Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. september 2018 13:05 Það kemur í ljós í kvöld hvernig flokkarnir skipta með sér þingsætum í Svíþjóð. Vísir/Elín Margrét Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir framgang Svíþjóðardemókrata hafa verið einkennandi fyrir kosningabaráttuna að þessu sinni. Aðrir flokkar hafi jafnvel reynt að taka upp svipaða orðræðu og Svíþjóðardemókratar í málefnum flóttamanna til að reyna að veiða fylgi til baka. „Það hefur ekki gengið eftir því að bæði jafnaðarmenn, með forsætisráðherrann Stefan Löfven í fararbroddi, og hófsamir hægrimenn, sem að eru venjulega næst stærsti flokkurinn hérna í Svíþjóð, eru í sögulegu lágmarki fylgislega séð og það lítur út fyrir að þeir fái mun minna upp úr kjörkössunum heldur en í kosningunum 2014,“ segir Gunnhildur.Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö.Ljósmynd/aðsendAllt stefnir því í spennandi kosningar en samkvæmt skoðanakönnunum er mjög mjótt á munum og munar aðeins um einu til 1-2% á fylgi blokkanna tveggja, annars vegar ríkisstjórnarinnar og stuðningsflokka og borgaralegu flokkanna fjögurra í stjórnarandstöðu hins vegar. Erfitt gæti verið að mynda ríkisstjórn.Fyrstu tölur berast snemma „Það sem er athyglisvert er að Svíþjóðardemókratarnir eru orðnir það stórir að þeir eru orðnir næst stærsti flokkurinn hérna í Svíþjóð samkvæmt könnunum og þeir eru þá í fyrsta lagi í oddastöðu því að þeir tilheyra hvorugri blokkinni og við getum sagt að þeir eru orðnir það stórir að þeir eru eigin blokk í raun og veru þannig að pólitíska landslagið í Svíþjóð breytist talsvert með þessum kosningum í ár,“ útskýrir Gunnhildur. Ekki sé þó líklegt að Svíþjóðardemókratarnir setjist í ríkisstjórn en þeir geta verið áhrifamiklir á þinginu. Hinir flokkarnir munu ekki komast hjá því að vinna með þeim þar sem hefð er fyrir minnihlutastjórnum í Svíþjóð en samþykkt fjárlaga í nóvember verður fyrsta stóra verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Þá hafa Svíþjóðardemókratar einnig látið til sín taka á sveitarstjórnastiginu þar sem þeir hafa aukið umsvif sín en einnig er kosið til sveitarstjórna í dag. Kjörstaðir loka klukkan átta í kvöld eða klukkan sex að íslenskum tíma. Búast má við að fyrstu tölur berist um svipað leiti eða jafnvel fyrr. „Almennt er kjörsókn mjög góð hérna í Svíþjóð og hún verður það alveg örugglega í ár. Það er mikil pólitísk gerjun og það er mikill aktívismi og við getum sagt að stór hluti kjósenda heldur niðri í sér andanum og bíður eftir úrslitunum,“ segir Gunnhildur. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar ganga til kosninga Úrslitin gætu orðið óvænt því um 20% Svía eiga eftir að gera upp hug sinn. 9. september 2018 10:47 Óvissan allsráðandi fyrir kosningarnar Landslagið í sænskum stjórnmálum er gjörbreytt eftir stökk Svíþjóðardemókrata. Þrír flokkar leiða kapphlaupið um að verða stærsti flokkur landsins. 8. september 2018 08:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir framgang Svíþjóðardemókrata hafa verið einkennandi fyrir kosningabaráttuna að þessu sinni. Aðrir flokkar hafi jafnvel reynt að taka upp svipaða orðræðu og Svíþjóðardemókratar í málefnum flóttamanna til að reyna að veiða fylgi til baka. „Það hefur ekki gengið eftir því að bæði jafnaðarmenn, með forsætisráðherrann Stefan Löfven í fararbroddi, og hófsamir hægrimenn, sem að eru venjulega næst stærsti flokkurinn hérna í Svíþjóð, eru í sögulegu lágmarki fylgislega séð og það lítur út fyrir að þeir fái mun minna upp úr kjörkössunum heldur en í kosningunum 2014,“ segir Gunnhildur.Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö.Ljósmynd/aðsendAllt stefnir því í spennandi kosningar en samkvæmt skoðanakönnunum er mjög mjótt á munum og munar aðeins um einu til 1-2% á fylgi blokkanna tveggja, annars vegar ríkisstjórnarinnar og stuðningsflokka og borgaralegu flokkanna fjögurra í stjórnarandstöðu hins vegar. Erfitt gæti verið að mynda ríkisstjórn.Fyrstu tölur berast snemma „Það sem er athyglisvert er að Svíþjóðardemókratarnir eru orðnir það stórir að þeir eru orðnir næst stærsti flokkurinn hérna í Svíþjóð samkvæmt könnunum og þeir eru þá í fyrsta lagi í oddastöðu því að þeir tilheyra hvorugri blokkinni og við getum sagt að þeir eru orðnir það stórir að þeir eru eigin blokk í raun og veru þannig að pólitíska landslagið í Svíþjóð breytist talsvert með þessum kosningum í ár,“ útskýrir Gunnhildur. Ekki sé þó líklegt að Svíþjóðardemókratarnir setjist í ríkisstjórn en þeir geta verið áhrifamiklir á þinginu. Hinir flokkarnir munu ekki komast hjá því að vinna með þeim þar sem hefð er fyrir minnihlutastjórnum í Svíþjóð en samþykkt fjárlaga í nóvember verður fyrsta stóra verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Þá hafa Svíþjóðardemókratar einnig látið til sín taka á sveitarstjórnastiginu þar sem þeir hafa aukið umsvif sín en einnig er kosið til sveitarstjórna í dag. Kjörstaðir loka klukkan átta í kvöld eða klukkan sex að íslenskum tíma. Búast má við að fyrstu tölur berist um svipað leiti eða jafnvel fyrr. „Almennt er kjörsókn mjög góð hérna í Svíþjóð og hún verður það alveg örugglega í ár. Það er mikil pólitísk gerjun og það er mikill aktívismi og við getum sagt að stór hluti kjósenda heldur niðri í sér andanum og bíður eftir úrslitunum,“ segir Gunnhildur.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar ganga til kosninga Úrslitin gætu orðið óvænt því um 20% Svía eiga eftir að gera upp hug sinn. 9. september 2018 10:47 Óvissan allsráðandi fyrir kosningarnar Landslagið í sænskum stjórnmálum er gjörbreytt eftir stökk Svíþjóðardemókrata. Þrír flokkar leiða kapphlaupið um að verða stærsti flokkur landsins. 8. september 2018 08:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Svíar ganga til kosninga Úrslitin gætu orðið óvænt því um 20% Svía eiga eftir að gera upp hug sinn. 9. september 2018 10:47
Óvissan allsráðandi fyrir kosningarnar Landslagið í sænskum stjórnmálum er gjörbreytt eftir stökk Svíþjóðardemókrata. Þrír flokkar leiða kapphlaupið um að verða stærsti flokkur landsins. 8. september 2018 08:00