Kobe Bryant ætlar ekki að spila í BIG3-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2018 15:30 Kobe Bryant. Vísir/Getty Sterkur orðrómur um mögulega endurkomu Kobe Bryant inn á körfuboltavöllinn átti sér enga stoð í veruleikanum. Orðrómurinn virtist vera að breytast í stórfrétt þegar Jeff Kwatinetz, einn stofnandi BIG3-deildarinnar, sagði blaðamönnum frá því að hann hafi heyrt það frá traustum heimildarmanni að Kobe Bryant ætlaði að spila í BIG3-deildinni á næsta ári. „Þetta gæti verið eitthvað en gæti líka verið ekkert,“ sagði Jeff Kwatinetz meðal annars en hann var fljótur að fá svar. Molly Carter, markaðstjóri Kobe Inc., fjárfestingafyrirtækis Kobe Bryant, var fljót að koma fram og staðfesta að ekkert væri til í þessu. „Hann er örugglega ekki að fara að spila á næsta ári,“ sagði Molly Carter við Brian Mahoney hjá Associated Press.Lakers News: Kobe Inc. Chief Marketing Officer Says Kobe Bryant ‘Definitely’ Not Playing In BIG3 League https://t.co/TACJyjfS1qpic.twitter.com/w3iLfugL1x — Lakers News (@lakers_news) August 21, 2018Það lítur því allt út fyrir það að orð Jeff Kwatinetz hafi verið einhver auglýsingabrella til að vekja athygli á BIG3-deildinni. Það vilja nefnilega margir sjá Kobe Bryant taka svona „Michael Jordan endurkomu“ en flestir væri þó til í að sjá hann við hliðina á LeBron James í Los Angels Lakers liðinu. Michael Jordan snéri aftur og spilaði tvö tímabil með Washington Wizards frá 2001 til 2003. Hann náði því að spila 30 leiki eftir fertugsafmælið sitt. Jordan skorað 22,4 stig að meðaltali í þeim.Kobe Bryant is NOT joining Ice Cube's #BIG3 League, says Kobe Inc. CMO Molly Carter. #Lakershttps://t.co/z5hlD2V4z6 — LakeShow (@LA__LakeShow) August 21, 2018Kobe Bryant heldur upp á fetugsafmælið sitt á morgun, 23. ágúst, en hann lék sinn síðast leik í NBA-deildinni vorið 2016 eftir tuttugu tímabila í deildnni þar sem hann skroað 33.643 stig. Bryant skoraði 60 stig í síðasta NBA-leiknum sínum sem var á móti Utah Jazz 13. apríl 2016. Nokkrar frægar NBA-stjörnur spila í BIG3-deildinni, menn eins og Chauncey Billups, Metta World Peace, Kenyon Martin, Baron Davis, Jermaine O'Neal, Mike Bibby og Amar'e Stoudemire. NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Sterkur orðrómur um mögulega endurkomu Kobe Bryant inn á körfuboltavöllinn átti sér enga stoð í veruleikanum. Orðrómurinn virtist vera að breytast í stórfrétt þegar Jeff Kwatinetz, einn stofnandi BIG3-deildarinnar, sagði blaðamönnum frá því að hann hafi heyrt það frá traustum heimildarmanni að Kobe Bryant ætlaði að spila í BIG3-deildinni á næsta ári. „Þetta gæti verið eitthvað en gæti líka verið ekkert,“ sagði Jeff Kwatinetz meðal annars en hann var fljótur að fá svar. Molly Carter, markaðstjóri Kobe Inc., fjárfestingafyrirtækis Kobe Bryant, var fljót að koma fram og staðfesta að ekkert væri til í þessu. „Hann er örugglega ekki að fara að spila á næsta ári,“ sagði Molly Carter við Brian Mahoney hjá Associated Press.Lakers News: Kobe Inc. Chief Marketing Officer Says Kobe Bryant ‘Definitely’ Not Playing In BIG3 League https://t.co/TACJyjfS1qpic.twitter.com/w3iLfugL1x — Lakers News (@lakers_news) August 21, 2018Það lítur því allt út fyrir það að orð Jeff Kwatinetz hafi verið einhver auglýsingabrella til að vekja athygli á BIG3-deildinni. Það vilja nefnilega margir sjá Kobe Bryant taka svona „Michael Jordan endurkomu“ en flestir væri þó til í að sjá hann við hliðina á LeBron James í Los Angels Lakers liðinu. Michael Jordan snéri aftur og spilaði tvö tímabil með Washington Wizards frá 2001 til 2003. Hann náði því að spila 30 leiki eftir fertugsafmælið sitt. Jordan skorað 22,4 stig að meðaltali í þeim.Kobe Bryant is NOT joining Ice Cube's #BIG3 League, says Kobe Inc. CMO Molly Carter. #Lakershttps://t.co/z5hlD2V4z6 — LakeShow (@LA__LakeShow) August 21, 2018Kobe Bryant heldur upp á fetugsafmælið sitt á morgun, 23. ágúst, en hann lék sinn síðast leik í NBA-deildinni vorið 2016 eftir tuttugu tímabila í deildnni þar sem hann skroað 33.643 stig. Bryant skoraði 60 stig í síðasta NBA-leiknum sínum sem var á móti Utah Jazz 13. apríl 2016. Nokkrar frægar NBA-stjörnur spila í BIG3-deildinni, menn eins og Chauncey Billups, Metta World Peace, Kenyon Martin, Baron Davis, Jermaine O'Neal, Mike Bibby og Amar'e Stoudemire.
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira