Innlent

Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju

Hulda Hólmkelsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Nokkrir bílanna eru gjörónýtir.
Nokkrir bílanna eru gjörónýtir. Vísir/Jóhann k. Jóhannsson
Tilkynnt var um eld við bíl við bílaumboðið Öskju rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Kveikt var í bílunum, að því er fram kemur í frétt Mbl sem greindi fyrst frá.

Tvær stöðvar sinntu útkallinu en þegar slökkvilið var á leið á staðinn fengu viðbragðsaðilar tilkynningu um að eldur væri kominn upp í að minnsta kosti tveimur bílum. Þannig varð ljóst að verkefnið gæti orðið erfitt viðureignar, að sögn Sigurbjörns Guðmundssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir slökkvistarf hafa gengið ágætlega þó að langt hafi verið í brunahana. Því var notast við tankbíl. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins rétt fyrir klukkan sex og er málið nú komið inn á borð lögreglu.

Talið er að um íkveikju sé að ræða.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×