Viðskipti innlent

Atli Fannar selur og hættir með Nútímann

Atli Ísleifsson skrifar
Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans.
Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans. Vísir/Andri Marinó
Atli Fannar Bjarkason, stofnandi og ritstjóri vefmiðilsins Nútímans, hefur selt miðilinn til eigenda ske.is. Hann mun jafnframt hætta störfum í lok þessa mánaðar.

Þetta kemur fram í frétt á vef Fréttablaðsins. Atli Fannar segir að honum hafi þótt kominn tími til að snúa sér að öðrum hlutum, en hann stofnaði vefinn fyrir um fjórum árum síðan.

Atli Fannar segist hafa tekið þá ákvörðun að hætta með Nútímann í sumar þegar hann var í fæðingarorlofi. Rekstrarumhverfið hafi verið erfitt en að hann hafi þó ekki þurft að leggja rekstrinum til krónu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×