metra fjarlægð, skaust til baka og beint í auga mannsins. Kúlan lá vel þegar slegið var og verður atvikið að skrifast á skelfilega óheppni en steinninn stóð ekki nema um 10 sentímetra uppúr jörðinni. Flestir kylfingar hefðu reynt þetta sama og fyrirfram hefði höggið seint flokkast sem hættuspil.Ólafur Þór hjá Keili. Hann segir að um skelfilega óheppni hafi verið að ræða og ekkert nándar eins alvarlegt atvik hafi komið upp á Keilisvellinum.visir/jakobTalsvert blæddi úr auganu og andlit hans bólgnaði upp. Var sjúkrabíll kallaður til þegar eftir að óhappið hafði átt sér stað. Maðurinn fór þá í aðgerð en ekki tókst að bjarga auganu sem var illa leikið eftir golfkúluna. Samkvæmt heimilum Vísis telja læknar manninn þó að einhverju leyti heppinn því ef kúlan hefði til að mynda farið í gagnauga hans hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.Starfsfólk Keilis í sjokki Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, segir að hann og hans fólk hafi fengið áfall við tíðindin, „Að jafn alvarlegt slys skyldi gerast hjá okkur.“ Hann segir að þetta sé til allrar hamingju ekki algengt. „En það hendir að fólk slái, hvort heldur er á skógarvelli eða hraunvelli eins og hjá okkur, þannig að kúlan hrökkvi í það. En, þetta er það langalvarlegasta sem við höfum lent í á okkar velli. Ekkert sem kemst í líkingu við þetta. En, menn hafa verið nálægt því. Eins í þessari íþrótt og öllum öðrum íþróttum, slysin gerast og gera ekki boð á undan sér.“ Ólafur Þór segir að um óheppni hafi verið að ræða og kylfingurinn hafi ekki einu sinni séð steininn sem kúlan fór í. „Þetta er skelfileg óheppni.“ Dómaranefnd Keilis er með til skoðunar að fjölga fallreitum í hrauninu megi það verða til þess að minnka hættu á því svæði vallarins. Golf Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Kylfingur missti augað eftir að hafa fengið golfkúlu í sig. Atvikið átti sér stað á Keilisvellinum í Hafnarfirði á opnu móti sem haldið var þar fyrir tæpum hálfum mánuði. Kylfingurinn sem um ræðir er karlmaður á sextugsaldri, þaulvanur golfari með um 11 í forgjöf. Hið skelfilega óhapp átti sér stað á 5. braut, á þeim hluta vallarins sem kallast Hraunið – nafn með rentu. Kylfingurinn, sem þá þegar var kominn með gott skorkort, sló kúluna út í hraun í upphafshögginu og freistaði þess að ná henni inná flöt í öðru höggi. En, um er að ræða fremur langa par fjögur holu.Fullt högg með sexjárni Kylfingurinn sló fullt högg með sexjárni, öflug kylfa en ekki vildi betur til en kúlan fór í stein sem var í rétt rúmlega 1 metra fjarlægð, skaust til baka og beint í auga mannsins. Kúlan lá vel þegar slegið var og verður atvikið að skrifast á skelfilega óheppni en steinninn stóð ekki nema um 10 sentímetra uppúr jörðinni. Flestir kylfingar hefðu reynt þetta sama og fyrirfram hefði höggið seint flokkast sem hættuspil.Ólafur Þór hjá Keili. Hann segir að um skelfilega óheppni hafi verið að ræða og ekkert nándar eins alvarlegt atvik hafi komið upp á Keilisvellinum.visir/jakobTalsvert blæddi úr auganu og andlit hans bólgnaði upp. Var sjúkrabíll kallaður til þegar eftir að óhappið hafði átt sér stað. Maðurinn fór þá í aðgerð en ekki tókst að bjarga auganu sem var illa leikið eftir golfkúluna. Samkvæmt heimilum Vísis telja læknar manninn þó að einhverju leyti heppinn því ef kúlan hefði til að mynda farið í gagnauga hans hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.Starfsfólk Keilis í sjokki Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, segir að hann og hans fólk hafi fengið áfall við tíðindin, „Að jafn alvarlegt slys skyldi gerast hjá okkur.“ Hann segir að þetta sé til allrar hamingju ekki algengt. „En það hendir að fólk slái, hvort heldur er á skógarvelli eða hraunvelli eins og hjá okkur, þannig að kúlan hrökkvi í það. En, þetta er það langalvarlegasta sem við höfum lent í á okkar velli. Ekkert sem kemst í líkingu við þetta. En, menn hafa verið nálægt því. Eins í þessari íþrótt og öllum öðrum íþróttum, slysin gerast og gera ekki boð á undan sér.“ Ólafur Þór segir að um óheppni hafi verið að ræða og kylfingurinn hafi ekki einu sinni séð steininn sem kúlan fór í. „Þetta er skelfileg óheppni.“ Dómaranefnd Keilis er með til skoðunar að fjölga fallreitum í hrauninu megi það verða til þess að minnka hættu á því svæði vallarins.
Golf Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira