Cristiano Ronaldo leiðir ítölsku deildina út úr skugganum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 13:00 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Örlög ítölsku deildarinnar breyttust 10. júlí 2018. Það er dagurinn sem Sería A eignaðist aftur eina af stærstu fótboltastjörnum heims þegar Cristiano Ronaldo ákvað að yfirgefa Evrópumeistara Real Madrid og semja við Juventus. Bestu knattspyrnumenn heims hópuðust til Ítalíu á níunda og tíunda áratugnum en undanfarin ár hefur deildin þurft að sætta sig að halda til í skuggastrætum heimsfótboltans. Þar hafa vissulega spilað öflugir ítalskir knattspyrnumenn en ítalska landsliðið hefur verið í vandræðum og missti sem dæmi á HM í sumar en það hafði ekki gerst í 60 ár. Þessi mikla knattspyrnuþjóð hefur verið alltof lengi í vandræðalegu aukahlutverki í fótboltaheiminum en nú horfir til betri vegar. Enska úrvalsdeildin var stofnuð 1992 og þegar leið að aldarmótunum þá fóru vægi hennar að aukast í hugum bestu fótboltamannanna og peningar höfðu auðvitað mikið að segja. Á meðan enska deildin tók til síns meira og meira minnkaði aðdráttarafl ítölsku deildarinnar.Hollendingarnir Frank Rijkaard, Marco Van Basten og Ruud Gullit léku allir með AC Milan á sama tíma. Þeir eru hér nýkrýndir Evrópumeistarar með hollenska landsliðinu.Vísir/GettyCalciopoli, þegar stórir klúbbar eins og Juventus, AC Milan, Fiorentina og Lazio flæktustu í risamál tengdum hagræðingu úrslita var síðan gríðarlegt áfall fyrir ítalska fótboltann. Juventus, Fiorentina og Lazio voru öll send niður um deild og Juventus missti meistaratitla sína bæði 2005 og 2006. Ítalir voru heimsmeistarar í fótbolta 2006 en hafa síðan aðeins unnið einn leik samanlagt á þremur heimsmeistaramótum (2010, 2014 og 2018). Erfiðir tímar fyrir þessa miklu fótboltaþjóð. Eftir Calciopoli skandalinn tóku heldur mögur ár á meðan ítalska deildin reyndi að byggja upp orðspor sinn á ný og komast á ný í hóp bestu deilda Evrópu. Það hefur tekið deildina rúman áratug að öðlast aftur þá virðingu að geta fengið til sín leikmann eins og Cristiano Ronaldo. Mörg skref hafa samt verið tekin upp á við á síðustu árum. Undanfarin tímabil hefur Juventus liðið verið að minna verulega á sig í Meistaradeildinni með því að komast tvisvar í úrslitaleikinn á síðustu fjórum árum og á síðasta tímabili heilluðu bæði Napoli og Roma fótboltaheiminn með flottri spilamennsku í baráttunni við bestu lið Evrópu. Juventus var heldur ekki eina stórliðið sem styrkti sig í sumar. Mílan-liðin, AC og Internazionale, hafa líka minnt á sig með því að vera stórtæk á leikmannamarkaðnum. AC Milan og Internazionale voru upp á sitt besta þegar ítalska deildin var síðast samastaður margra af bestu leikmanna heims og það er því góðar fréttir fyrir deildina að þau séu bæði að vakna úr hálfgerðu „fótboltadái“. Meistaradeildarfélögin Roma (seldi markvörðinn Alisson til Liverpool) og Napoli (seldi miðjumanninn Jorginho til Chelsea og stjórinn Maurizio Sarri fór þangað líka) þurftu reyndar að horfa á eftir mjög sterkum leikmönnum en hjá Napoli settist Carlo Ancelotti í stjórastólinn og bæði félög keyptu fullt af mönnum. Roma fékk sem dæmi fjórtán nýja leikmenn og mætir með gerbreytt lið.Ítalir urðu heimsmeistarar 2006 en hafa síðan aðeins unnið einn leik á þremur heimsmeistaramótum.Vísir/GettyÞað eru margir líka sem fagna því að fá félag eins og Parma aftur í hóp þeirra bestu. Liðið varð gjaldþrota árið 2015 og var dæmt niður í D-deild en hefur nú klifrað aftur upp í Seríu A. Kannski lítil táknmynd fyrir hvernig ítalski fótboltinn hefur komið sér aftur inn í hóp bestu deilda Evrópu. Íslendingar fá líka tækifæri til að fylgjast með betrumbættri Seríu A í vetur því Stöð 2 Sport hefur keypt sýningarréttinn af deildinni frá og með næstu helgi. Stöð 2 sýndi líka mikið frá deildinni á blómaárum hennar á níunda og tíunda áratugnum. Fyrsta útsending Stöð 2 Sport frá Seríu A 2018-19 verður leikur Juventus og Lazio klukkan 16.00 á laugardaginn og strax á eftir verður sýndur leikur Napoli og AC Milan. Fjörið byrjar því á tveimur stórleikjum og að sjálfsögðu sjáum við umræddan Cristiano Ronaldo í búningi Juventus í fyrsta sjónvarpsleik tímabilsins frá Ítalíu.Ungur fótboltamaður í treyju Cristiano Ronaldo.Vísir/Getty Ítalski boltinn Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Sjá meira
Örlög ítölsku deildarinnar breyttust 10. júlí 2018. Það er dagurinn sem Sería A eignaðist aftur eina af stærstu fótboltastjörnum heims þegar Cristiano Ronaldo ákvað að yfirgefa Evrópumeistara Real Madrid og semja við Juventus. Bestu knattspyrnumenn heims hópuðust til Ítalíu á níunda og tíunda áratugnum en undanfarin ár hefur deildin þurft að sætta sig að halda til í skuggastrætum heimsfótboltans. Þar hafa vissulega spilað öflugir ítalskir knattspyrnumenn en ítalska landsliðið hefur verið í vandræðum og missti sem dæmi á HM í sumar en það hafði ekki gerst í 60 ár. Þessi mikla knattspyrnuþjóð hefur verið alltof lengi í vandræðalegu aukahlutverki í fótboltaheiminum en nú horfir til betri vegar. Enska úrvalsdeildin var stofnuð 1992 og þegar leið að aldarmótunum þá fóru vægi hennar að aukast í hugum bestu fótboltamannanna og peningar höfðu auðvitað mikið að segja. Á meðan enska deildin tók til síns meira og meira minnkaði aðdráttarafl ítölsku deildarinnar.Hollendingarnir Frank Rijkaard, Marco Van Basten og Ruud Gullit léku allir með AC Milan á sama tíma. Þeir eru hér nýkrýndir Evrópumeistarar með hollenska landsliðinu.Vísir/GettyCalciopoli, þegar stórir klúbbar eins og Juventus, AC Milan, Fiorentina og Lazio flæktustu í risamál tengdum hagræðingu úrslita var síðan gríðarlegt áfall fyrir ítalska fótboltann. Juventus, Fiorentina og Lazio voru öll send niður um deild og Juventus missti meistaratitla sína bæði 2005 og 2006. Ítalir voru heimsmeistarar í fótbolta 2006 en hafa síðan aðeins unnið einn leik samanlagt á þremur heimsmeistaramótum (2010, 2014 og 2018). Erfiðir tímar fyrir þessa miklu fótboltaþjóð. Eftir Calciopoli skandalinn tóku heldur mögur ár á meðan ítalska deildin reyndi að byggja upp orðspor sinn á ný og komast á ný í hóp bestu deilda Evrópu. Það hefur tekið deildina rúman áratug að öðlast aftur þá virðingu að geta fengið til sín leikmann eins og Cristiano Ronaldo. Mörg skref hafa samt verið tekin upp á við á síðustu árum. Undanfarin tímabil hefur Juventus liðið verið að minna verulega á sig í Meistaradeildinni með því að komast tvisvar í úrslitaleikinn á síðustu fjórum árum og á síðasta tímabili heilluðu bæði Napoli og Roma fótboltaheiminn með flottri spilamennsku í baráttunni við bestu lið Evrópu. Juventus var heldur ekki eina stórliðið sem styrkti sig í sumar. Mílan-liðin, AC og Internazionale, hafa líka minnt á sig með því að vera stórtæk á leikmannamarkaðnum. AC Milan og Internazionale voru upp á sitt besta þegar ítalska deildin var síðast samastaður margra af bestu leikmanna heims og það er því góðar fréttir fyrir deildina að þau séu bæði að vakna úr hálfgerðu „fótboltadái“. Meistaradeildarfélögin Roma (seldi markvörðinn Alisson til Liverpool) og Napoli (seldi miðjumanninn Jorginho til Chelsea og stjórinn Maurizio Sarri fór þangað líka) þurftu reyndar að horfa á eftir mjög sterkum leikmönnum en hjá Napoli settist Carlo Ancelotti í stjórastólinn og bæði félög keyptu fullt af mönnum. Roma fékk sem dæmi fjórtán nýja leikmenn og mætir með gerbreytt lið.Ítalir urðu heimsmeistarar 2006 en hafa síðan aðeins unnið einn leik á þremur heimsmeistaramótum.Vísir/GettyÞað eru margir líka sem fagna því að fá félag eins og Parma aftur í hóp þeirra bestu. Liðið varð gjaldþrota árið 2015 og var dæmt niður í D-deild en hefur nú klifrað aftur upp í Seríu A. Kannski lítil táknmynd fyrir hvernig ítalski fótboltinn hefur komið sér aftur inn í hóp bestu deilda Evrópu. Íslendingar fá líka tækifæri til að fylgjast með betrumbættri Seríu A í vetur því Stöð 2 Sport hefur keypt sýningarréttinn af deildinni frá og með næstu helgi. Stöð 2 sýndi líka mikið frá deildinni á blómaárum hennar á níunda og tíunda áratugnum. Fyrsta útsending Stöð 2 Sport frá Seríu A 2018-19 verður leikur Juventus og Lazio klukkan 16.00 á laugardaginn og strax á eftir verður sýndur leikur Napoli og AC Milan. Fjörið byrjar því á tveimur stórleikjum og að sjálfsögðu sjáum við umræddan Cristiano Ronaldo í búningi Juventus í fyrsta sjónvarpsleik tímabilsins frá Ítalíu.Ungur fótboltamaður í treyju Cristiano Ronaldo.Vísir/Getty
Ítalski boltinn Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Sjá meira