Útlendingastofnun afturreka með yfir helming brottvísana Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru einungis staðfestar af kærunefnd í um það bil helmingi tilvika. Fréttablaðið/GVA Einungis 43 prósent ákvarðana Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann einstaklinga sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi voru staðfest af kærunefnd útlendingamála í fyrra. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að hlutfallið sé frekar hátt,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður nefndarinnar, aðspurður um samanburð við kærunefndir í stjórnsýslunni almennt. Hann segir að skipta megi þessum málum í tvo flokka. Annars vegar séu það mál sem tengjast afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og hins vegar ákvarðanir um brottvísun þeirra sem verið hafa hér of lengi eða sakamanna sem hafa fengið og afplánað dóma hér á landi. Í fyrra tilvikinu er heimilt að ákvarða brottvísun og endurkomubann ef umsóknin er talin bersýnilega tilhæfulaus. Er þessu einkum beitt í málum einstaklinga sem koma frá skilgreindum öruggum ríkjum. Hjörtur segir staðfestingarhlutfall nefndarinnar hafa verið um það bil 43 prósent í þessum málum í fyrra og í langflestum tilvikum var það brottvísunin sem felld var úr gildi eða í um það bil 80 prósentum tilvika. Ástæðan var ýmist sú að ákvörðun var ekki í samræmi við útlendingalög eða stjórnsýslulög. Í hinum málaflokknum, það er málum sem ekki tengjast umsóknum um vernd heldur varða fólk sem verið hefur of lengi á landinu eða er að ljúka afplánun dóma, og hefur í kjölfarið verið birt ákvörðun um brottvísun og endurkomubann, er staðfestingarhlutfallið 58 prósent en nefndin úrskurðaði í alls 32 málum af þessum toga í fyrra. Ástæðurnar fyrir því að svo margar ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi hjá kærunefndinni eru ýmsar, segir Hjörtur. Hann bendir á að nefndin hafi fyrst farið að fá þessar þessar almennu brottvísanir, sem ekki tengjast umsóknum um hæli, eftir gildistöku nýju útlendingalaganna 1. janúar 2017. Þá fékk nefndin til sín töluvert af gömlum málum sem legið höfðu í innanríkisráðuneytinu, (nú dómsmálaráðuneytinu) í töluverðan tíma. „Og það sem gerist oft þegar mál bíða er að þá breytast aðstæður,“ segir Hjörtur. Þannig hafi nefndin ekki verið ósammála mati Útlendingastofnunar í öllum tilvikum heldur hafi aðstæður einstaklingsins breyst sem kalli á aðra úrlausn máls hans. Um brottvísanir þeirra sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd segir Hjörtur hins vegar að í málum sem nefndin fékk til sín í upphafi síðasta árs hafi Útlendingastofnun verið að fara styttri leið en nefndin taldi rétta og því hafi fleiri ákvarðanir verið felldar úr gildi. Staðfestingarhlutfallið hafi svo aftur farið hækkandi með vorinu. Í ágúst hafi svo komið ný reglugerð sem stofnunin fór að beita. „Við töldum þá reglugerð, allavega eins og henni var beitt, ekki hafa lagagrundvöll þannig að þá fórum við aftur að fella úr gildi.“ Hann segir þó meiri ró að komast yfir þetta núna og það sem af er ári hefur staðfestingarhlutfallið hækkað úr 43 prósentum upp í 57 prósent. Um það bil 60 prósent af þeim ákvörðunum sem felldar eru úr gildi, eru vegna brottvísana, samanborið við 80 prósent í fyrra. Aðspurður segist Hjörtur ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hve hátt hlutfall ákvarðana Útlendingastofnunar sé kært til nefndarinnar. „Ég myndi þó segja að langflestar ákvarðanir væru kærðar.“ Hlutfallið sé lægra í málum þeirra sem koma frá öruggum ríkjum. Þeir sætti sig frekar við niðurstöðuna. Langflest svokölluð Dyflinnarmál séu hins vegar kærð eða á bilinu 95 til 98 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Einungis 43 prósent ákvarðana Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann einstaklinga sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi voru staðfest af kærunefnd útlendingamála í fyrra. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að hlutfallið sé frekar hátt,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður nefndarinnar, aðspurður um samanburð við kærunefndir í stjórnsýslunni almennt. Hann segir að skipta megi þessum málum í tvo flokka. Annars vegar séu það mál sem tengjast afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og hins vegar ákvarðanir um brottvísun þeirra sem verið hafa hér of lengi eða sakamanna sem hafa fengið og afplánað dóma hér á landi. Í fyrra tilvikinu er heimilt að ákvarða brottvísun og endurkomubann ef umsóknin er talin bersýnilega tilhæfulaus. Er þessu einkum beitt í málum einstaklinga sem koma frá skilgreindum öruggum ríkjum. Hjörtur segir staðfestingarhlutfall nefndarinnar hafa verið um það bil 43 prósent í þessum málum í fyrra og í langflestum tilvikum var það brottvísunin sem felld var úr gildi eða í um það bil 80 prósentum tilvika. Ástæðan var ýmist sú að ákvörðun var ekki í samræmi við útlendingalög eða stjórnsýslulög. Í hinum málaflokknum, það er málum sem ekki tengjast umsóknum um vernd heldur varða fólk sem verið hefur of lengi á landinu eða er að ljúka afplánun dóma, og hefur í kjölfarið verið birt ákvörðun um brottvísun og endurkomubann, er staðfestingarhlutfallið 58 prósent en nefndin úrskurðaði í alls 32 málum af þessum toga í fyrra. Ástæðurnar fyrir því að svo margar ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi hjá kærunefndinni eru ýmsar, segir Hjörtur. Hann bendir á að nefndin hafi fyrst farið að fá þessar þessar almennu brottvísanir, sem ekki tengjast umsóknum um hæli, eftir gildistöku nýju útlendingalaganna 1. janúar 2017. Þá fékk nefndin til sín töluvert af gömlum málum sem legið höfðu í innanríkisráðuneytinu, (nú dómsmálaráðuneytinu) í töluverðan tíma. „Og það sem gerist oft þegar mál bíða er að þá breytast aðstæður,“ segir Hjörtur. Þannig hafi nefndin ekki verið ósammála mati Útlendingastofnunar í öllum tilvikum heldur hafi aðstæður einstaklingsins breyst sem kalli á aðra úrlausn máls hans. Um brottvísanir þeirra sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd segir Hjörtur hins vegar að í málum sem nefndin fékk til sín í upphafi síðasta árs hafi Útlendingastofnun verið að fara styttri leið en nefndin taldi rétta og því hafi fleiri ákvarðanir verið felldar úr gildi. Staðfestingarhlutfallið hafi svo aftur farið hækkandi með vorinu. Í ágúst hafi svo komið ný reglugerð sem stofnunin fór að beita. „Við töldum þá reglugerð, allavega eins og henni var beitt, ekki hafa lagagrundvöll þannig að þá fórum við aftur að fella úr gildi.“ Hann segir þó meiri ró að komast yfir þetta núna og það sem af er ári hefur staðfestingarhlutfallið hækkað úr 43 prósentum upp í 57 prósent. Um það bil 60 prósent af þeim ákvörðunum sem felldar eru úr gildi, eru vegna brottvísana, samanborið við 80 prósent í fyrra. Aðspurður segist Hjörtur ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hve hátt hlutfall ákvarðana Útlendingastofnunar sé kært til nefndarinnar. „Ég myndi þó segja að langflestar ákvarðanir væru kærðar.“ Hlutfallið sé lægra í málum þeirra sem koma frá öruggum ríkjum. Þeir sætti sig frekar við niðurstöðuna. Langflest svokölluð Dyflinnarmál séu hins vegar kærð eða á bilinu 95 til 98 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira