Útlendingastofnun afturreka með yfir helming brottvísana Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru einungis staðfestar af kærunefnd í um það bil helmingi tilvika. Fréttablaðið/GVA Einungis 43 prósent ákvarðana Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann einstaklinga sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi voru staðfest af kærunefnd útlendingamála í fyrra. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að hlutfallið sé frekar hátt,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður nefndarinnar, aðspurður um samanburð við kærunefndir í stjórnsýslunni almennt. Hann segir að skipta megi þessum málum í tvo flokka. Annars vegar séu það mál sem tengjast afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og hins vegar ákvarðanir um brottvísun þeirra sem verið hafa hér of lengi eða sakamanna sem hafa fengið og afplánað dóma hér á landi. Í fyrra tilvikinu er heimilt að ákvarða brottvísun og endurkomubann ef umsóknin er talin bersýnilega tilhæfulaus. Er þessu einkum beitt í málum einstaklinga sem koma frá skilgreindum öruggum ríkjum. Hjörtur segir staðfestingarhlutfall nefndarinnar hafa verið um það bil 43 prósent í þessum málum í fyrra og í langflestum tilvikum var það brottvísunin sem felld var úr gildi eða í um það bil 80 prósentum tilvika. Ástæðan var ýmist sú að ákvörðun var ekki í samræmi við útlendingalög eða stjórnsýslulög. Í hinum málaflokknum, það er málum sem ekki tengjast umsóknum um vernd heldur varða fólk sem verið hefur of lengi á landinu eða er að ljúka afplánun dóma, og hefur í kjölfarið verið birt ákvörðun um brottvísun og endurkomubann, er staðfestingarhlutfallið 58 prósent en nefndin úrskurðaði í alls 32 málum af þessum toga í fyrra. Ástæðurnar fyrir því að svo margar ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi hjá kærunefndinni eru ýmsar, segir Hjörtur. Hann bendir á að nefndin hafi fyrst farið að fá þessar þessar almennu brottvísanir, sem ekki tengjast umsóknum um hæli, eftir gildistöku nýju útlendingalaganna 1. janúar 2017. Þá fékk nefndin til sín töluvert af gömlum málum sem legið höfðu í innanríkisráðuneytinu, (nú dómsmálaráðuneytinu) í töluverðan tíma. „Og það sem gerist oft þegar mál bíða er að þá breytast aðstæður,“ segir Hjörtur. Þannig hafi nefndin ekki verið ósammála mati Útlendingastofnunar í öllum tilvikum heldur hafi aðstæður einstaklingsins breyst sem kalli á aðra úrlausn máls hans. Um brottvísanir þeirra sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd segir Hjörtur hins vegar að í málum sem nefndin fékk til sín í upphafi síðasta árs hafi Útlendingastofnun verið að fara styttri leið en nefndin taldi rétta og því hafi fleiri ákvarðanir verið felldar úr gildi. Staðfestingarhlutfallið hafi svo aftur farið hækkandi með vorinu. Í ágúst hafi svo komið ný reglugerð sem stofnunin fór að beita. „Við töldum þá reglugerð, allavega eins og henni var beitt, ekki hafa lagagrundvöll þannig að þá fórum við aftur að fella úr gildi.“ Hann segir þó meiri ró að komast yfir þetta núna og það sem af er ári hefur staðfestingarhlutfallið hækkað úr 43 prósentum upp í 57 prósent. Um það bil 60 prósent af þeim ákvörðunum sem felldar eru úr gildi, eru vegna brottvísana, samanborið við 80 prósent í fyrra. Aðspurður segist Hjörtur ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hve hátt hlutfall ákvarðana Útlendingastofnunar sé kært til nefndarinnar. „Ég myndi þó segja að langflestar ákvarðanir væru kærðar.