Bakgrunnur þeirra sem komi að íþróttastarfi verði skoðaður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2018 14:35 Óskar Þór Ármannsson formaður starfshópsins, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Hafdís Inga Hinriksdóttir sem sat í starfshópnum. Óheimilt verður að ráða til starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga ef tillögur starfshóps sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra vegna #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna ganga eftir.Tillögur hópsins voru kynntar ríkisstjórninni í morgun og á blaðamannafundi fyrr í dag. Verkefni hópsins var skila ráðherra tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.Íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna í janúar síðastliðnum og fylgdi með henni undirskriftalisti og nafnlausar reynslusögur. Undir yfirlýsinguna skrifuðu 462 íþróttakonur úr mörgum íþróttagreinum. 62 frásagnir kvenna úr heimi íþróttanna af valdaójafnvægi, kynferðislegri áreitni og kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi fylgdu yfirlýsingunni sem bar yfirskriftina Jöfnum leikinn.Óháður aðili verði til staðar sem geti tekið við ábendingum um ofbeldi og óæskilega hegðun Meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að til staðar sé óháður aðili sem geti tekið við símtölum, tilkynningum eða öðrum samskiptum um ofbeldi og aðra óæskilega hegðun og komið þeim í réttan farveg, að skýrir og samhæfðir verkferlar og viðbragðsáætlanir séu til staðar hjá félögum og samtökum í íþrótta- og æskulýðsstarfi og að unnið sé markvisst í jafnréttismálum á vegum íþróttahreyfingarinnar.Þá er einnig lögð áhersla á það að íþróttahreyfingin setji sér siðareglur og hegðunarviðmið, kanni bakgrunn þeirra sem koma að íþróttastarfi og kynni fyrir þeim þær reglur sem gilda í starfinu. Sé vafi til staðar vegna einstaklings sem fyrirhugað er að ráða eða fá til starfa sem sjálfboðaliða er mikilvægt að horfa fyrst og fremst til hagsmuna iðkenda.Upptöku frá blaðamannafundinum þar sem tillögur starfshópsins voru kynntar má sjá hér fyrir neðanÍ tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að öryggi iðkenda og annarra þátttakenda hafi verið sett í öndvegi við vinnu hópsins sem taldi mikilvægt að tillögurnar næðu einnig til æskulýðsstarfs utan skóla. Þá segir einnig að tillögurnar snerti ýmsa aðila er koma að íþrótta- og æskulýðsstarfi, svo sem íþróttahreyfinguna, æskulýðsfélögin, sveitarfélög og stjórnvöld. Að mati starfshópsins er mikilvægt að þessir aðilar séu samtaka um aðgerðir á þessu sviði. Næstu skref verði að kynna tillögur þessar betur fyrir þeim er málið varðar, svo sem forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar og á vettvangi sveitarfélaganna.Starfshópinn skipuðu: Auður Inga Þorsteinsdóttir, tilnefnd af UMFÍ Ása Ólafsdóttir, tilnefnd af ÍSÍ Elísabet Pétursdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti Guðni Olgeirsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti Hafdís Inga Hinriksdóttir, tilnefnd af hópi íþróttakvenna Heiðrún Janusardóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Jóna Pálsdóttir tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti Óskar Þór Ármannsson formaður, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti Valgerður Þórunn Bjarnadóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Bein útsending: Tillögur kynntar um aðgerðir í íþrótta- og æskulýðsstarfi í kjölfar #metoo Tillögurnar verða kynntar á blaðamannafundi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu klukkan 13:30 í dag. 21. ágúst 2018 13:15 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Óheimilt verður að ráða til starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga ef tillögur starfshóps sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra vegna #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna ganga eftir.Tillögur hópsins voru kynntar ríkisstjórninni í morgun og á blaðamannafundi fyrr í dag. Verkefni hópsins var skila ráðherra tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.Íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna í janúar síðastliðnum og fylgdi með henni undirskriftalisti og nafnlausar reynslusögur. Undir yfirlýsinguna skrifuðu 462 íþróttakonur úr mörgum íþróttagreinum. 62 frásagnir kvenna úr heimi íþróttanna af valdaójafnvægi, kynferðislegri áreitni og kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi fylgdu yfirlýsingunni sem bar yfirskriftina Jöfnum leikinn.Óháður aðili verði til staðar sem geti tekið við ábendingum um ofbeldi og óæskilega hegðun Meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að til staðar sé óháður aðili sem geti tekið við símtölum, tilkynningum eða öðrum samskiptum um ofbeldi og aðra óæskilega hegðun og komið þeim í réttan farveg, að skýrir og samhæfðir verkferlar og viðbragðsáætlanir séu til staðar hjá félögum og samtökum í íþrótta- og æskulýðsstarfi og að unnið sé markvisst í jafnréttismálum á vegum íþróttahreyfingarinnar.Þá er einnig lögð áhersla á það að íþróttahreyfingin setji sér siðareglur og hegðunarviðmið, kanni bakgrunn þeirra sem koma að íþróttastarfi og kynni fyrir þeim þær reglur sem gilda í starfinu. Sé vafi til staðar vegna einstaklings sem fyrirhugað er að ráða eða fá til starfa sem sjálfboðaliða er mikilvægt að horfa fyrst og fremst til hagsmuna iðkenda.Upptöku frá blaðamannafundinum þar sem tillögur starfshópsins voru kynntar má sjá hér fyrir neðanÍ tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að öryggi iðkenda og annarra þátttakenda hafi verið sett í öndvegi við vinnu hópsins sem taldi mikilvægt að tillögurnar næðu einnig til æskulýðsstarfs utan skóla. Þá segir einnig að tillögurnar snerti ýmsa aðila er koma að íþrótta- og æskulýðsstarfi, svo sem íþróttahreyfinguna, æskulýðsfélögin, sveitarfélög og stjórnvöld. Að mati starfshópsins er mikilvægt að þessir aðilar séu samtaka um aðgerðir á þessu sviði. Næstu skref verði að kynna tillögur þessar betur fyrir þeim er málið varðar, svo sem forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar og á vettvangi sveitarfélaganna.Starfshópinn skipuðu: Auður Inga Þorsteinsdóttir, tilnefnd af UMFÍ Ása Ólafsdóttir, tilnefnd af ÍSÍ Elísabet Pétursdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti Guðni Olgeirsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti Hafdís Inga Hinriksdóttir, tilnefnd af hópi íþróttakvenna Heiðrún Janusardóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Jóna Pálsdóttir tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti Óskar Þór Ármannsson formaður, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti Valgerður Þórunn Bjarnadóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Bein útsending: Tillögur kynntar um aðgerðir í íþrótta- og æskulýðsstarfi í kjölfar #metoo Tillögurnar verða kynntar á blaðamannafundi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu klukkan 13:30 í dag. 21. ágúst 2018 13:15 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34
Bein útsending: Tillögur kynntar um aðgerðir í íþrótta- og æskulýðsstarfi í kjölfar #metoo Tillögurnar verða kynntar á blaðamannafundi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu klukkan 13:30 í dag. 21. ágúst 2018 13:15