Viðskipti innlent

HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða

Stefán Ó. Jónsson skrifar
HB Grandi er eina sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem er skráð í Kauphöllina.
HB Grandi er eina sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem er skráð í Kauphöllina. Vísir/Anton Brink
HB Grandi hf. hefur gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Seljandinn er útgerðarfélagið Brim hf, en félagið er stærsti eigandi HB Granda. Hlutur þess nemur 35 prósentum. Guðmundur Kristjánsson, oftast kenndur við Brim, er forstjóri HB Granda.

Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að kaupverðið er um 12,3 milljarðar króna, eða 95 milljónir evra. Það geti þó tekið leiðréttingum þegar niðurstaða fjárhagsuppgjörs félagsins, miðað við 31. ágúst 2018, liggur fyrir.

Kaupin eru einnig gerð með fyrirvara um samþykki stjórnar HB Granda hf. og hluthafafundar félagsins. Þá eru viðskiptin háð samþykki Samkeppniseftirlitsins um samruna þann sem kaupin leiða til.

Kaupin verða fjármögnuð með eigin fé og lánsfjármagni. Hlutabréfin verða afhent við greiðslu kaupverðs.

„Jafnframt liggur fyrir vilji stjórnar HB Granda til að skoða sölu félagins á frystitogara sem nú er í smíðum á Spáni,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Brim þyrfti að losa eignir

Útgerðarfélagið Brim þyrfti að losa sig við eignir fari svo að hluthafar í HB Granda samþykki yfirtökutilboð Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims og stjórnarformanns HB Granda.

Studdu ekki brottrekstur forstjórans

Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti.

Brim kaupir Ögurvík

Eigendur Ögurvíkur hf. og Brim hf. hafa gert samkomulag um að Brim hf. kaupi allt hlutafé í Ögurvík hf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×