“ Hlutfallið sé lægra í málum þeirra sem koma frá öruggum ríkjum. Þeir sætti sig frekar við niðurstöðuna. Langflest svokölluð Dyflinnarmál séu hins vegar kærð eða á bilinu 95 til 98 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Einungis 43 prósent ákvarðana Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann einstaklinga sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi voru staðfest af kærunefnd útlendingamála í fyrra. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að hlutfallið sé frekar hátt,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður nefndarinnar, aðspurður um samanburð við kærunefndir í stjórnsýslunni almennt. Hann segir að skipta megi þessum málum í tvo flokka. Annars vegar séu það mál sem tengjast afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og hins vegar ákvarðanir um brottvísun þeirra sem verið hafa hér of lengi eða sakamanna sem hafa fengið og afplánað dóma hér á landi. Í fyrra tilvikinu er heimilt að ákvarða brottvísun og endurkomubann ef umsóknin er talin bersýnilega tilhæfulaus. Er þessu einkum beitt í málum einstaklinga sem koma frá skilgreindum öruggum ríkjum. Hjörtur segir staðfestingarhlutfall nefndarinnar hafa verið um það bil 43 prósent í þessum málum í fyrra og í langflestum tilvikum var það brottvísunin sem felld var úr gildi eða í um það bil 80 prósentum tilvika. Ástæðan var ýmist sú að ákvörðun var ekki í samræmi við útlendingalög eða stjórnsýslulög. Í hinum málaflokknum, það er málum sem ekki tengjast umsóknum um vernd heldur varða fólk sem verið hefur of lengi á landinu eða er að ljúka afplánun dóma, og hefur í kjölfarið verið birt ákvörðun um brottvísun og endurkomubann, er staðfestingarhlutfallið 58 prósent en nefndin úrskurðaði í alls 32 málum af þessum toga í fyrra. Ástæðurnar fyrir því að svo margar ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi hjá kærunefndinni eru ýmsar, segir Hjörtur. Hann bendir á að nefndin hafi fyrst farið að fá þessar þessar almennu brottvísanir, sem ekki tengjast umsóknum um hæli, eftir gildistöku nýju útlendingalaganna 1. janúar 2017. Þá fékk nefndin til sín töluvert af gömlum málum sem legið höfðu í innanríkisráðuneytinu, (nú dómsmálaráðuneytinu) í töluverðan tíma. „Og það sem gerist oft þegar mál bíða er að þá breytast aðstæður,“ segir Hjörtur. Þannig hafi nefndin ekki verið ósammála mati Útlendingastofnunar í öllum tilvikum heldur hafi aðstæður einstaklingsins breyst sem kalli á aðra úrlausn máls hans. Um brottvísanir þeirra sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd segir Hjörtur hins vegar að í málum sem nefndin fékk til sín í upphafi síðasta árs hafi Útlendingastofnun verið að fara styttri leið en nefndin taldi rétta og því hafi fleiri ákvarðanir verið felldar úr gildi. Staðfestingarhlutfallið hafi svo aftur farið hækkandi með vorinu. Í ágúst hafi svo komið ný reglugerð sem stofnunin fór að beita. „Við töldum þá reglugerð, allavega eins og henni var beitt, ekki hafa lagagrundvöll þannig að þá fórum við aftur að fella úr gildi.“ Hann segir þó meiri ró að komast yfir þetta núna og það sem af er ári hefur staðfestingarhlutfallið hækkað úr 43 prósentum upp í 57 prósent. Um það bil 60 prósent af þeim ákvörðunum sem felldar eru úr gildi, eru vegna brottvísana, samanborið við 80 prósent í fyrra. Aðspurður segist Hjörtur ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hve hátt hlutfall ákvarðana Útlendingastofnunar sé kært til nefndarinnar. „Ég myndi þó segja að langflestar ákvarðanir væru kærðar.“ Hlutfallið sé lægra í málum þeirra sem koma frá öruggum ríkjum. Þeir sætti sig frekar við niðurstöðuna. Langflest svokölluð Dyflinnarmál séu hins vegar kærð eða á bilinu 95 til 98 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira