FH-ingar geta endað kvöldið þrettán stigum frá efsta sæti Pepsi-deildar karla en Hafnarfjarðarliðið er nú í 5. sæti deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir.
FH náði bara jafntefli á Fylkisvellinum í gær og bið liðsins eftir útisigri í Pepsi-deildinni lengdist því enn.
Síðasti útisigur FH-inga í Pepsi-deildinni var á móti Fjölni 13. maí síðastliðinn. Síðan eru liðnir 99 dagar.
Næsti útileikur er á móti Keflavík 26. ágúst næstkokmandi eða eftir sex daga. Keflavík hefur tapað öllum átta heimaleikjum sínum í sumar.
FH-liðið vann reyndar tvo fyrstu útileiki sumarsins, á móti Grindavík og Fjölni, en síðan hefur liðið aðeins náð í fjögur stig úr sex útileikjum.
Útileikir FH í Pepsi-deild karla í sumar:
Mjög góð byrjun ...
28. apríl: 1-0 sigur á Grindavík
13. maí: 3-2 sigur á Fjölni
6 stig af 6 mögulegum (100%) og +2 í markatölu (4-2)
... en síðan
21. maí: 0-0 jafntefli við ÍBV
10. júní: 2-2 jafntefli við KR
20. júní: 2-1 tap fyrir Val
22. júlí: 4-1 tap fyrir Breiðabliki
8. ágúst: 1-1 jafntefli við KA
19. ágúst: 1-1 jafntefli við Fylki
4 stig af 18 mögulegum (22%) og -4 í markatölu (6-10)
Íslenski boltinn