Eins og hnefaleikakappi klár í slaginn með sigurvindilinn kláran Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 8. september 2018 08:00 Erik Hamrén stýrir Íslandi í fyrsta sinn í dag. vísir/arnar halldórsson Erik Hamrén, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, stýrir strákunum okkar í fyrsta sinn í dag þegar að íslenska liðið mætir því svissneska í St. Gallen klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þetta er fyrsti leikur liðanna í nýju Þjóðadeildinni en auk Íslands og Sviss er Belgía einnig í riðlinum. Okkar menn ferðast heim eftir leikinn í dag og mæta Belgum á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Hamrén fékk aðeins 16 daga til að velja sinn fyrsta landsliðshóp og hefur nú stýrt æfingum í eina viku fyrir þennan fyrsta leik sem er mótsleikur í nýrri keppni. „Mér líður rosalega vel. Ég hlakka til leiksins og ég finn fyrir spennu í líkanum. Fyrsti leikurinn er alltaf svona spennandi og sérstaklega þar sem að þetta er mótsleikur,“ segir Hamrén í viðtali við Guðmund Benediktsson en greinir hann spennu í hópnum? „Ég þekki leikmennina ekki svo vel að ég geti sagt til um það. Æfingarnar hafa verið góðar og auðvitað vilja leikmennirnir sýna sig fyrir mér. Ég veit ekki hvort að þeir eru stressaðir en ég held ekki því að þetta eru reynslumiklir strákar. Kannski eru sumir af þessum nýju örlítið stressaðir.“Hamrén er bjartsýnn á góð úrslit í dag en hann segist þurfa að vera jákvæður fyrir þessu nýja og spennandi verkefni. „Ég er alltaf jákvæður eins og hnefaleikakappi á leið inn í hringinn. Ég held alltaf að við getum unnið. Hnefaleikakappar þurfa að vera jákvæðir en við verðum að vera raunsæir. Þetta verður erfitt en við verðum að trúa því að við eigum séns. Ef maður trúir ekki verður allt miklu erfiðara,“ segir hann. Hamrén hefur ekki fengið mikinn tíma til að undirbúa liðið en svona er lífið sem landsliðsþjálfari. „Þjálfari segir alltaf að hann þurfi á fleiri dögum og vikum á að halda til að undirbúa sig. En svona er staðan núna og þessir fáu æfingadagar er það eina sem ég er óánægður með. Svona er fótboltinn og svo eru mikil meiðsli í hópnum. Það var fyrst í gær sem að við gátum æft með tvö ellefu manna liða. Í heildina hef ég samt verið ánægður,“ segir Hamrén sem er klár í að fagna ef sigur vinnst í kvöld. „Ef við fáum þrjú stig fæ ég mér vindil,“ segir Erik Hamrén. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Fyrirliði íslenska landsliðsins er meiddur og því ber Gylfi Þór bandið á móti Sviss. 8. september 2018 06:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Erik Hamrén, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, stýrir strákunum okkar í fyrsta sinn í dag þegar að íslenska liðið mætir því svissneska í St. Gallen klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þetta er fyrsti leikur liðanna í nýju Þjóðadeildinni en auk Íslands og Sviss er Belgía einnig í riðlinum. Okkar menn ferðast heim eftir leikinn í dag og mæta Belgum á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Hamrén fékk aðeins 16 daga til að velja sinn fyrsta landsliðshóp og hefur nú stýrt æfingum í eina viku fyrir þennan fyrsta leik sem er mótsleikur í nýrri keppni. „Mér líður rosalega vel. Ég hlakka til leiksins og ég finn fyrir spennu í líkanum. Fyrsti leikurinn er alltaf svona spennandi og sérstaklega þar sem að þetta er mótsleikur,“ segir Hamrén í viðtali við Guðmund Benediktsson en greinir hann spennu í hópnum? „Ég þekki leikmennina ekki svo vel að ég geti sagt til um það. Æfingarnar hafa verið góðar og auðvitað vilja leikmennirnir sýna sig fyrir mér. Ég veit ekki hvort að þeir eru stressaðir en ég held ekki því að þetta eru reynslumiklir strákar. Kannski eru sumir af þessum nýju örlítið stressaðir.“Hamrén er bjartsýnn á góð úrslit í dag en hann segist þurfa að vera jákvæður fyrir þessu nýja og spennandi verkefni. „Ég er alltaf jákvæður eins og hnefaleikakappi á leið inn í hringinn. Ég held alltaf að við getum unnið. Hnefaleikakappar þurfa að vera jákvæðir en við verðum að vera raunsæir. Þetta verður erfitt en við verðum að trúa því að við eigum séns. Ef maður trúir ekki verður allt miklu erfiðara,“ segir hann. Hamrén hefur ekki fengið mikinn tíma til að undirbúa liðið en svona er lífið sem landsliðsþjálfari. „Þjálfari segir alltaf að hann þurfi á fleiri dögum og vikum á að halda til að undirbúa sig. En svona er staðan núna og þessir fáu æfingadagar er það eina sem ég er óánægður með. Svona er fótboltinn og svo eru mikil meiðsli í hópnum. Það var fyrst í gær sem að við gátum æft með tvö ellefu manna liða. Í heildina hef ég samt verið ánægður,“ segir Hamrén sem er klár í að fagna ef sigur vinnst í kvöld. „Ef við fáum þrjú stig fæ ég mér vindil,“ segir Erik Hamrén. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Fyrirliði íslenska landsliðsins er meiddur og því ber Gylfi Þór bandið á móti Sviss. 8. september 2018 06:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Fyrirliði íslenska landsliðsins er meiddur og því ber Gylfi Þór bandið á móti Sviss. 8. september 2018 06:00