Formaður Eflingar vill að lægstu laun verði skattfrjáls Kristín Ýrr Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2018 19:08 Samflot fjölmennustu verkalýðsfélaga landsins auka líkur á árangri í komandi kjaraviðræðum, að mati formanns Eflingar sem vill að lægstu laun verði undanþegin skatti. Hann skorar á félög innan Landssambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambands Íslands að fara saman fram í komandi kjaraviðræðum. Útlit er fyrir harðar kjaraviðræður þegar fjöldi kjarasamninga losnar um áramótin. Í gær fól stjórn Eflingar-stéttarfélags formanni sínum að kanna grundvöll fyrir samstarfi við VR í komandi kjaraviðræðum. „Ég var í morgun á formannafundi Starfsgreinasambandsins og þar flutti ég þeim fregnir af því að á stjórnarfundi hjá Eflingu í gær var samþykkt einróma ályktun um það að öll félögin innan sambandsins leituðu eftir samstarfi við VR eða félögin innan Landssambands verslunarmanna,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Verði þetta að veruleika mun meginþorri vinnuafls á almennum vinnumarkaði standa saman í komandi kjarabaráttu. Sólveig segir það styrkja stoðir verkalýðshreyfingarinnar. Hún segist vilja sjá lægstu laun alveg skattfrjáls en félögin telja bæði að láglaunafólk beri alltof mikla skattbyrgði á herðum sér. Hluti af sameiginlegum kröfum þeirra er að persónuafsláttur verði hækkaður og að stjórnvöld endurskoði barna- og vaxtabótakerfið. „Ef að við förum fram sameinuð þá er þetta gríðarlega stór og kröftugur hópur. Ég get ekki betur heyrt en að það sé samhljómur í því að sækja sterkt og markvisst fram á ríkisvaldið til að ganga í að lagfæra skattkerfið, bótakerfið, húsnæðsmálin og allt þetta sem brennur helst á okkar félagsmönnum. Ef af þessu verður þá eru líkur okkar á því að ná árangri þeim mun meiri og betri,” segir hún. Kjaramál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Samflot fjölmennustu verkalýðsfélaga landsins auka líkur á árangri í komandi kjaraviðræðum, að mati formanns Eflingar sem vill að lægstu laun verði undanþegin skatti. Hann skorar á félög innan Landssambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambands Íslands að fara saman fram í komandi kjaraviðræðum. Útlit er fyrir harðar kjaraviðræður þegar fjöldi kjarasamninga losnar um áramótin. Í gær fól stjórn Eflingar-stéttarfélags formanni sínum að kanna grundvöll fyrir samstarfi við VR í komandi kjaraviðræðum. „Ég var í morgun á formannafundi Starfsgreinasambandsins og þar flutti ég þeim fregnir af því að á stjórnarfundi hjá Eflingu í gær var samþykkt einróma ályktun um það að öll félögin innan sambandsins leituðu eftir samstarfi við VR eða félögin innan Landssambands verslunarmanna,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Verði þetta að veruleika mun meginþorri vinnuafls á almennum vinnumarkaði standa saman í komandi kjarabaráttu. Sólveig segir það styrkja stoðir verkalýðshreyfingarinnar. Hún segist vilja sjá lægstu laun alveg skattfrjáls en félögin telja bæði að láglaunafólk beri alltof mikla skattbyrgði á herðum sér. Hluti af sameiginlegum kröfum þeirra er að persónuafsláttur verði hækkaður og að stjórnvöld endurskoði barna- og vaxtabótakerfið. „Ef að við förum fram sameinuð þá er þetta gríðarlega stór og kröftugur hópur. Ég get ekki betur heyrt en að það sé samhljómur í því að sækja sterkt og markvisst fram á ríkisvaldið til að ganga í að lagfæra skattkerfið, bótakerfið, húsnæðsmálin og allt þetta sem brennur helst á okkar félagsmönnum. Ef af þessu verður þá eru líkur okkar á því að ná árangri þeim mun meiri og betri,” segir hún.
Kjaramál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira