Börnin 128 Katrín Atladóttir skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Í haust munu 128 börn í Reykjavík ekki fá þau leikskólapláss sem hafði verið lofað. Þá á eftir að ráða starfsfólk í 84 stöðugildi. Ástandið er vissulega betra en á síðasta ári og því ber að fagna. Staðreyndin er þó sú að um 9% barna sem var lofað plássi komast ekki að. Það er óásættanleg staða. Líklega dugir foreldrum þessara barna skammt að vita að staðan hafi batnað. Foreldrar munu því þurfa að gera aðrar ráðstafanir, með hjálp vina og vandamanna eða hreinlega með því að fresta endurkomu á vinnumarkað. Hluti þessara barna er hjá dagforeldrum eða í ungbarnaleikskólum ef þau eru það lánsöm að halda plássum sínum, sem losna þá ekki fyrir önnur börn sem bíða eftir að komast að. Foreldrar þeirra þurfa þá einnig að gera ráðstafanir, mögulega að vera heima við lengur en til stóð. Í mörgum tilfellum þýðir þetta umtalsvert tekjutap eða kostnað við dýrari úrræði. Staðan bitnar því miður helst á tekjulægri foreldrum.Jafnréttismál Rannsóknir sýna að barneignir hafa jákvæð áhrif á laun karla en neikvæð á laun kvenna. Mæður barna eru mun lengur frá vinnumarkaði en karlar eftir barneignir. Konur eru því, enn sem komið er, mun líklegri til að vera heima með börnin komist þau ekki að í dagvistun. Lengri fjarvera frá vinnumarkaði hefur einnig áhrif á starfsframa. Skilvirkt kerfi dagvistunar er því ekki síst jafnréttismál. Það er því mikilvægur þáttur í að jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði að Reykvíkingar hafi greiðan og tímanlegan aðgang að dagvistun. Þá má ekki gleyma hversu mikilvægt það er fyrir börnin sjálf að komast tímanlega í leikskóla, fyrsta skólastigið, að fá þá örvun sem felst í því að eyða deginum með fagfólki, hafa aðgang að góðum útisvæðum og vera innan um börn á sama aldri. Árangur hefur náðst en það þarf að gera miklu betur. Það gengur ekki að 9% barna fái ekki leikskólaplássin sín, að líf þessara fjölskyldna og aðstandenda sé í ákveðnu uppnámi. Að líf þeirra sem bíða eftir plássum hjá dagforeldrum og í ungbarnaleikskólum riðlist líka með þeim afleiðingum, meðal annars, að tækifæri kvenna á vinnumarkaði skerðist. Þetta er langtímaverkefni sem þarf samt að vinnast hratt og það þarf að halda áfram vel á spöðunum. Við megum aldrei sofa á verðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Í haust munu 128 börn í Reykjavík ekki fá þau leikskólapláss sem hafði verið lofað. Þá á eftir að ráða starfsfólk í 84 stöðugildi. Ástandið er vissulega betra en á síðasta ári og því ber að fagna. Staðreyndin er þó sú að um 9% barna sem var lofað plássi komast ekki að. Það er óásættanleg staða. Líklega dugir foreldrum þessara barna skammt að vita að staðan hafi batnað. Foreldrar munu því þurfa að gera aðrar ráðstafanir, með hjálp vina og vandamanna eða hreinlega með því að fresta endurkomu á vinnumarkað. Hluti þessara barna er hjá dagforeldrum eða í ungbarnaleikskólum ef þau eru það lánsöm að halda plássum sínum, sem losna þá ekki fyrir önnur börn sem bíða eftir að komast að. Foreldrar þeirra þurfa þá einnig að gera ráðstafanir, mögulega að vera heima við lengur en til stóð. Í mörgum tilfellum þýðir þetta umtalsvert tekjutap eða kostnað við dýrari úrræði. Staðan bitnar því miður helst á tekjulægri foreldrum.Jafnréttismál Rannsóknir sýna að barneignir hafa jákvæð áhrif á laun karla en neikvæð á laun kvenna. Mæður barna eru mun lengur frá vinnumarkaði en karlar eftir barneignir. Konur eru því, enn sem komið er, mun líklegri til að vera heima með börnin komist þau ekki að í dagvistun. Lengri fjarvera frá vinnumarkaði hefur einnig áhrif á starfsframa. Skilvirkt kerfi dagvistunar er því ekki síst jafnréttismál. Það er því mikilvægur þáttur í að jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði að Reykvíkingar hafi greiðan og tímanlegan aðgang að dagvistun. Þá má ekki gleyma hversu mikilvægt það er fyrir börnin sjálf að komast tímanlega í leikskóla, fyrsta skólastigið, að fá þá örvun sem felst í því að eyða deginum með fagfólki, hafa aðgang að góðum útisvæðum og vera innan um börn á sama aldri. Árangur hefur náðst en það þarf að gera miklu betur. Það gengur ekki að 9% barna fái ekki leikskólaplássin sín, að líf þessara fjölskyldna og aðstandenda sé í ákveðnu uppnámi. Að líf þeirra sem bíða eftir plássum hjá dagforeldrum og í ungbarnaleikskólum riðlist líka með þeim afleiðingum, meðal annars, að tækifæri kvenna á vinnumarkaði skerðist. Þetta er langtímaverkefni sem þarf samt að vinnast hratt og það þarf að halda áfram vel á spöðunum. Við megum aldrei sofa á verðinum.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar