Missti auga eftir að golfkúla skaust í andlit hans Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2018 20:14 Frá Keilisvellinum, ekki fjarri þeim stað þar sem slysið átti sér stað. Kylfingurinn á myndinni, sem ekki tengist fréttinni, er einmitt að slá kúlu sína úr hrauninu. visir/jakob bjarnar Kylfingur missti augað eftir að hafa fengið golfkúlu í sig. Atvikið átti sér stað á Keilisvellinum í Hafnarfirði á opnu móti sem haldið var þar fyrir tæpum hálfum mánuði. Kylfingurinn sem um ræðir er karlmaður á sextugsaldri, þaulvanur golfari með um 11 í forgjöf. Hið skelfilega óhapp átti sér stað á 5. braut, á þeim hluta vallarins sem kallast Hraunið – nafn með rentu. Kylfingurinn, sem þá þegar var kominn með gott skorkort, sló kúluna út í hraun í upphafshögginu og freistaði þess að ná henni inná flöt í öðru höggi. En, um er að ræða fremur langa par fjögur holu.Fullt högg með sexjárni Kylfingurinn sló fullt högg með sexjárni, öflug kylfa en ekki vildi betur til en kúlan fór í stein sem var í rétt rúmlega 1 metra fjarlægð, skaust til baka og beint í auga mannsins. Kúlan lá vel þegar slegið var og verður atvikið að skrifast á skelfilega óheppni en steinninn stóð ekki nema um 10 sentímetra uppúr jörðinni. Flestir kylfingar hefðu reynt þetta sama og fyrirfram hefði höggið seint flokkast sem hættuspil.Ólafur Þór hjá Keili. Hann segir að um skelfilega óheppni hafi verið að ræða og ekkert nándar eins alvarlegt atvik hafi komið upp á Keilisvellinum.visir/jakobTalsvert blæddi úr auganu og andlit hans bólgnaði upp. Var sjúkrabíll kallaður til þegar eftir að óhappið hafði átt sér stað. Maðurinn fór þá í aðgerð en ekki tókst að bjarga auganu sem var illa leikið eftir golfkúluna. Samkvæmt heimilum Vísis telja læknar manninn þó að einhverju leyti heppinn því ef kúlan hefði til að mynda farið í gagnauga hans hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.Starfsfólk Keilis í sjokki Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, segir að hann og hans fólk hafi fengið áfall við tíðindin, „Að jafn alvarlegt slys skyldi gerast hjá okkur.“ Hann segir að þetta sé til allrar hamingju ekki algengt. „En það hendir að fólk slái, hvort heldur er á skógarvelli eða hraunvelli eins og hjá okkur, þannig að kúlan hrökkvi í það. En, þetta er það langalvarlegasta sem við höfum lent í á okkar velli. Ekkert sem kemst í líkingu við þetta. En, menn hafa verið nálægt því. Eins í þessari íþrótt og öllum öðrum íþróttum, slysin gerast og gera ekki boð á undan sér.“ Ólafur Þór segir að um óheppni hafi verið að ræða og kylfingurinn hafi ekki einu sinni séð steininn sem kúlan fór í. „Þetta er skelfileg óheppni.“ Dómaranefnd Keilis er með til skoðunar að fjölga fallreitum í hrauninu megi það verða til þess að minnka hættu á því svæði vallarins. Golf Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Kylfingur missti augað eftir að hafa fengið golfkúlu í sig. Atvikið átti sér stað á Keilisvellinum í Hafnarfirði á opnu móti sem haldið var þar fyrir tæpum hálfum mánuði. Kylfingurinn sem um ræðir er karlmaður á sextugsaldri, þaulvanur golfari með um 11 í forgjöf. Hið skelfilega óhapp átti sér stað á 5. braut, á þeim hluta vallarins sem kallast Hraunið – nafn með rentu. Kylfingurinn, sem þá þegar var kominn með gott skorkort, sló kúluna út í hraun í upphafshögginu og freistaði þess að ná henni inná flöt í öðru höggi. En, um er að ræða fremur langa par fjögur holu.Fullt högg með sexjárni Kylfingurinn sló fullt högg með sexjárni, öflug kylfa en ekki vildi betur til en kúlan fór í stein sem var í rétt rúmlega 1 metra fjarlægð, skaust til baka og beint í auga mannsins. Kúlan lá vel þegar slegið var og verður atvikið að skrifast á skelfilega óheppni en steinninn stóð ekki nema um 10 sentímetra uppúr jörðinni. Flestir kylfingar hefðu reynt þetta sama og fyrirfram hefði höggið seint flokkast sem hættuspil.Ólafur Þór hjá Keili. Hann segir að um skelfilega óheppni hafi verið að ræða og ekkert nándar eins alvarlegt atvik hafi komið upp á Keilisvellinum.visir/jakobTalsvert blæddi úr auganu og andlit hans bólgnaði upp. Var sjúkrabíll kallaður til þegar eftir að óhappið hafði átt sér stað. Maðurinn fór þá í aðgerð en ekki tókst að bjarga auganu sem var illa leikið eftir golfkúluna. Samkvæmt heimilum Vísis telja læknar manninn þó að einhverju leyti heppinn því ef kúlan hefði til að mynda farið í gagnauga hans hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.Starfsfólk Keilis í sjokki Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, segir að hann og hans fólk hafi fengið áfall við tíðindin, „Að jafn alvarlegt slys skyldi gerast hjá okkur.“ Hann segir að þetta sé til allrar hamingju ekki algengt. „En það hendir að fólk slái, hvort heldur er á skógarvelli eða hraunvelli eins og hjá okkur, þannig að kúlan hrökkvi í það. En, þetta er það langalvarlegasta sem við höfum lent í á okkar velli. Ekkert sem kemst í líkingu við þetta. En, menn hafa verið nálægt því. Eins í þessari íþrótt og öllum öðrum íþróttum, slysin gerast og gera ekki boð á undan sér.“ Ólafur Þór segir að um óheppni hafi verið að ræða og kylfingurinn hafi ekki einu sinni séð steininn sem kúlan fór í. „Þetta er skelfileg óheppni.“ Dómaranefnd Keilis er með til skoðunar að fjölga fallreitum í hrauninu megi það verða til þess að minnka hættu á því svæði vallarins.
Golf Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira