Borga umsækjendum fyrir að hætta við Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 20:00 Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. Reglugerðin er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Dómsmálaráðherra segir um að ræða eðlilegan hluta samnings íslenska ríkisins við Alþjóðafólksflutningastofnunina svokölluðu, sem eftir atvikum aðstoðar við flutning umsækjenda úr landi. „Öll nágrannaríki okkar veita þessa styrki og þeir hafa bæði orðið þess valdandi að það er dregið úr kostnaði við brottvísun stuðlað að frjálsri heimför manna og það hefur verið sóst eftir þessu líka frá hælisleitendum þegar liggur fyrir að þeir fá ekki hæli,“ segir Sigríður.Allt að 125 þúsund krónur á núvirði Um er að ræða bæði ferðastyrk og svonefndar enduraðlögunarstyrk, sem ætlaður er til að aðstoða einstakling við að koma undir sig fótunum í fyrra heimaríki sínu. Einungis þeir sem koma frá tilteknum ríkjum eiga möguleika á styrknum, sem getur í heild numið allt að þúsund evrum á mann – eða um 125 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Sigríður segir um að ræða ríki sem erfitt sé fyrir íslensk yfirvöld að brottvísa fólki til, t.a.m. vegna skorts á samningum við þarlend stjórnvöld. „Við töldum rétt að hafa þarna líka einstaklinga sem falla undir Dyflinnarreglugerðina, kjósi þeir það, að snúa aftur til síns heima og ljúka þannig umsókn sinni hér í Evrópu,“ segir Sigríður.Ódýrara að borga fólki fyrir að fara Hún á ekki von á að veiting styrkja af þessu tagi verði til þess að fólk komi gagngert til landsins til að draga umsókn sína til baka og þiggja styrk. „Það er eitthvað sem við auðvitað skoðuðum sérstaklega og hvernig reynslan er í öðrum ríkjum, en með hliðsjón af því er fjárhæð styrksins ákveðin.“ Hún segir það ódýrara fyrir íslenska ríkið að greiða fólki styrk fyrir að fara úr landi, heldur en að það dvelji hér um einhverja hríð og bíði úrlausnar í sínum málum. „Styrkurinn er mishár eftir því um hvaða lönd er að ræða, en hann er svona helmingur á við þann kostnað sem ríkið þarf að bera við mánaðardvöl hælisleitanda sem dvelur hér alla jafna,“ segir Sigríður. Hælisleitendur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. Reglugerðin er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Dómsmálaráðherra segir um að ræða eðlilegan hluta samnings íslenska ríkisins við Alþjóðafólksflutningastofnunina svokölluðu, sem eftir atvikum aðstoðar við flutning umsækjenda úr landi. „Öll nágrannaríki okkar veita þessa styrki og þeir hafa bæði orðið þess valdandi að það er dregið úr kostnaði við brottvísun stuðlað að frjálsri heimför manna og það hefur verið sóst eftir þessu líka frá hælisleitendum þegar liggur fyrir að þeir fá ekki hæli,“ segir Sigríður.Allt að 125 þúsund krónur á núvirði Um er að ræða bæði ferðastyrk og svonefndar enduraðlögunarstyrk, sem ætlaður er til að aðstoða einstakling við að koma undir sig fótunum í fyrra heimaríki sínu. Einungis þeir sem koma frá tilteknum ríkjum eiga möguleika á styrknum, sem getur í heild numið allt að þúsund evrum á mann – eða um 125 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Sigríður segir um að ræða ríki sem erfitt sé fyrir íslensk yfirvöld að brottvísa fólki til, t.a.m. vegna skorts á samningum við þarlend stjórnvöld. „Við töldum rétt að hafa þarna líka einstaklinga sem falla undir Dyflinnarreglugerðina, kjósi þeir það, að snúa aftur til síns heima og ljúka þannig umsókn sinni hér í Evrópu,“ segir Sigríður.Ódýrara að borga fólki fyrir að fara Hún á ekki von á að veiting styrkja af þessu tagi verði til þess að fólk komi gagngert til landsins til að draga umsókn sína til baka og þiggja styrk. „Það er eitthvað sem við auðvitað skoðuðum sérstaklega og hvernig reynslan er í öðrum ríkjum, en með hliðsjón af því er fjárhæð styrksins ákveðin.“ Hún segir það ódýrara fyrir íslenska ríkið að greiða fólki styrk fyrir að fara úr landi, heldur en að það dvelji hér um einhverja hríð og bíði úrlausnar í sínum málum. „Styrkurinn er mishár eftir því um hvaða lönd er að ræða, en hann er svona helmingur á við þann kostnað sem ríkið þarf að bera við mánaðardvöl hælisleitanda sem dvelur hér alla jafna,“ segir Sigríður.
Hælisleitendur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira