„Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 08:29 Leikarinn Jimmy Bennett. Vísir/GEtty Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa valdið því að hann steig ekki fram fyrr. Þetta kemur fram í fyrstu yfirlýsingu Bennett vegna málsins sem hann sendi fjölmiðlum vestanhafs í gær.Sjá einnig: Argento þvertekur fyrir að hafa brotið á Bennett „Ég reyndi að leita réttlætis á skynsamlegan hátt sínum tíma vegna þess að ég var ekki tilbúin til að takast á við afleiðingar þess að frásögn mín yrði gerð opinber,“ segir í yfirlýsingu Bennetts. „Á þessum tíma fannst mér að ég ætti að skammast mín fyrir að vera í þessari stöðu sem karlmaður í samfélagi okkar. Mér fannst ólíklegt að fólk myndi skilja atvikið sem átti sér stað frá sjónarhóli stráks á táningsaldri.“Asia Argento á Cannes-verðlaunahátíðinni í maí síðastliðnum.Vísir/gettyBandaríska dagblaðið The New York Times greindi frá því í byrjun vikunnar að Argento hefði greitt Bennett 380 þúsund Bandaríkjadali, eða um 41 milljón íslenskra króna, fyrir að þegja um meint kynferðisbrot. Bennett heldur því fram að Argento hafi brotið á sér kynferðislega á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013 þegar hann var 17 ára. Samræðisaldur í ríkinu er 18 ára. Á meðal gagna málsins er svokölluð „sjálfa“ af Argento og Bennett þar sem þau sjást liggja uppi í rúmi. Slúðurmiðillinn TMZ birti myndina í gær en fram að því hafði henni aðeins verið lýst í fréttum um málið. Argento, sem er einn aðalforsprakki #MeToo-hreyfingarinnar, hefur þvertekið fyrir að hafa átt í nokkurs konar kynferðislegu sambandi við Bennett. Hún viðurkenndi þó í yfirlýsingu sinni að hafa greitt honum umrædda fjárhæð. MeToo Tengdar fréttir Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot Ítalska leikkonan Asia Argento greiddi ungum manni sem sakaði hana um kynferðisbrot fyrir þagmælsku. Argento er ein af andlitum #MeToo-hreyfingarinnar. 20. ágúst 2018 08:01 Argento þvertekur fyrir að hafa brotið á Bennett Ítalska leikkonan Asia Argento þvertekur fyrir að hafa átt í nokkurs konar kynferðislegu sambandi við mann sem hefur sakað hana um að brotið gegn honum þegar hann var sautján ára. 21. ágúst 2018 15:30 Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53 „Fórnarlamb kynferðisofbeldis getur líka verið gerandi“ Leikkonan Alyssa Milano hefur brugðist við fregnum af því að leikonan Asia Argento hafi borgað ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot. 21. ágúst 2018 23:24 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa valdið því að hann steig ekki fram fyrr. Þetta kemur fram í fyrstu yfirlýsingu Bennett vegna málsins sem hann sendi fjölmiðlum vestanhafs í gær.Sjá einnig: Argento þvertekur fyrir að hafa brotið á Bennett „Ég reyndi að leita réttlætis á skynsamlegan hátt sínum tíma vegna þess að ég var ekki tilbúin til að takast á við afleiðingar þess að frásögn mín yrði gerð opinber,“ segir í yfirlýsingu Bennetts. „Á þessum tíma fannst mér að ég ætti að skammast mín fyrir að vera í þessari stöðu sem karlmaður í samfélagi okkar. Mér fannst ólíklegt að fólk myndi skilja atvikið sem átti sér stað frá sjónarhóli stráks á táningsaldri.“Asia Argento á Cannes-verðlaunahátíðinni í maí síðastliðnum.Vísir/gettyBandaríska dagblaðið The New York Times greindi frá því í byrjun vikunnar að Argento hefði greitt Bennett 380 þúsund Bandaríkjadali, eða um 41 milljón íslenskra króna, fyrir að þegja um meint kynferðisbrot. Bennett heldur því fram að Argento hafi brotið á sér kynferðislega á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013 þegar hann var 17 ára. Samræðisaldur í ríkinu er 18 ára. Á meðal gagna málsins er svokölluð „sjálfa“ af Argento og Bennett þar sem þau sjást liggja uppi í rúmi. Slúðurmiðillinn TMZ birti myndina í gær en fram að því hafði henni aðeins verið lýst í fréttum um málið. Argento, sem er einn aðalforsprakki #MeToo-hreyfingarinnar, hefur þvertekið fyrir að hafa átt í nokkurs konar kynferðislegu sambandi við Bennett. Hún viðurkenndi þó í yfirlýsingu sinni að hafa greitt honum umrædda fjárhæð.
MeToo Tengdar fréttir Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot Ítalska leikkonan Asia Argento greiddi ungum manni sem sakaði hana um kynferðisbrot fyrir þagmælsku. Argento er ein af andlitum #MeToo-hreyfingarinnar. 20. ágúst 2018 08:01 Argento þvertekur fyrir að hafa brotið á Bennett Ítalska leikkonan Asia Argento þvertekur fyrir að hafa átt í nokkurs konar kynferðislegu sambandi við mann sem hefur sakað hana um að brotið gegn honum þegar hann var sautján ára. 21. ágúst 2018 15:30 Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53 „Fórnarlamb kynferðisofbeldis getur líka verið gerandi“ Leikkonan Alyssa Milano hefur brugðist við fregnum af því að leikonan Asia Argento hafi borgað ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot. 21. ágúst 2018 23:24 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot Ítalska leikkonan Asia Argento greiddi ungum manni sem sakaði hana um kynferðisbrot fyrir þagmælsku. Argento er ein af andlitum #MeToo-hreyfingarinnar. 20. ágúst 2018 08:01
Argento þvertekur fyrir að hafa brotið á Bennett Ítalska leikkonan Asia Argento þvertekur fyrir að hafa átt í nokkurs konar kynferðislegu sambandi við mann sem hefur sakað hana um að brotið gegn honum þegar hann var sautján ára. 21. ágúst 2018 15:30
Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53
„Fórnarlamb kynferðisofbeldis getur líka verið gerandi“ Leikkonan Alyssa Milano hefur brugðist við fregnum af því að leikonan Asia Argento hafi borgað ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot. 21. ágúst 2018 23:24