Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 10:17 Staða Turnbull forsætisráðherra er talin hafa veikst eftir að hann lúffaði fyrir andófsmönnum í eigin flokki í orkumálum. Vísir/EPA Orkufrumvarp Malcolms Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, sem hefði meðal annars falið í sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, verður ekki lagt fyrir ástralska þingið. Ástæðan er andstaða í Íhaldsflokki Turnbull sem hefur nauman meirihluta á þingi. Áætlun Turnbull í orkumálum hefði falið í sér að losun Ástrala yrði 26% minni árið 2030 en hún var árið 2005. New York Times segir að þau markmið hafi ekki verið sérlega metnaðarfull. Til samanburðar hefur Evrópusambandið einsett sér að draga úr losun um 40% frá því sem hún var árið 1990. Ekki reyndist hins vegar einhugur innan flokks Turnbull um loftslagsmarkmiðin. Sumir þingmenn eru taldir hafa verið tilbúnir til þess að sprengja stjórnina vegna þeirra. Turnbull ákvað því að falla frá þeim. „Í stjórnmálum verður maður að einbeita sér að því sem maður getur náð fram,“ hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir forsætisráðherranum. Þrátt fyrir það segir BBC að Ástralía muni ná markmiðum sínum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni sem landið skuldbatt sig til með Parísarsamkomulaginu.Sökuð um að vera sama um loftslagsaðgerðir Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar eru hins vegar ekki ánægðir og telja að áströlsk stjórnvöld geri ekki nóg til að berjast gegn loftslagsbreytingum sem hafa meðal annars valdið þurrkum og fölnun Kóralrifsins mikla. „Það eina sem þetta gerir er að staðfesta aftur að þau hafa engan áhuga á að gera neitt í loftslagsbreytingum eða Kóralrifinu mikla í rauninni,“ segir Jon Brodie, sérfræðingur í kóralrifjum hjá James Cook-háskóla. BBC segir að pólitísk framtíð Turnbull gæti verið í hættu. Skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórn hans félli í kosningum og rætt er um uppreisn gegn honum í Íhaldsflokknum. Uppgjöf hans í orkumálum er talin hafa veikt stöðu hans. Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Skógareldar í Ástralíu færast nærri íbúðasvæðum 2500 hektarar af landi hafa nú þegar orðið eldsvoðanum að bráð frá því hann braust út snemma á laugardag og hefur eldurinn færst nærri íbúðasvæðum í suðurjaðri Sydney. 15. apríl 2018 09:43 Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Orkufrumvarp Malcolms Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, sem hefði meðal annars falið í sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, verður ekki lagt fyrir ástralska þingið. Ástæðan er andstaða í Íhaldsflokki Turnbull sem hefur nauman meirihluta á þingi. Áætlun Turnbull í orkumálum hefði falið í sér að losun Ástrala yrði 26% minni árið 2030 en hún var árið 2005. New York Times segir að þau markmið hafi ekki verið sérlega metnaðarfull. Til samanburðar hefur Evrópusambandið einsett sér að draga úr losun um 40% frá því sem hún var árið 1990. Ekki reyndist hins vegar einhugur innan flokks Turnbull um loftslagsmarkmiðin. Sumir þingmenn eru taldir hafa verið tilbúnir til þess að sprengja stjórnina vegna þeirra. Turnbull ákvað því að falla frá þeim. „Í stjórnmálum verður maður að einbeita sér að því sem maður getur náð fram,“ hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir forsætisráðherranum. Þrátt fyrir það segir BBC að Ástralía muni ná markmiðum sínum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni sem landið skuldbatt sig til með Parísarsamkomulaginu.Sökuð um að vera sama um loftslagsaðgerðir Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar eru hins vegar ekki ánægðir og telja að áströlsk stjórnvöld geri ekki nóg til að berjast gegn loftslagsbreytingum sem hafa meðal annars valdið þurrkum og fölnun Kóralrifsins mikla. „Það eina sem þetta gerir er að staðfesta aftur að þau hafa engan áhuga á að gera neitt í loftslagsbreytingum eða Kóralrifinu mikla í rauninni,“ segir Jon Brodie, sérfræðingur í kóralrifjum hjá James Cook-háskóla. BBC segir að pólitísk framtíð Turnbull gæti verið í hættu. Skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórn hans félli í kosningum og rætt er um uppreisn gegn honum í Íhaldsflokknum. Uppgjöf hans í orkumálum er talin hafa veikt stöðu hans.
Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Skógareldar í Ástralíu færast nærri íbúðasvæðum 2500 hektarar af landi hafa nú þegar orðið eldsvoðanum að bráð frá því hann braust út snemma á laugardag og hefur eldurinn færst nærri íbúðasvæðum í suðurjaðri Sydney. 15. apríl 2018 09:43 Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Skógareldar í Ástralíu færast nærri íbúðasvæðum 2500 hektarar af landi hafa nú þegar orðið eldsvoðanum að bráð frá því hann braust út snemma á laugardag og hefur eldurinn færst nærri íbúðasvæðum í suðurjaðri Sydney. 15. apríl 2018 09:43
Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00