Viðskipti innlent

Hagnaður NTC dróst saman um 94 prósent

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Svava Johansen, aðaleigandi NTC.
Svava Johansen, aðaleigandi NTC. Fréttablaðið/Anton Brink
Hagnaður NTC, sem rekur meðal annars verslanirnar Sautján, Evu og GK Reykjavík, nam 4,7 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi tískukeðjunnar, og dróst saman um 94 prósent frá fyrra ári þegar hann var tæplega 81 milljón króna.

NTC seldi vörur fyrir 2,1 milljarð króna í fyrra og jókst vörusalan lítillega á milli ára. Var framlegðin um 1,1 milljarður króna en hún dróst saman um 1,6 prósent frá fyrra ári. EBITDA tískukeðjunnar – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var um 56 milljónir króna á síðasta ári borið saman við 148 milljónir króna árið 2016.

Eigið fé tískukeðjunnar var 207 milljónir króna í lok síðasta árs, borið saman við 242 milljónir króna í lok árs 2016, og þá námu eignir NTC 782 milljónum króna í lok árs 2017. Var eiginfjárhlutfallið því um 26 prósent.

Stjórn tískukeðjunnar leggur til að ekki að ekki verði greiddur arður í ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×