Patrekur Andrés hleypur í flokki blindra T11 og er því með fylgdarmann í hlaupinu. Andri Snær Ólafsson er fylgdarmaður Patreks og þegar um 80 metrar voru búnir af 100 metra spretthlaupinu tognaði Andri og þeir félagar komust ekki í mark.
Patrekur var 19 ára þegar hann missti sjónina. Hann er fæddur árið 1994 og er því 24 ára í dag. Hann byrjaði að æfa frjálsar íþróttir fyrir þremur árum og stefnir á að komast á Ólympíumót fatlaðra árið 2020
Einar Vilhjálmsson setti inn færslu um málið á Facebook í morgun. Andri skrifaði athugasemd við færsluna þar sem hann sagði: „Ég held að drengurinn sé barasta orðinn of hraður.“
Í færslu Einars var myndband af atvikinu og má sjá það hér að neðan: